Skagafjörður

Leiðindarkuldi og vetrarfærð á fjallvegum

Gul viðvörun er í ennþá gildi á Ströndum og Norðurlandi vestra til klukkan 15:00 í dag, norðan og norðvestan 8-15 m/s og snjókoma eða skafrenningur og lítið skyggni með köflum, einkum á fjallvegum. Varsamt vanbúnum ökutækjum.
Meira

Ungmennaflokkur Tindastóls varð deildarmeistari í 2. deild

Ungmennaflokkur Tindastóls varð í gær deildarmeistari í 2. deild en þá gerðu kapparnir sér lítið fyrir og unnu Grindavík í framlengdum úrslitaleik í Blue höllinni í Keflavík. Lokatölur voru 94-91. Örvar Freyr Harðarson var valinn mikilvægasti leikmaður leiksins í leikslok. Það var Kelvin Lewis sem þjálfarði liðið í vetur. Feykir óskar strákunum og Scooter til hamingju með árangurinn.
Meira

Mikið tjón er bíl var ekið inn í Sauðárkróksbakarí í morgun

Um klukkan fimm í morgun var ekið á suðurvegg Sauðárkróksbakarís og inn á mitt gólf afgreiðslusalarins. Eigandi og yfirbakarinn, Snorri Stefánsson, var eini starfsmaðurinn í húsinu þegar atvikið átti sér stað en hann var staddur í öðru rými bakarísins þegar ósköpin gengu yfir.
Meira

Góður sigur á liði Uppsveita Árnessýslu

Tindastólsmenn spiluðu fyrsta leik sinn í 4. deildini þetta sumarið í dag en þá kom lið Uppsveita í heimsókn á Krókinn. Leikurinn var ágæt skemmtun og hvorugt lið gaf þumlung eftir. Stólarnir voru lengstum betra liðið og uppskáru tvö mörk, eitt í hvorum hálfleik, en gestirnir minnkuðu muninn skömmu fyrir leikslok og sáu jöfnunarmarkið í hillingum. Það kom þó ekki og Stólarnir nældu því sanngjarnt í þrjú stig. Lokatölur 2-1.
Meira

Gult ástand og vetrarfærð á morgun

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun vegna veðurs fyrir Strandir og Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi og Miðhálendi. Búist er við vetrarfærð á fjallvegum norðan- og austanlands í nótt og á morgun sunnudaginn 14. maí. Í athugasemd veðurfræðings eru vegfarendur hvattir til að kanna vel ástand vega og veðurspár áður en lagt er af stað.
Meira

Vináttan :: Áskorandinn Karl Jónsson – Brottfluttur Króksari

Ég er minntur á það rækilega þessa dagana hvað æskuvináttan er sterk og hvað hún mótaði mig mikið. Alla lífsleiðina eignast maður vini og kunningja en alltaf er það æskuvináttan sem er og verður sterkust. Hún krefst í raun einskis. Hún krefst ekki daglegs sambands lengur, það geta liðið vikur á milli samtala, en æskuvinirnir eru bara þarna og daglega hugsa ég til þeirra, hvernig þeim líði og hvort það sé ekki allt í lagi.
Meira

Má leyfa sér að dreyma?

Hversu klikkað var þetta? Valur og Tindastóll mættust í þriðja leiknum í einvígi liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í Origo-höllinni í kvöld. Stuðningsmenn og leikmenn beggja liða bjuggu til hreint stórkostlega sýningu sem fékk líka þennan dásamlega endi. Eftir nokkuð strögl í fyrri hálfleik þar sem vörn Stólanna small ekki alveg og Valsmenn stjórnuðu ferðinni þá komu Stólarnir heldur betur klárir í slaginn í síðari hálfleik. Eftir nett þristasjó frá Drungilas þá voru það gestirnir sem sem tóku leikinn yfir og unnu hreint magnaðan endurkomusigur. Lokatölur 79-90 og nú er staðan þannig að lið Tindastóls leiðir einvígið 1-2 og á möguleika á að skrifa nýjan kafla í körfuboltasöguna.
Meira

Skagfirskir Blikar hampa Íslandsmeistaratitli

Karfan.is segir frá því að Breiðablik varð um helgina Íslandsmeistari í minnibolta 11 ára drengja eftir úrslitamót í Glerárskóla á Akureyri. Það sem vakti athygli Feykis var að í liðinu voru þrír kappar sem allir eiga foreldra frá Sauðárkróki sem er auðvitað frábært. Strákarnir sem um ræðir eru Rúnar Magni, Sölvi Hrafn og Axel Kári og óskar Feykir þeim til hamingju með árangurinn.
Meira

Frábær þátttaka í Umhverfisdegi FISK Seafood

Umhverfisdagur FISK Seafood var haldinn 6. maí síðastliðinn. Um er að ræða fjölskyldudag þar sem fjölskyldureru hvattar til að sameinast í útiveru með það að markmiði að fegra nærumhverfið og í leiðinni að styðja við það frábæra íþróttastarf sem fer fram í Skagafirði. FISK hét því að greiða fyrir hvern þáttakanda 12.000 kr. sem myndu renna til þess skagfirska íþróttafélags/deildar sem þátttakandi óskaði eftir. Það mættu 754 einstaklingar fyrir 15 aðila í Skagafirði sem er rúmlega 230 fleiri en í fyrra.
Meira

Samband íslenskra sveitarfélaga skorar á BRSB að fara með málið fyrir dómstóla

BRSB hefur farið mikinn í fjölmiðlum með ásakanir í garð sveitarfélaganna að þau mismuni starfsfólki sínu á fyrstu þrem mánuðum þessa árs. Jafnframt krefjast þau leiðréttingar á launalið útrunnins kjarasamnings sem þegar er að fullu efndur af hálfu sveitafélaganna.
Meira