Skagafjörður

Norðan hvassviðri og rigning eða slydda á morgun

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun vegna veðurs sem tekur til Vestfjarða, Stranda og alls Norðurlands en búist er við hvassri norðanátt með ofankomu á morgun sem stendur í sólarhring. „Norðan og norðaustan 13-20 m/s með rigningu eða slyddu nærri sjávarmáli, en snjókomu á heiðum. Erfið akstursskilyrði vegna takmarkaðs skyggnis og snjóþekju, sérílagi á fjallvegum. Fólki er bent á að kanna aðstæður á vegum áður en lagt er af stað og fylgjast með veðri og veðurspám,“ segir á heimasíðu stofunnar.
Meira

Malbikað við Sauðárkrókskirkjugarð

Það er stundum talað um að óvíða í kirkjugörðum sé útsýnið magnaðra en í kirkjugarðinum á Nöfum á Sauðárkróki. Kirkjugarðar þurfa hinsvegar mikla umhirðu og fólk gerir kröfur um að aðgengi sé gott og garðarnir snyrtilegir. Nú í haust var ráðist í að malbika nýlega götu og plan vestan kirkjugarðsins, setja upp lýsingu og frárennsli og er þetta mikil bragarbót þar sem gatan nýja var með eindæmum hæðótt og leiðinleg yfirferðar.
Meira

Þægilegur sigur Stólanna gegn Breiðhyltingum

Fyrsti heimaleikur Tindastóls í Subway-deildinni fór fram í gærkvöldi og óhætt að fullyrða að Króksarar hafi beðið spenntir eftir körfunni því um 600 manns skelltu sér í Síkið og sáu sína menn landa ansi öruggum tveimur stigum gegn kanalausum ÍR-ingum. Eftir jafnar upphafsmínútur náðu Stólarnir frábærum 19-2 kafla seinni part fyrsta leikhluta og það bil náðu gestirnir aldrei að vinna almennilega á. Lokatölur eftir þægilegan fjórða leikhluta voru 85-70 fyrir Stólana.
Meira

Viltu vinna miða á heiðurstónleika Helenu Eyjólfs?

Tónleikar til heiðurs einnar ástsælustu söngkonu þjóðarinnar, Helenu Eyjólfsdóttur, verða haldnir föstudaginn 21. október í Hofi á Akureyri og laugardaginn 29. október í Salnum Kópavogi. Heppnir lesendur Feykis geta unnið miða.
Meira

Þytur í laufi - Villimenn og villtar meyjar :: Frumsamið hugverk Jóhönnu og Margrétar á Hofsósi

Alheimsfrumsýning á Þytur í laufi: Villimenn og villtar meyjar fer fram 22. október í Höfðaborg á Hofsósi. Hér er á ferðinni frumsamið hugverk eftir þær Jóhönnu Sveinbjörgu Traustadóttur og Margréti Berglindi Einarsdóttur á Hofsósi.
Meira

Skilaboðaskjóðan frumsýnd í gær – Flott sýning sem höfðar til allra

Leikfélag Sauðárkróks frumsýndi Skilaboðaskjóðuna í Menningarhúsinu Miðgarði í gærkvöldi en eins og áður hefur komið fram í fréttum er það í fyrsta skipti sem leikfélagið frumsýnir verk sitt þar. Á sviðinu mátti sjá blöndu af reyndum og óreyndum leikurum sem töfruðu fram skemmtilega frásögn þessa skemmtilega leikrits Þorvaldar Þorsteinssonar.
Meira

Píratar vilja lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, mælti í gær fyrir þingsályktunartillögu um að Alþingi lýsi formlega yfir neyðarástandi í loftslagsmálum og feli ríkisstjórninni að haga áætlanagerð sinni og aðgerðum í samræmi við það.
Meira

Brautskráning frá Háskólanum á Hólum

Síðastliðinn föstudag var brautskráningarathöfn við Háskólann á Hólum og var hún haldin í húsakynnum Sögusetursíslenska hestsins. Ellefu nemendur brautskráðust að þessu sinni; fimm frá Ferðamáladeild, sömuleiðis fimm frá Fiskeldis og fiskalíffræðideild og loks brautskráðist einn nemandi frá Hestafræðideild.
Meira

Sigurður Bjarni formaður nýrrar stjórnar Náttúrustofu Norðurlands vestra

Ný stjórn Náttúrustofu Norðurlands vestra, sem skipuð var í kjölfar veitarstjórnarkosninganna í vor, hélt sinn fyrsta fund í byrjun október. Stjórnin er skipuð fulltrúum þeirra sveitarfélaga á Norðurlandi vestra sem aðild eiga að Náttúrustofunni en það eru Skagafjörður, Sveitarfélagið Skagaströnd og Húnaþing Vestra.
Meira

Skemmtileg norðlensk tenging fylgdi góðri gjöf í Portúgal

Íslenska kvennalandsliðið spilaði við lið Portúgals í Pacos de Fer­reira í Portúgal í gær í umspilsleik þar sem sæti á HM kvenna næsta sumar var í húfi. Eftir smá dómaraskandal náðu heimastúlkurnar yfirhöndinni í leiknum og sigruðu 4-1 eftir framlengdan leik. Feykir ákvað að senda ekki blaðamann á leikinn en það gerði Vísir. Í frétt í morgun var sagt frá því að einn stuðningsmanna íslenska liðsins, Elísabet Ólafsdóttir, leikmaður á eldra ári í 5. flokki KR, hafi fengið góða gjöf í flugstöðinni eftir leik og flaug heim með stjörnur í augum.
Meira