Skagafjörður

Gerð var tilraunarækt á graskerjum í Skagafirði sl. sumar

Á heimasíðu Bændablaðsins segir að í Skagafirði, nánar tiltekið á Reykjum, hafi verið tilraunaræktun á graskerjum. Sá sem kom því af stað er Helgi Sigfússon en hann náði að rækta upp 40 grasker en hefði með lagni getað ræktað um 200 stk. Helgi er sjálfur búsettur á Reyðarfirði og er búfræðingur að mennt og hefur alltaf haft áhuga á margvíslegri ræktun.
Meira

Ætlar að hlúa að sjálfri sér og sínu fólki

Ef viðmælandi í viðtali vikunnar hefur farið framhjá einhverjum síðastliðin ár þá er ég nokkuð viss um að sá aðili hefur búið í helli með ekkert rafmagn því Þuríður Harpa Sigurðardóttir hefur aldeilis látið í sér heyra hvað varðar baráttuna fyrir réttindum fatlaðs fólks á Íslandi. Harpa sat sem formaður ÖBÍ í þrjú kjörtímabil, eða sex ár, en var alltaf undir það búin að hætta eftir hvert tímabil því hún átti alveg eins von á því að einhver myndi sækjast eftir að fara í formannsslaginn á móti henni sem þó varð ekki.
Meira

Sigurður Bjarni Rafnsson nýr sláturhússtjóri

Fyrr á þessu ári var sagt frá því að Ágúst Andrésson, forstöðumaður kjötafurðasviðs Kaupfélags Skagfirðinga, hefði ákveðið að láta af störfum hjá Kaupfélagi Skagfirðinga eftir 27 ára starf fyrir félagið. Ágúst starfar til 1. desmeber næstkomandi. 
Meira

Jólamarkaðir í Lýdó

Jólamarkaðirnir verða tveir í Lýtingstaðahreppi hinum forna í Skagafirði laugardaginn 18. nóvember næstkomandi.
Meira

Fræðsludagur UMSS

Fræðsludagur UMSS 2023 verður haldinn í Ljósheimum 16. nóvember og hefst hann kl. 17:30.
Meira

Eigið fé Green Highlander ehf. var 807 milljónir í árslok 2022

Á heimasíðu Viðskiptablaðsins segir að Green Highlander ehf., sem á og rekur lúxushótelið Deplar Farm í Fljótum, hafi hagnast um 103 milljónir króna í fyrra.
Meira

Opnað fyrir umsóknir um framlög til sértækra verkefna sóknaráætlanasvæða – C1

Innviðaráðherra auglýsir eftir umsóknum um framlög sem veitt eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2022-2036 vegna verkefna sem tengjast aðgerð C.1 Sértæk verkefni sóknaráætlanasvæða.Veitt verður allt að 130 milljónum kr. fyrir árið 2024.
Meira

Jólamarkaður í Hillebrandtshúsinu á Blönduósi

Dagana 24.-26. nóvember og 8.-10. desember verður jólamarkaður í gamla bænum á Blönduósi í Hillebrandtshúsinun. Markaðurinn verður opinn á föstudag frá 16:00-20:00 og laugardag og sunnudag frá 14:00-18:00.  
Meira

Íþróttir í sólarhring

Á heimasíðu Varmahlíðarskóla segir að 10. bekkur þreytir nú íþróttamaraþon í íþróttahúsinu. Löng hefð er fyrir þessu maraþoni og taka starfsmenn og foreldrar virkan þátt. Dagskráin er mjög fjölbreytt og hafa allir nemendur skólans tekið þátt í leikjum og dansi með þeim. 10. árgangur keppti einnig á móti starfsmönnum í bandí og bauð starfsfólki upp í dans. M.a. sem þau ætla að gera í maraþoninu er að spila fótbolta, synda, hjóla á þrekhjóli, dansa, gera teygjur og margt fleira.
Meira

Svekkjandi tap á móti Stjörnunni

Meistaraflokkur karla tók á móti Stjörnunni í Síkinu fimmtudaginn 9. nóvember. Stjarnan var búin að vera á blússandi siglingu fram að þessum leik og máttu því Stólarnir eiga vona á kröftugum leik þar sem fréttir bárust að Pétur Rúnar yrði með í leiknum.
Meira