Skagafjörður

Krían mætti í Hólminn um miðnætti

Gunnar Rögnvaldsson á Löngumýri heyrði í kríunni í Hólminum í nótt og til varð vísa sem hann límdi síðan við mynd á Facebook af samveru Benjamíns Kristinssonar, safnvarðar á Reykjum í Hrútafirði, með einni ákveðinni af þessari tegund fugla.
Meira

Kjalvegur verði endurnýjaður og opinn stóran hluta ársins

Átta þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram þingsályktunartillögu um endurnýjun vegarins yfir Kjöl með einkaframkvæmd. Njáll Trausti Friðbertsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Með heilsársvegi yfir Kjöl er mögulegt að stytta til muna leiðina landshorna á milli og auðvelda þannig ferðir á milli Suður- og Norðurlands og opna fyrir möguleika á þróun nýrra ferðamannaleiða.
Meira

Tían, Bifhjólaklúbbur Norðuramts, sótti Skagfirðinga heim á sumardeginum fyrsta

Þó að nokkuð sé liðið frá sumardeginum fyrsta er gaman að segja frá því að Tían, Bifhjólaklúbbur Norðuramts, safnaði saman, þann daginn, virkum hjólurum á Ráðhústorgið á Akureyri og brunuðu yfir 30 mótorhjól út úr bænum og yfir í Skagafjörð og gerði stans í Varmahlíð. Alvöru sumardagur 12-17 stiga hiti og sól.
Meira

Sjónlag opnar fjarlækningastöð á Akureyri

Augnlækningastöðin Sjónlag í Reykjavík opnaði í síðustu viku fjarlækningastöð í húsakynnum Læknastofa Akureyrar á Glerártorgi. Í frétt á Akureyri.net segir að ekki sé um hefðbundna augnlæknastofu að ræða heldur verði þar að mestu fylgst með fólki með ákveðna sjúkdóma eftir tilvísun frá augnlæknum. Augu sjúklinga verða mynduð á stöðinni og lesið úr myndunum í Reykjavík. Þetta ætti að draga úr kostnaði sjúklinga og samfélagsins og spara sjúklingum hér nyrðra tíma og fyrirhöfn.
Meira

Byggðarráð Skagafjarðar hvetur KSÍ og ÍTF til að gæta að jafnræði kynjanna í fótboltanum

Byggðarráð Skagafjarðar skorar á formann og stjórn KSÍ að grípa til markvissra og tafarlausra aðgerða til að koma í veg fyrir mismunun á milli karla og kvenna sem iðka knattspyrnu og spila í deildakeppni hér á landi.
Meira

Leeds United er eins og íslenska krónan, upp og niður :: Liðið mitt Hilmar Þór Ívarsson

Skorað var á framleiðslustjóra rækjuvinnslu Dögunar á Sauðárkróki Hilmar Þór Ívarsson að svara spurningum í Liðið mitt hér í Feyki sem hann gerir með sóma. Hilmar er kvæntur Sigurlaugu Sævarsdóttur, Diddu frá Húsavík, en þar eru þau bæði fædd og uppalin. Leeds er uppáhaldslið Hilmars í Enska boltanum og hefur verið lengi.
Meira

Tindastóll og FH deildu stigunum

Lið Tindastóls og FH mættust í þriðju umferð Bestu deildar kvenna á Króknum í dag en þau unnu sér bæði sæti í Bestu deildinni síðasta haust. Lið gestanna var stigalaust eftir töp gegn Þrótti og Val en lið Tindastóls hafði eitt stig eftir jafntefli gegn Keflavík og tap gegn Blikum. Það var því mikilvægt fyrir bæði lið að næla í stigin sem í boði voru en eftir mikla baráttu og fjörugan leik þá fór svo að liðin skiptu stigunum á milli sín. Lokatölur 1-1.
Meira

Gunnar og Stefanía hafa látið af störfum eftir langan starfsferil

Á vef FISK Seafood má sjá að tveir ötulir starfsmenn gegnum tíðina hafa nú sest í helgan stein og voru báðir kvaddir með virktum. Um er að ræða Gunnar Reynisson, kokk á Arnari HU1 sem var aðeins 15 ára þegar hann byrjaði til sjós, og síðan Stefaníu Kristjánsdóttur sem á að baki langan starfsferil hjá landvinnslu FISK.
Meira

Kanarnir spara ekki hrósin

Eftir að hafa tekið lesendur Feykis í ferðalag til námshestanna Kolbrúnar og Núma í Kosicé í Slóvakíu þá dembum við okkur næst í Villta Westrið og tökum hús á Króksaranum Marín Lind Ágústsdóttur sem er háskólanemi við Arizona Western College í Yuma. Marín Lind er yngst fjögurra systkina, hin eru Rakel Rós, Viðar og Ragnar, en öll hafa þau alist upp í rústrauða litnum og spilað körfubolta með liðum Tindastóls. Foreldrar Marínar eru Guðbjörg heitin Ragnarsdóttir og Ágúst Andrésson forstöðumaður Kjötafurðastöðvar KS.
Meira

Þessa dagana hugsa ég bara um tvennt. Körfubolta og riðu :: Áskorandinn Þórður Pálsson frá Sauðanesi

Hugur minn er hjá bændum í Miðfirði sem hafa fengið hinn skelfilega sjúkdóm riðu í sínar fjárhjarðir. Starfs míns vegna kem ég að þessum málum með beinum hætti og síðan ég byrjaði sem búfjáreftirlitsmaður hjá Matvælastofnun árið 2016 hef ég komið að 13 niðurskurðum.
Meira