Leikjum ýmist frestað eða þeir færðir til
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
08.05.2024
kl. 09.04
Sauðárkróksvöllur er í lamasessi líkt og flestum ætti að vera kunnugt. Meistaraflokkur karla hjá Tindastóli átti að hefja keppni í 4. deild í kvöld og spila heima gegn liði Skallagríms. Leiknum hefur hins vegar verið frestað og færður aftur í júníbyrjun. Þá átti Bestu deildar lið Tindastóls að spila við Fylki á Króknum á morgun, fimmtudag, en sá leikur verður spilaður á Akureyri.
Meira
