Skagafjörður

Rannsókn lokið á skotárás á Blönduósi og málið sent til héraðssaksóknara

Rannsókn Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra á skotárás á Blönduósi þann 21. ágúst seinasta sumars er lokið og kemur fram í tilkynningu frá embættinu að rannsóknin hafi leitt í ljós að árásarmaðurinn fór inn um ólæstar dyr á heimili árásarþola á Blönduósi og gekk um vopnaður afsagaðri haglabyssu, með sjö haglaskot meðferðis.
Meira

Laufey Harpa Halldórsdóttir snýr aftur heim!

Tindastóll hefur komist að samkomulagi við Breiðablik um að fá Laufeyju Hörpu Halldórsdóttur að láni út tímabilið fyrir komandi átök í Bestu deildinni. Hana þarf vart að kynna fyrir stuðningsmönnum Tindastóls enda fædd og uppalin á Króknum. „Það eru gríðarlega stórar fréttir fyrir okkur að við erum búin að fá Laufey Hörpu Halldórsdóttur aftur heim i Tindastól frá Breiðablik. Laufey á svo sannarlega eftir að styrkja okkar lið til muna og það er mikið fagnaðarefni að fá heimastelpu aftur á Sauðárkrók,“ segir Donni þjálfari.
Meira

„Alls ekki útpæld hugmynd, pínu galin, en ég sé ekki eftir neinu“

„Ég heiti Hafrún Anna og er fædd og uppalin á Sauðárkróki. Móðir mín, Gígja, og stjúpi minn, Jón Olgeir, búa á Króknum, nánar tiltekið í Brekkutúninu sem ég ber miklar taugar til og kalla enn þann dag í dag „heima“ þrátt fyrir að hafa ekki búið þar í yfir 25 ár.“ Já, síðasti þáttur Dags í lífi brottfluttra fór með okkur frá Tene til Færeyja en nú heimsækjum við Hafrúnu Önnu sem býr í Veróna á Ítalíu með Óskari, manninum sínum sem starfar sem framkvæmdastjóri fjárfestingarsjóðs, og fjórum prinsum sem eru á aldrinum 3-12 ára.
Meira

Byggðasaga Skagafjarðar tilnefnd til Viðurkenningar Hagþenkis fyrir útgáfuárið 2022

Tilnefningar til Viðurkenningar Hagþenkis voru kynntar miðvikudaginn 8. febrúar í Borgarbókasafni Reykjavíkur í Grófinni, af formanni Hagþenkis, Gunnari Þór Bjarnasyni. Hjalti Pálsson, Byggðasöguritari á Sauðárkróki, er í hópi tíu útvalinna að þessu sinni.
Meira

Gular og appelsínugular viðvaranir fram á sunnudag

Suðvestan hvassviðri eða stormur verður seint í kvöld og suðvestan stormur eða rok víða um land á morgun með kunnuglegum veðurviðvörunum, gulum og appelsínugulum. Á Norðurlandi vestra tekur gul viðvörun gildi seint í kvöld með sunnan og suðvestan hvassviðri eða stormi sem breytist appelsínugult ástand á hádegi á morgun með roki allt upp í 28 m/s.
Meira

Óskað eftir tilnefningum fyrir landbúnaðarverðlaun matvælaráðuneytisins

Matvælaráðherra veitir landbúnaðarverðlaun árlega í tengslum við Búnaðarþing og því óskar úthlutunarnefnd á vegum matvælaráðuneytisins eftir tilnefningum um bændabýli, önnur landbúnaðarfyrirtæki eða félög sem talin eru hafa verið á einhvern hátt til fyrirmyndar í íslenskum landbúnaði á næstliðnu ári.
Meira

Skyttur í fyrri, skussar í seinni

Tindastólsmenn sóttu lið Stjörnunnar heim í Umhyggjuhöllina í Garðabæ í gær í töluvert mikilvægum leik um sæti í úrslitakeppninni í vor, enda liðin verið í svipuðu ströggli í vetur. Stólarnir voru stórfínir í fyrri hálfleik, þá sér í lagi síðustu fimm mínúturnar, og leiddu með 15 stigum en þeir mættu eiginlega aldrei til leiks í síðari hálfleik. Ertu ekki að grínast hvað liðið var dapurt? 20 stig í heilum hálfleik og Garðbæingar gengu á lagið. Lokatölur 79-68 og Stjarnan með betri innbyrðis stöðu.
Meira

Þórsstúlkur með létta þrennu í leikjunum gegn Tindastóli

Það var engin miskunn í Höllinni á Akureyri þegar Þórsstúlkur fengu stöllur sínar í liði Tindastóls í heimsókn. Oft hefur verið mjótt á mununum og hart barist þegar þessi grannalið hafa mæst en það er einfaldlega staðreynd að í vetur hefur lið Þórs verið langtum betra og það sannaðist í þriðja skiptið á tímabilinu þegar liðin áttust við sl. miðvikudagskvöld. Eftir allsherjar rassskellingu í fyrri hálfleik var staðan 57-23 og lauk leiknum 102-56.
Meira

Nýnot fyrir gamlar íslenskar lopapeysur er viðfangsefni hönnunar- og prjónasamkeppni Prjónagleðinnar 2023

Hin árlega Prjónagleði verður haldin á Blönduósi 9. – 11. júní 2023 og er að venju blásið til hönnunar- og prjónasamkeppni af því tilefni. Að þessu sinni gengur samkeppnin út að að endurvinna íslenska lopapeysu og nota hana sem grunnefniðvið í nýja nothæfa flík.
Meira

Skagstrendingar hvetja innviðaráðherra að tryggja fjármögnun endurbóta á Blönduósflugvelli

Á fundi sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagastrandar í morgun lagði oddviti hennar, Halldór Gunnar Ólafsson, fram bókun sem sveitarstjórn tók samhljóða undir, þar sem innviðaráðherra er hvattur til að tryggja fjármögnun endurbótum á Blönduósflugvelli.
Meira