Norðan hvassviðri og rigning eða slydda á morgun
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
14.10.2022
kl. 11.44
Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun vegna veðurs sem tekur til Vestfjarða, Stranda og alls Norðurlands en búist er við hvassri norðanátt með ofankomu á morgun sem stendur í sólarhring. „Norðan og norðaustan 13-20 m/s með rigningu eða slyddu nærri sjávarmáli, en snjókomu á heiðum. Erfið akstursskilyrði vegna takmarkaðs skyggnis og snjóþekju, sérílagi á fjallvegum. Fólki er bent á að kanna aðstæður á vegum áður en lagt er af stað og fylgjast með veðri og veðurspám,“ segir á heimasíðu stofunnar.
Meira