Skagafjörður

Ágúst Andrésson hættir hjá Kaupfélagi Skagfirðinga

Ágúst Andrésson, forstöðumaður kjötafurðasviðs Kaupfélags Skagfirðinga, hefur ákveðið að láta af störfum hjá Kaupfélagi Skagfirðinga eftir 27 ára starf fyrir félagið. Um það er samkomulag að Ágúst starfi hjá félaginu fram yfir sláturtíð í haust og verði svo til ráðgjafar ákveðinn tíma í framhaldinu.
Meira

Kormákur Hvöt og Reynir skildu jöfn í spennandi leik

Reynir Sandgerði mætti í sólina á Blönduósi í gær og atti kappi við Kormák Hvöt í þriðju deildinni í fótbolta. Bæði lið eru að berjast um dýrmæt stig í toppbaráttunni, Reynir í öðru sætinu en norðanmenn í því fjórða. Með sigri hefði Kormákur Hvöt skotist upp fyrir sunnanmenn en allt kom fyrir ekki eins og maðurinn sagði því leikurinn endaði án marka og röðin því óbreytt.
Meira

Vel gengur með hinn nýja Þverárfjallsveg í Refasveit

„Staðan er helvíti góð. Erum að fara að malbika á morgun [á miðvikudag] niður á tenginu við hringveginn og svo förum við að vinna í efri burðarlögum og klæðningum og vonandi verðum við byrjaðir að klæða þegar líður að júlí,“ sagði Ámundi Rúnar Sveinsson, verkstjóri Skagfirskra verktaka, er Feykir forvitnaðist um stöðuna á veginum sem er í byggingu frá Hringvegi norðan Blönduóss að núverandi Þverárfjallsvegi, um 8,5 km að lengd, og nýs Skagastrandarvegar frá nýjum Þverárfjallsvegi að Skagastrandarvegi norðan Höskuldsstaða 3,3 km að lengd. Einnig verða byggðar nýjar tengingar og heimreiðar, samtals um 4,5 km að lengd.
Meira

Umgjörð um almennt ökunám orðin stafræn

Nú er umgjörð almenns ökunáms (B-réttinda) orðin stafræn sem þýðir að að allir ferlar sem ökunemar, ökukennarar og ökuskólar nýta vegna námsins eru orðnir stafrænir og pappír heyri því að mestu sögunni til. Á heimasíðu innviðaráðuneytisins segir að markmiðið með verkefninu sé að einfalda ökunámsferlið, bæta þjónustu og fækka snertiflötum milli stofnana.
Meira

Alþjóðlegir riðusérfræðingar í Varmahlíð :: Fyrstu niðurstöður riðurannsókna kynntar

Eins og margir hafa fylgst með undanfarin misseri hefur hinn válegi búfjársjúkdómur, riða, herjað á fé bænda á Norðurlandi vestra með öllum þeim kostnaði og óþægindum sem honum fylgja. Sem betur fer eru önnur úrræði sjáanleg í nánustu framtíð en niðurskurður þeirra fjárstofna sem riða greinist í, eins og lög og reglur kveða á um hér á landi því alþjóðleg rannsókn er í gangi vegna veikinnar hér á landi. Miðvikudagskvöldið 21. júní kl. 20 hefur verið boðað til upplýsingarfundar í Miðgarði í Varmahlíð þar sem allir áhugasamir eru velkomnir. Þá er boðið upp á aukafund frá kl. 17 til 18:30 með enn meiri fróðleik þar sem fundarmönnum verður gefið tækifæri til að spyrja spurningar og „ræða málin“ beint við vísindamennina.
Meira

850 grunnskólanemar heimsóttu 1238

Skagafjörður nýtur mikilla vinsælda sem áfangastaður grunnskólanema sem eru að ljúka grunnskólagöngu sinni og í lok maí fram í miðjan júní leggur mikill fjöldi 10. bekkinga leið sína um fjörðinn. Sýninguna 1238 heimsóttu í ár tæplega 850 grunnskólanemar í skólaferðalagi, en auk 10.bekkinga af landinu öllu komu nokkrir hópar yngri nemenda úr nærliggjandi skólum og svæðum.
Meira

Ólafur Sveinsson - Minning

Ólafur Sveinsson fyrrverandi yfirlæknir Sjúkrahúss Skagfirðinga á Sauðárkróki lést 10. maí s.l. á 96. aldursári. Hann var Vestfirðingur, fæddur á Góustöðum í Skutulsfirði 3. september 1927. Hann lauk læknanámi frá Háskóla Íslands og eftir sérnám í Svíþjóð flutti hann til Sauðárkróks í desember 1960 með eiginkonu sinni, Ástu Karlsdóttur og fjölskyldu, ráðinn skurðlæknir og yfirlæknir við nýbyggt sjúkrahúsið og starfaði þar í 36 ár eða þar til hann fór á eftirlaun.
Meira

Byggðasafn Skagfirðinga 75 ára - Ylfa Leifsdóttir skrifar

Af tilefni 75 ára afmælis Byggðasafns Skagfirðinga var boðið til afmælishátíðar á safnsvæðinu í Glaumbæ þann 29. maí síðastliðinn. Þrjár nýjar sýningar opnuðu á safnsvæðinu: á Áshúslofti opnaði sýningin „Byggðasafn Skagfirðinga í 75 ár“ sem mun standa út þetta ár, í Gilsstofu opnaði varanleg sýning á neðri hæðinni sem fjallar um sögu Gilsstofunnar og Briem fjölskylduna, en á efri hæðinni opnaði sýningin „Hér stóð bær“ sem mun standa næstu árin og fjallar um skráningu Byggðasafnsins á skagfirskum torfhúsum.
Meira

Siglufjarðarskarðsgöng númer tvö í forgangsröðun jarðgangaáætlunar

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, kynnti í gær tillögu að samgönguáætlun til fimmtán ára, 2024-2038. Samhliða henni er lögð fram sérstök jarðgangaáætlun með forgangsröðun jarðgangakostum.
Meira

„Ormurinn langi“ kominn með höfuð

„Skemmtilegt verkefni fyrir krakka er að fara í gang við Faxatorgið,“ segir í innslagi Ingibjargar Huld Þórðardóttur á Facebook-síðunni Skín við sólu, en við torgið er komið snákshöfuð, málað á grjót, og markar upphaf grjótorms. Hugmyndin er að snákurinn lengist við hvern stein sem bætist við.
Meira