Skagafjörður

Hátt í 15 þúsund tekið þátt í námskeiðum síðustu tvo áratugi - 30 ára afmæli Farskólans

Farskólinn -miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra fagnaði 30 ára afmæli sínu sl. föstudag en þann 9. desember 1992 var stofnfundur Farskólans haldinn. Skólanum var ætlað að annast hvers konar fræðslustarf í kjördæminu og átti starfsemi skólans að miðast við að auka starfshæfni og vellíðan, eins og segir í stofnskránni. Kraftmikil starfsemi er enn í Farskólanum og fjöldi nemenda sem sækja hvers kyns námskeið sem í boði eru. Bryndís Kristín Þráinsdóttir hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra Farskólans síðan 2003 og sendi Feykir henni spurningar í tilefni tímamótanna og byrjaði á því að forvitnast um starfsemi Farskólans, tilurð og tilgang.
Meira

Þúfur hrossaræktarbú ársins 2022 :: Uppskeruhátíð Hrossaræktarsambands Skagfirðinga

Hrossaræktarsamband Skagfirðinga (HSS) hélt uppskeruhátíð fyrir árið 2022 þann 13. desember sl. í Tjarnarbæ. Við það tækifæri voru heiðruð þau hross sem efst stóðu sem einstaklingar í hverjum aldursflokki á kynbótasýningum ársins auk kynbótaknapa ársins, hrossaræktarbú ársins og hross sem hlotið höfðu afkvæmaverðlaun á árinu.
Meira

Elskar að velta sér upp úr drullu! | Ég og gæludýrið mitt

Það þekkja flestir hana Sigríði Elfu sem býr á Króknum og vinnur á leikskólanum Ársölum. Sigríður Elfa er dóttir Eyjólfs Sveinssonar vinnuvélastjóra og Ingibjargar Axelsdóttur og er elst af fjórum systkinum. Sigríður Elfa sést oft hjóla um bæinn með hund sér við hlið sem virðist hlýða henni í einu og öllu eins og góður hundur á að gera með eiganda sínum. Hann lætur það sem á vegi þeirra verður ekki laða sig út í einhverja vitleysu heldur fylgir henni hvert sem Sigríður Elfa fer. Þessi litla snót heitir Loppadís og er í daglegu tali kölluð Loppa. Loppa er íslenskur fjárhundur með dass af Border Collie og kannski einhverju smá fleiru.
Meira

Jólagleði og afmælisfögnuður smábátafélagsins Drangeyjar

Fyrsta jólagleði Drangeyjar-smábátafélags Skagafjarðar var haldið 13. desember sl. þar sem meirihluti félagsmanna og makar þeirra komu saman í Ljósheimum. Félagið er átta ára um þessar mundir og þótti við hæfi að gera sér dagamun í tilefni þess og jóla.
Meira

Ekki hringja í Neyðarlínuna til að fá upplýsingar um veður og færð

Mikið álag er á upplýsingasíma Vegagerðarinnar 1777, segir í tilkynningu frá stofnuninni, svo mikið að þegar fólk nær ekki í gegn bregður það á það ráð að hringa í Neyðarlínuna 112. Þar eru allar línur tepptar af fólki að spyrja um færð, veður og lokanir vega.
Meira

Piparkökuhúsakeppni í Varmahlíðarskóla

Í gær voru úrslit í piparkökuhúsakeppni Varmahlíðarskóla kynnt og segir á heimasíðu skólans að nú hafi nemendur haft val um tvö þemu: ævintýrahús eða útihús.
Meira

Förum áfram vel með heita vatnið

Sparnaðaraðgerðir síðustu daga í hitaveitunni hafa skilað góðum árangri á Sauðárkróki, segir í tilkynningu frá Skagafjarðarveitum. Áfram er þó ástæða til að fara varlega. Í Varmahlíð er heitavatnsstaðan tæpari og þar má engu muna segir í tilkynningunni og eru íbúar sem fá vatn þaðan beðnir að fara sérstaklega sparlega með heita vatnið.
Meira

195 hjónabönd í síðasta mánuði en 118 skilnaðir

Af þeim 561 hjúskaparstofnunar sem skráð voru til Þjóðskrá í ágústmánuði gengu 132 í hjúskap hjá sýslumanni eða 23,5%, 257 giftingar fóru fram í Þjóðkirkjunni eða 45,8% og 126 í öðru trú- eða lífsskoðunarfélagi eða 22,5%, segir á heimasíðu Þjóðskrár. Þá gengu 46 einstaklingar í hjúskap erlendis.
Meira

Af 150 frumvörpum urðu alls 26 að lögum á yfirstandandi löggjafaþingi

Þingmenn eru nú komnir í jólafrí en þingfundum 153. löggjafarþings var frestað sl. föstudag, 16. desember. Þingið var að störfum frá 13. september til 16. desember 2022 og hér að neðan má sjá tölfræðilegar upplýsingar um 153. löggjafarþing, fram að jólahléi.
Meira

Rabb-a-babb 214: Jóki

Nafn: Jóhannes Björn Þorleifsson. Búseta: 560 Varmahlíð. Hvað er í deiglunni: Andlegur undirbúningur fyrir Jólamót Molduxa 2022. Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? Þegar Bjarni heitinn meðhjálpari á Sunnuhvoli sat á fremsta bekk og reyndi að taka okkur fermingarbörnin á taugum með ýmsum geiflum og glotti.
Meira