Bæjarhátíðin Hofsós heim um helgina
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Fréttir
13.06.2024
kl. 14.35
Bæjarhátíðina Hofsós heim þarf vart að kynna fyrir fólki því hátíðin hefur verið haldin á Hofsósi síðan 2003 og því orðin fastur liður í sumardagskrá heimamanna jafnt sem brottfluttra. Fyrst reyndar undir heitinu Jónsmessuhátíð sem síðar varð Hofsós heim 2018, þegar stöllurnar Vala Kristín Ófeigsdóttir og Auður Björk Birgisdóttir ásamt góðum hópi fólks héldu á keflinu og stýrðu hátíðinni, þar til nú því ný nefnd hefur starfað við skipulagningu á hátíðinni nú í ár. Dagskráin er glæsileg eins og alltaf og ættu flestir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Meira
