Skagafjörður

Það er ekkert alltaf gaman á Akureyri

Það er alltaf sama vesenið með þessa Akureyringa. Ekki nóg með að þeir séu farnir að rukka fólk fyrir að leggja í bílastæði við verslanir í bænum heldur fóru þeir hálf illa með knattspyrnuiðkendur af Króknum um helgina – sem er svo sem kannski ekkert nýtt reyndar. Stólastúlkur lutu í gras á föstudaginn gegn Þór/KA í Kjarnafæðimótinu, 5-0, og í gær fengu strákarnir jafnvell verri útreið gegn KA, 8-0, í sama móti.
Meira

Bílvelta í Víðidal og lögreglan varar við hálku

Í tilkynningu á Facebook-síðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra segir að í morgun varð bílvelta á Norðurlandsvegi, við Lækjamót í Víðdal. Tveir voru í bifreiðinni og vitað er að annar aðilanna er alvarlega slasaður. Tveir sjúkrabílar og tækjabíll komu á vettvang ásamt lögreglu og þá var þyrla Landhelgisgæslunnar ræst út til að flytja aðilana á Landspítalann við Fossvog til frekari aðhlynningar.
Meira

Uppfærður og endursmíðaður ljósakross á Nöfum

Samkvæmt venju var kveikt á ljósakrossinum á Nöfum á Sauðárkróki í hinni árlegu friðargöngu Árskóla sem fram fór föstudaginn fyrir aðventubyrjun. Að sögn Óskars Björnssonar, skólastjóra, var þetta í 24 skiptið sem nemendur skólans örkuðu í bæinn og létu ljósker ganga sín á milli á kirkjustígnum með kveðjunni: Friður sé með þér.
Meira

Gjaldskrá sorphirðu hækkar um 25% :: Verulegar breytingar í sorpmálum á nýju ári

Samkvæmt nýjum lögum um meðhöndlun úrgangs, ber sveitarfélögum að innheimta gjöld vegna meðhöndlunar úrgangs í samræmi við kostnað. „Því er nauðsynlegt að auka tekjur vegna málaflokksins um leið og leitað verði leiða til að ná niður kostnaði vegna hans. Ein helsta leiðin til þess er að auka flokkun og draga úr urðun úrgangs,“ segir í fundargerð umhverfis- og samgöngunefndar Skagafjarðar en samþykkt var hækkun gjaldskrár um 25% sem taki gildi 1. janúar.
Meira

Sagan af Gulla gullfisk kom Einari á bragðið með litteratúr

Nú bankar Bók-haldið upp á hjá sagnameistaranum Einari Kárasyni í Barmahlíðinni í Reykjavík. Einar er fæddur árið 1955, kvæntur og faðir fjögurra dætra. Þegar Feyki ber að stafrænum garði og spyr hvað sé í deiglunni þá segist hann vera að skrifa eitthvað. Nýjasta bók hans, Opið haf, byggir á sögu Guðlaugs Friðþórssonar sem synti sex kílómetra úr sökkvandi skipi til Vestmannaeyja um miðjan vetur. Saga af bráðum lífsháska og sterkum lífsvilja, eins og segir í kynningu.
Meira

Sönn vinátta hunds og andarunga :: Ný bók sem byggir á ótrúlegri sögu frá Hvammstanga

Með vindinum liggur leiðin heim er ný bók sem kom út núna fyrir jólin og tengist á vissan hátt lífinu á Norðurlandi vestra en um er að ræða barnabók um vináttu hunds og andarunga og byggir á sannri sögu frá Hvammstanga. Þar tók fjölskylda að sér móðurlausan andarunga og kom honum á legg.
Meira

Fótboltinn byrjar á ný í dag

Feykir sagði frá því í gær að Murielle Tiernan og Hannah Cade hefðu samið við lið Tindastóls fyrir komandi tímabil. Það var því ekki úr vegi að spyrja Donna þjálfara út í næstu skref og hvort hann væri ekki ánægður með ráðahaginn. „Það er alveg stórkostlegt að Hannah og Murielle hafi skrifað undir áframhaldandi samning auk þess sem Melissa [Garcia] var með tveggja ára samning og kemur aftur,“ sagði Donni.
Meira

Framúrskarandi verkefni 2022

SSNV kallar eftir tilnefningum til framúrskarandi verkefna á Norðurlandi vestra á árinu 2022. Þetta er í fjórða sinn sem viðurkenningin verður veitt og gert er ráð fyrir að hún verði afhent á úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra í janúar 2023.
Meira

Stólarnir í stuði gegn stemningslitlu liði KR

Tindastólsmenn skelltu sér í Vesturbæinn í gær þar sem tveggja punkta KR-ingar biðu þeirra. Vanalega eru rimmur liðanna spennandi og skemmtilegar en því fór víðs fjarri í gær. Leikurinn var skemmtilegur fyrir stuðningsmenn Tindastóls en Vesturbæingar hefðu sjálfsagt flestir kosið að hafa haldið sig heima fyrir framan endursýningu á Barnaby. Reyndar munaði aðeins tíu stigum í hálfleik en Stólarnir bættu vörnina í síðari hálfleik og stungu stemningslitla KR-inga af. Lokatölur 77-104.
Meira

Frá Verslunarmannafélagi Skagafjarðar

Kjarasamningar á milli Landssambands íslenskra verslunarmanna og Samtaka atvinnulífsins voru undirritaðir 12. desember sl. Félagsfundur til kynningar fyrir félagsfólk var haldinn í gærkvöldi. Helstu breytingar eru þessar:
Meira