Skagafjörður

Stólarnir sýndu flotta takta gegn Hetti

Tindastóll og Höttur frá Egilsstöðum mættust í Síkinu sl. mánudagskvöld. Það var til mikils að vinna fyrir gestina sem hefðu getað komist upp að hlið Stólanna í Subway-deildinni með sigri og verið með betri stöðu í innbyrðisviðureignum liðanna ef úrslitin hefðu fallið með þeim. Svo fór ekki því Stólarnir sýndu sparihliðarnar með Arnar ómótstæðilegan í gamla góða hamnum og ólíkt leiknum gegn Stjörnunni á dögunum þá héldu heimamenn dampnum allt til enda, bættu jafnt og þétt í og enduðu á að vinna öruggan sigur. Lokatölur 109-88.
Meira

Nóg að gera hjá yngri flokkum Tindastóls í körfubolta

Það eru búnar að vera miklar körfuboltaveislur síðustu tvær helgar hjá yngri flokkum Tindastóls þrátt fyrir gular og appelsínugular viðvaranir á öllu landinu. Frá 4. febrúar er búið að spila 21 leik og af þeim voru aðeins þrír spilaðir í Síkinu sem þýðir að okkar fólk hefur þurft að ferðast um allt land til að spila sína leiki.
Meira

Kynning á trérennismíði hjá Félagi eldri borgara í Skagafirði

Félag eldri borgara í Skagafirði fékk góða heimsókn um sl. helgi, en þá komu tveir félagar frá Félagi trérennismiða á Íslandi, þeir Örn Ragnarsson, sem er formaður félagsins, og Ebenezer Bárðarson. Kynntu þeir trérennsli og brýningu rennijárna.
Meira

ÖRUGG verkfræðistofa opnar starfsstöð á Blönduósi

ÖRUGG verkfræðistofa hefur nú opnað útibú á Blönduósi til að sinna auknum verkefnum á Norðurlandi. Starfsmaður skrifstofunnar á Blönduósi er Elvar Ingi Jóhannesson og er hann að jafnaði með viðveru þar alla virka daga. ÖRUGG verkfræðistofa var stofnuð í ársbyrjun 2020 og hefur á skömmum tíma orðið leiðandi á landinu á sínum sérsviðum. Hjá stofunni starfa nú um 15 manns við bruna- og öryggishönnun, BIM stjórnun, vindgreiningar og umhverfis- og vinnuvernd.
Meira

Hefur gert mörg prakkarastrik | Ég og gæludýrið mitt

Á Hólmagrundinni á Króknum býr Jóna Katrín Eyjólfsdóttir ásamt kærastanum sínum, Fannari Kára Birgissyni, og eiga þau saman  Valdísi Björgu og hundinn Mjölni. Mjölnir er skemmtileg blanda með ríkjandi Terriergen en þeir voru upphaflega ræktaðir til að veiða meindýr. Flestir voru notaðir til veiða á rottum, músum og öðrum nagdýrum en aðrir í að veiða refi, kanínur, minka og önnur stærri dýr.
Meira

Verkfall Eflingar gæti haft áhrif á olíusölu í Staðarskála

Verkafólk Eflingar, sem starfar hjá Samskipum, Berjaya Hotels, Skeljungi, Edition og Olíudreifingu, hófu ótímabundið verkfall klukkan 12 á hádegi og munu því ekki hefja störf á ný fyrr en félagið aflýsir því. Ljóst er að þessar aðgerðir munu hafa mikil áhrif á höfuðborgarsvæðinu og sérstaklega þegar eldneytisskortur fer að gera vart við sig á bensínstöðvum.
Meira

Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra fær styrk frá Rannís

„Þær gleðifregnir bárust í gær að Rannsóknasetrið hlaut styrk úr Innviðasjóði fyrir langvarandi verkefni okkar um gerð gagnagrunns sáttanefndabóka,“ skrifar Vilhelm Vilhelmsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra, á Facebook. Hann segir að með styrknum hafi verkefnið verið að fullu fjármagnað og hægt að ljúka því á tilsettum tíma, á fyrri hluta ársins 2024.
Meira

Nýrnaígræðsla Sigrúnar Margrétar gekk vel

Sigrún Margrét Einarsdóttir er tveggja ára stúlka í Skagafirði sem fór nýverið til Svíþjóðar í líffæraskipti þar sem hún fékk nýra frá föður sínum Einari Ara Einarssyni. Aðgerðin fór fram í upphafi mánaðarins og gekk vel og segir á styrktarsíðu Sigrúnar að þeim feðginum heilsist vel.
Meira

Pelliscol valið vinsælasta Gulleggsteymið 2023

Stærsta og elsta frumkvöðlakeppni Íslands, Gulleggið, var haldin á dögunum í hátíðarsal Grósku þar sem Topp 10 hugmyndirnar kepptu um Gulleggið 2023. Spennuþrungið andrúmsloftið leyndi sér ekki þegar úrslit voru kunngerð. Tilkynnt var um þrjú efstu sætin og vinsælasta atriðið að mati almennings. Pelliscol valið vinsælasta Gulleggsteymið 2023.
Meira

Stefanía Hermannsdóttir hlaut Minningarbikar um Stefán Guðmundsson og Hrafnhildi Stefánsdóttur

Hin unga frjálsíþróttakona Stefanía Hermannsdóttir á Sauðárkróki fékk á dögunum afhentan minningarbikar um Stefán Guðmundsson fv. stjórnarformann KS og konu hans Hrafnhildi Stefánsdóttur. Um farandbikar er að ræða sem oftast hefur verið veittur samhliða athöfn Menningarsjóðs KS.
Meira