Skagafjörður

Helgi Margeirs nýr þjálfari meistaraflokks kvenna!

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við Helga Frey Margeirsson um að taka að sér þjálfun meistaraflokks kvenna. Í tilkynningu frá körfuknattleiksdeild Tindastóls segir að Helgi muni einnig stýra Körfuboltaakademíu FNV sem og að vinna við að sinna Evrópukeppnisverkefni meistaraflokks karla.
Meira

Skráning á Unglingalandsmótið á Króknum komin á fullt

„Nú er heldur betur farið að styttast í Unglingalandsmót UMFÍ á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina. Við erum búin að opna fyrir skráningu á mótið og geta allir sem vilja skoða hvað er í boði,“ segir í frétt á heimasíðu UMFÍ. Mótið á Króknum verður sannkölluð veisla því boðið verður upp á 27 íþróttagreinar fyrir 11-18 ára þátttakendur og geta allir skráð sig í eins margar greinar og hver og einn vill. Mótið hefst fimmtudaginn 3. ágúst og lýkur sunnudaginn 6. ágúst.
Meira

Styrktarbingó Kormáks/Hvatar á fimmtudaginn

Meistaraflokkur Kormáks/Hvatar heldur styrktarbingó í félagsheimilinu á Blönduósi fimmtudaginn 13. júlí kl: 21:00 og er opið hús til 01:00. Aðgangseyrir er 1500 kr, innifalið í því er eitt spjald og happadrættismiði sem dregið verður út úr. Auka spjöld kosta 500 kr.
Meira

Aðgerðum í leikskólamálum í Skagafirði haldið áfram

Á síðastliðnu ári lagði fræðslunefnd Skagafjarðar það til að ráðist yrði í aðgerðir í leikskólamálum til að laða að starfsfólk, efla jákvæða vinnustaðamenningu og bæta starfsumhverfi leikskólanna. Aðgerðirnar þóttust takast vel og hefur fræðslunefndin nú lagt til þær verði framlengdar um eitt ár.
Meira

Félagsleikar Fljótamanna um næstu helgi

Félagsleikar Fljótamanna verða haldnir þriðja sinni dagana 14. til 16. júlí 2023. Um er að ræða samveruhátíð íbúa og hollvina Fljóta, sannkölluð hæglætishátíð. Hátíðin fer fram í félagsheimilinu á Ketilsási og víða í Fljótum.
Meira

Auglýst eftir þátttakendum í verkefnið Loftslagsvænn landbúnaður

Hluti af aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum er verkefnið Loftslagsvænn landbúnaður. Markmiðið er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og auka kolefnisbindingu.
Meira

Naumt tap gegn FH í jöfnum leik

Lið Tindastóls skellti sér í Hafnarfjörðinn í dag þar sem FH-stúlkur biðu þeirra í Kaplakrika. Meiðsli og veikindi hrjáðu gestaliðið sem engu að síður barðist af hörku og hefði mögulega geta nælt í stig. Tap reyndist hinsvegar útkoman þegar upp var staðið en FH gerði eina mark leiksins í uppbótartíma fyrri hálfleiks.
Meira

Tindastóll í Evrópukeppni

Í tilkynningu sem körfuknattleiksdeild Tindastóls sendi frá sér í dag kemur fram að karlalið félagsins muni taka þátt í Evrópukeppni á komandi tímabili. Liðið hefur verið skráð til keppni í FIBA Europe Cup þar sem eigast við lið hvaðanæva að úr Evrópu.
Meira

Prjónaðar jólakúlur og pínulitlar lopapeysur fyrir lyklakippur

Rikke Busk býr á Reykjum 2 í Lýtingsstaðahreppi með manninum sínum, Friðriki Smára Stefánssyni, og eiga þau þrjú börn og eitt barnabarn.
Meira

Nokkrar smellnar myndir frá rostungsheimsókn hinni þriðju

Það þarf ekkert að tvínóna við að fullyrða að athyglisverðasti gesturinn í Skagafirði síðustu vikuna hafi verið rostungurinn sem prílað hefur upp á flotbryggju og grjótgarð í smábátahöfninni á Sauðárkróki. Ekki er annað að sjá en að hann hafi notið athyglinnar enda áhorfendur haldið sig í fjarlægð. Feykir fékk góðfúslegt leyfi hjá Róbert Daníel Jónssyni ljósmyndara til að birta nokkrar magnaðar myndir af dýrinu.
Meira