Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við bandaríska leikmanninn Jacob Callowa
	feykir.is
		
				Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla	
		
					27.11.2023			
	
		kl. 17.16	
			
	
	
		Á Facebook-síðu Körfuknattleiksdeildar Tindastóls segir að deildin sé búin að semja við bandaríska leikmanninn Jacob Callowa. Jabob er framherji og 203 cm á hæð og kemur frá liði KB Peja í Kósovó þar sem hann var með rétt tæp 15 stig í leik í deildinni þar og í evrópukeppninni. Jacob er þó flestu Tindastólsfólki kunnugur frá tíma sínum í Val tímabilð 21-22 þar sem Valsmenn tryggðu sér titilinn í lokaseríu gegn Tindastól.
Meira
		
						
								
