Skagafjörður

Vörðum leiðina saman – Skráningu lýkur í dag

Í október býður innviðaráðuneytið, í samvinnu við landshlutasamtök sveitarfélaga, íbúum í öllum landshlutum til opins samráðs á fjarfundum í október undir yfirskriftinni Vörðum leiðina saman. Fundur fyrir íbúa Norðurlands vestra verður haldinn á morgun, fimmtudaginn 20. október kl. 15-17.
Meira

Nýr umferðarvefur – umferdin.is

Umferdin.is, nýr umferðarvefur Vegagerðarinnar verður tekinn í notkun og kynntur á morgunfundi Vegagerðarinnar í fyrramálið, fimmtudaginn 20. október, milli klukkan 9 og 10:15. Fundurinn verður haldinn í húsnæði Vegagerðarinnar, Suðurhrauni 3 í Garðabæ og opið er meðan húsrúm leyfir, segir í tilkynningu frá Vegagerðinni sem ætlar að hafa heitt á könnunni og kleinur með kaffinu.
Meira

Hugarfóstur Audda Blö tilnefnt til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna

Fyrir einhverjum árum kviknaði hugmynd í kolli Auðuns Blöndal sem á endanum varð að grín/hasarmyndinni Leynilöggu en myndin var frumsýnd í fyrra við góðar undirtektir íslenskra bíógesta. Það sem kannski kom á óvart var að myndin hitti í mark utan landsteinanna og í dag varð vegur Leynilöggu enn tilkomumeiri því kvikmyndin var tilnefnd til Evrósku kvikmyndaverðlaunanna í flokki gamanmynda.
Meira

Háklassa vitleysa með útþvældum frösum og bröndurum :: Viðtal við höfunda Villimanna og villtra meyja

Um helgina fer fram gleðigjörningur mikill í Höfðaborg á Hofsósi þegar hugverk þeirra Jóhönnu Sveinbjargar Traustadóttur og Margrétar Berglindar Einarsdóttur, Þytur í laufi: Villimenn og villtar meyjar, verður frumsýnt. Feykir forvitnaðist um þær stöllur og leikverkið sem klárlega á eftir að kitla hláturtaugar sýningargesta.
Meira

Félagafrelsi á vinnumarkaði

Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram frumvarp til laga um félagafrelsi á vinnumarkaði. Óli Björn Kárason, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, mælti fyrir frumvarpinu á Alþingi í gær. Meginmarkmið frumvarpsins eru að tryggja rétt launamanna til að velja sér stéttarfélag, leggja bann við forgagnsréttarákvæðum í kjarasamningum, vernda rétt launamanna til að standa utan verkfalla stéttarfélaga sem þeir tilheyra ekki og afnema greiðsluskyldu ófélagsbundinna launamanna þar sem þess er krafist í lögum eða kjarasamningum.
Meira

Þrjátíu ár frá stofnun Félags eldri borgara í Skagafirði

Það var þétt setinn bekkurinn í Ljósheimum þegar Félag eldri borgara í Skagafirði fagnaði þrjátíu ára afmæli sínu sl. mánudag. Yfir hundrað manns nutu veislumatar og skemmtunar og var formaðurinn, Stefán Steingrímsson, afar ánægður með daginn.
Meira

Byggðastofnun leitar að nýjum forstöðumanni fyrirtækjasviðs

Byggðastofnun leitar að öflugum og traustum einstaklingi til starfa sem forstöðumaður fyrirtækjasviðs. Starfsstöð er í nýjum og glæsilegum höfuðstöðvum stofnunarinnar á Sauðárkróki. Viðkomandi þarf að hafa brennandi áhuga á byggðamálum og metnað til þess að jafna tækifæri landsmanna allra til atvinnu og búsetu. Forstöðumaður fyrirtækjasviðs er jafnframt staðgengill forstjóra og varaformaður lánanefndar.
Meira

Úrslit Bikarleikja hjá yngri flokkum Tindastóls um helgina

Á laugardaginn, 15. október, áttu að fara fram tveir bikar leikir í Síkinu hjá yngri flokkum Tindastóls, 10.fl. drengja (Tindastóll - Snæfell) og 12.fl. karla (Tindastóll Grindavík).
Meira

Rjúpnaveiðimenn hvattir til að sýna hófsemi

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur staðfest tillögur Umhverfisstofnunar að fyrirkomulagi rjúpnaveiða ársins 2022 þar sem veiðitímabil stendur yfir í 24 daga, frá 1. nóvember - 4. desember í ár. Heimilt verður að veiða rjúpu frá föstudegi til þriðjudags, frá kl. 12 þá daga sem veiði er heimil og skal veiði eingöngu standa yfir á meðan að birtu nýtur.
Meira

Stólarnir áfram í VÍS bikarnum eftir barningsleik gegn Haukum

Tindastóll og Haukar mættust í VÍS bikarnum í Síkinu í kvöld og úr varð spennandi leikur, í það minnsta svona framan af leik. Stólarnir náðu góðum kafla um miðjan þriðja leikhluta og bjuggu sér þá til forskot sem gestunum tókst ekki að vinna niður. Leikurinn var ekki áferðarfallegur, varnir beggja liða voru ágætar en það væri synd að segja að sóknarleikurinn hafi flætt vel. Lokatölur urðu 88-71 fyrir Stólana sem eru þar með komnir í 16 liða úrslit bikarsins þar sem þeir heimsækja Njarðvíkinga.
Meira