Skagafjörður

Skráning á Unglingalandsmótið á Sauðárkróki fer vel af stað

Skráning á Unglingalandsmót UMFÍ sem fram fer á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina er hafin og fer vel af stað að sögn skipuleggjenda.
Meira

Pétur flaggar líkt og fyrir 40 árum

Feykir sagði í vikunni frá því að Skagfirðingabúð á stórafmæli á morgun. Í tilefni af 40 ára afmælinu verður flaggað við Skagfirðingabúð og þótti við hæfi að fá vanan mann til verksins, nefnilega Pétur Pétursson frá Álftagerði sem dró einmitt fána að húni í tilefni af opnun Skagfirðingabúðar fyrir 40 árum.
Meira

Gítarspil og sögur í boði Bjössa Thor

Eitt helsta gítarséní landsins, Bjössi Thor einsog hann er venjulega kallaður, heldur tónleika á Hólum í Hjaltadal íkvöld, 13 júlí, og hefjast þeir kl 20.00. Í kynningu á viðburðinum segir að Bjössi muni fara yfir gítarsöguna og spila mörg af sínum uppáhalds lögum.
Meira

Byggðarráð leggur til að auka skrifstofurými í Skagafirði

Á fundi byggðarráðs Skagafjarðar, 12. júlí sl., lagði meirihluti byggðarráðs það til að sveitarstjóra verði falið að gera tillögu að stofnun fasteigna- og rekstrarfélags með aðkomu fleiri aðila, sem myndi hafa það að markmiði að auka skrifstofurými í Skagafirði.
Meira

Dalakaffi er falin perla

Unadalur í austanverðum Skagafirði er ekki beinlínis í alfaraleið og alla jafna ekki margir sem hafa lagt leið sína þangað inn. Allt er þó breytingum háð og nú er komið visst aðdráttarafl í þennan fallega dal því fyrir rúmu ári opnaði Dalasetrið í fallegu umhverfi á Helgustöðum í Unadal fyrir gestum. Fyrir um mánuði var bætt um betur en eftir tveggja ára undirbúning var kaffihús opnað á staðnum og kallast Dalakaffi.
Meira

Kotið í Hegranesi til sýnis á laugardaginn

Í tilefni af 20 ára afmæli fornleifadeildar Byggðasafns Skagfirðinga eru allir boðnir velkomnir í Kotið í Hegranesi laugardaginn 15. júlí. Þar verður deildarstjóri fornleifadeildar Byggðasafnsins, Ásta Hermannsdóttir, ásamt teymi bandarískra fornleifafræðinga, og munu þau fræða gesti og gangandi um uppgröftinn.
Meira

Rafmagnslaust víða frá hesthúsahverfi við Hofsós að Fljótum 13. júlí

Vegna viðhalds á dreifikerfi RARIK verður rafmagnslaust frá Gilslaug að Sólgörðum og út að Molastöðum í Fljótum fimmtudaginn 13. júlí frá kl 13:00-16:00.
Meira

Unnið að dýpkun Sauðárkrókshafnar

Nú er unnið að dýpkun og landfyllingu við Sauðárkrókshöfn. Dagur Þór Baldvinsson, hafnarstjóri Skagafjarðarhafna, segir verkið skiptast í eftirfarandi verkhluta; gerð fyrirstöðugarðs innan hafnar og viðhaldsdýpkun innan hafnar.
Meira

40 ára afmæli Skagfirðingabúðar fagnað með grillveislu og afsláttum

Í sumar eru liðin 40 ár frá því að Skagfirðingabúð fór að selja Skagfirðingum vörur en búðin opnaði þann 19. júlí árið 1983. Í tilefni af því verður blásið til grillveislu fyrir utan búðina laugardaginn 15. júlí frá kl. 13-15. Einnig verður hægt að gera kostakaup í búðinni á föstudag og laugardag því það verður 40% afsláttur af fatnaði, skóm, gjafavöru, leikföngum, búsáhöldum, garni, bókum, ritföngum og 10% afsláttur af raftækjum og matvöru.
Meira

Minningarmót Evu Hrundar fór fram í blíðskaparveðri

Opið kvennamót í golfi fór fram í blíðskaparveðri á golfvellinum í Vatnahverfi við Blönduós síðastliðinn sunnudag en mótið var haldið til minningar um Evu Hrund Pétursdóttir. Í frétt á Húnahorninu segir að 28 konur hafi mætt til leiks og var keppnisfyrirkomulagið punktakeppni með forgjöf í þremur flokkum.
Meira