Skagafjörður

Snjórinn er sumum gleðigjafi

„Það er alltaf gleði og gaman hjá ungu kynslóðinni þegar fyrsti snjórinn kemur, þó að þeir fullorðnu séu ekki alveg eins glaðir,“ segir í frétt á heimasíðu Varmahlíðarskóla sem birtist sl. mánudag eða í kjölfar sunnudagsskellsins. Það var því ákveðið að nýta snjógleðina með nemendum í 3. og 4. bekk og farið út í snjóhúsagerð.
Meira

Sigur hjá 10 fl. drengja á móti Þór

Í gær, þriðjudaginn 11. okt, fór fram nágrannaslagur Tindastóls og Þórs frá Akureyri í 10. flokki drengja í Síkinu. Fyrirfram var búist við hörkuleik, en viðureign liðanna fyrr í haust í Eyjafirðinum var jöfn og spennandi og endaði með naumum sigri Skagfirðinga.
Meira

Efling félagslega hluta fiskveiðistjórnarkerfisins

Strandveiðifélag Íslands styður fyllilega við tillögu til þingsályktunar um sem lögð var fram af Bjarna Jónssyni (flm), ásamt meðflutningsmönnunum Steinunni Þóru Árnadóttur, Jódísi Skúladóttur, Orra Páli Jóhannssyni og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur, þann 15. sept. sl.
Meira

Forseti kosinn til forystu :: Leiðari Feykis

Samkvæmt dagskrá lýkur 45. þingi ASÍ í dag eftir kosningar um forseta. Eins og allir vita sem eitthvað fylgjast með fréttum hefur gustað um verkalýðshreyfinguna síðustu misseri og sagði Drífa Snædal af sér embætti forseta sambandsins í ágúst sl. enda átök innan þess verið óbærileg að hennar mati og dregið úr vinnugleði og baráttuanda.
Meira

Vel heppnað byggðasöguþing á Hólum

Föstudaginn 30. september s.l. buðu Sögufélag Skagfirðinga og ferðamálafræðideild Háskólans á Hólum til málþings í tilefni af því að lokið er ritun Byggðasögu Skagafjarðar. Boðið var upp á fjölda erinda sem fjölluðu um ritun byggðasögu frá ýmsum hliðum. Fjallað var meðal annars um mikilvægi þess fyrir samfélög að hafa ritaða sögu sína og hvernig Byggðasaga Skagafjarðar hefur aukið þekkingu ábúenda á næruhverfi sínu.
Meira

Íslenskur landbúnaður í Höllinni um helgina

Sýningin Íslenskur landbúnaður 2022 verður haldin í Laugardalshöllinni 14. til 16. október næstkomandi. Sýningin er beint framhald af samnefndri sýningu sem haldin var haustið 2018 en sú sýning var einstaklega vel sótt og engin ástæða til annars en að ætla að svo verði á ný að sögn Ólafs M. Jóhannessonar, framkvæmdastjóra Íslensks landbúnaðar 2022.
Meira

Yngri flokkar Tindastóls sigursælir um helgina

Það voru margir leikir spilaðir um helgina hjá barna og unglingastarfi Körfuknattleiksdeildar Tindastóls. Tveir hópar MB10, stelpu og stráka, fóru á fjölliðamót, sameiginlegt lið Tindastóls/Kormáks í 9 fl. kvenna spilaði við Keflavík, 11. flokkur karla spilaði við Njarðvík og Ungmennaflokkur karla spilaði við Hraunamenn/Laugdæli og fóru allir leikirnir fram á laugardaginn.
Meira

Réttindagæsla barna

Embætti umboðsmanns barna hefur nú hafið tilraunaverkefni til tveggja ára, um réttindagæslu barna, en um er að ræða aðgerð sem kveðið er á um í aðgerðaáætlun stjórnvalda um innleiðingu Barnasáttmálans.
Meira

Lið Snæfells lék Stólastúlkur grátt í Síkinu

Stólastúlkur fengu lið Snæfells frá Stykkishólmi í heimsókn í Síkið í kvöld í 1. deild kvenna í körfunni. Leikinn átti að spila í gær en honum var frestað um sólarhring sökum veðurs. Ekki virtist ferðalagið hafa farið illa í gestina sem tóku völdin snemma leiks og unnu öruggan sigur. Lið Snæfells var yfir í hálfleik, 19-32, og náðu síðan góðum endaspretti eftir að Stólastúlkur náðu að minnka muninn í átta stig þegar sjö mínútur voru eftir. Lokatölur 51-75.
Meira

Meintur Skagfirðingur vann skemmdarverk á sendibúnaði FM Trölla

Undanfarnar vikur og mánuði hafa útsendingar FM Trölla í Skagafirði legið niðri vegna bilunar og segir á heimasíðu Trölla að í fyrstu hafi verið talið að ástæðan væri breytingar á netsambandi í húsnæðinu sem hýsir sendibúnað FM Trölla í Skagafirði. Voru menn búnir að skoða ýmislegt, spá og spekúlera en allt kom fyrir ekki.
Meira