Skagafjörður

Króksmótið heppnaðist ljómandi vel þrátt fyrir þokusudda

Króksmótið í knattspyrnu fór fram um helgina. Á Króksmóti spila strákar (og pínu af stelpum) í 6. og 7. flokki. Þó veðurspáin gerði ráð fyrir björtu veðri og fallegu þá gaf ískaldur og hnausþykkur þokubakki veðurfræðingum langt nef og sá til þess að keppendur og fylginautar skulfu úr kulda á laugardeginum. Þokunni létti þegar leið á sunnudagsmorgun og 600 keppendur á mótinu gátu farið að þoka sér úr yfirhöfnunum.
Meira

Íslandsmót í hrútadómum: 20 ár frá fyrstu keppni

Árlegt Íslandsmeistaramót í hrútadómum verður haldið á Sauðfjársetrinu í Sævangi á Ströndum þann 20. ágúst og hefst kl. 14. Á þessu ári eru liðin 20 ár síðan Strandamenn fundu upp þessa skringilegu keppnisgrein og verður því mikið um dýrðir.
Meira

Daníel Gunnarsson hlaut silfurverðlaun á Heimsmeistaramóti

Heimsmeistaramót íslenska hestsins er nú afstaðið og stóðu Íslendingar sig vel á mótinu, hlutu 16 gull og þrjú silfur.
Meira

Kornuppskeran líklega ónýt eftir næturfrost í Vallhólmi

Aðfaranótt miðvikudags mældist frost í Vallhólmi í Skagafirði og í frétt á mbl.is var haft eftir Bessa Vésteinssyni, bónda í Hofsstaðaseli sem hefur umsjón með kornökrunum á svæðinu, að uppskeran sé líklegast ónýt og því fylgi mikið fjárhagslegt tjón.
Meira

Stólarnir glutruðu niður forystu í blálokin

Meistaraflokkur Tindastóls karla í knattspyrnu lagði leið sína á Selfoss í gær til að etja kappi við heimamenn þar í Árborg. Liðin eru bæði í barráttu um að komast upp úr fjórðu deildinni og leikurinn því afar mikilvægur fyrir bæði lið. Fóru leikar þannig að liðin skiptu með sér stigum, lokastaðan 2-2.
Meira

Tindastólslagið fleytti Svisslending í úrslit á Heimsmeistaramótinu

Svisslendingurinn Eyvar Albrecht reið forkeppni í slaktaumatölti á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins í morgun sem væri nú öllu jafna ekki frásögu færandi hér í Feyki, nema hvað að lagið sem hann valdi til að ríða “prógramið“ var Tindastólslagið sem Úlfur Úlfur gaf út vorið 2022.
Meira

Rannveig bætist við í hóp Tindastóls

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við Rannveigu Guðmundsdóttur um að leika með kvennaliði Tindastóls næsta vetur.
Meira

Þórarinn þjálfar á heimsmeistaramóti: „Úrslitin ráðast mikið utan vallar"

Þessa dagana stendur yfir Heimsmeistaramót íslenska hestsins í Oirschot í Hollandi. Þórarinn Eymundsson, tamningamaður, reiðkennari, hrossaræktandi og lektor við hestafræðideild Háskólans á Hólum tekur þar þátt sem aðstoðarþjálfari A-landsliðs Íslands í hestaíþróttum.
Meira

Pavel um Evrópukeppnina: ,,Það má segja að óvissan sé jákvæð"

Pavel Ermolinski, þjálfara Tindastóls, lýst þokkalega á liðin og að spila í Eistlandi þótt það sé erfitt að segja til um andstæðingana að svo stöddu.
Meira

Efnilegasti leikmaður Breiðabliks til Tindastóls

Inga Sigríður Jóhannsdóttir hefur gengið til liðs við Körfuknattleiksdeild Tindastóls og mun spila með liðinu á næsta tímabili.
Meira