Skagafjörður

Römpum upp Ísland komið í Skagafjörð

Römpum upp Ísland er komið í Skagafjörð og áætlað er að byggja átta rampa þar í þessari atrennu.
Meira

Það er þörf á markvissum aðgerðum til að auka þjónustu sérgreinalækna á landsbyggðinni

Traust búseta og fjölskylduvænt samfélag á landsbyggðinni felst í öruggu aðgengi að góðri heilbrigðisþjónustu, menntun, heilnæmu umhverfi, traustum fjarskiptum, samgöngubótum og fjölbreyttum atvinnutækifærum við allra hæfi.
Meira

Samband íslenskra sveitarfélaga hvetur BSRB til að athuga dómstólaleiðina telji það á sér brotið

Samningarfundi BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga lauk í gær án niðurstöðu. Í tilkynningu til fjölmiðla kemur fram að samninganefnd Sambandsins hafi ítrekað lagt fram ný tilboð og teygt sig mjög langt í því að mæta kröfum BSRB. Segir í tilkynningunni að sá samningur sem Sambandið hefur boðið BSRB innihaldi meðal annars 50.000 kr. til 60.000 kr. varanlega hækkun lægstu launa á mánuði frá 1. apríl 2023, og nær sú hækkun til um helmings félagsmanna.
Meira

Kaupfélag Skagfirðinga veitir kúa- og sauðfjárbændum fjárhagsstuðning

Vegna mikils vaxtakostnaðar á þessu ári sökum mikillar verðbólgu, samþykkti stjórn Kaupfélags Skagfirðinga á stjórnarfundi sínum 5. maí sl. að veita bæði kúa- og sauðfjárbændum fjárhagsstuðning.
Meira

„Feðraveldið að kljást við láglaunakonur“

Víðtækar verkfallsaðgerðir BSRB í 29 sveitarfélögum hófust sl. mánudagsmorgun eftir að samningafundi við Samband íslenskra sveitarfélaga hjá Ríkissáttasemjara lauk fyrr um nóttina án niðurstöðu. Ná aðgerðir m.a. til starfsfólks í leikskólum, sundlaugum, íþróttamannvirkjum, þjónustumiðstöðvum, bæjarskrifstofum, áhaldahúsum og höfnum í 29 sveitarfélögum og er Skagafjörður eitt þeirra.
Meira

ATH! Aðalfundur UMF Tindastóls miðvikudaginn 21. júní

Aðalstjórn Ungmennafélagsins Tindastóls boðar til aðalfundar miðvikudaginn 21. júní kl. 20:00 í Húsi frítímans. 
Meira

Áfram ríkjandi suðvestan átt, segja spámenn Veðurklúbbs Dalbæjar

Veðurklúbbur Dalbæjar hélt sinn reglulega fund í gær og spáði fyrir um júníveðrið. Í fundargerð kemur fram að þangað hafi mætt þau Haukur Haraldsson, Bergur Þór Jónsson, Hörður Kristgeirsson, Magnús Gunnlaugsson, Jón Garðarsson, Kristján Loftur Jónsson og Þóra Jóna Finnsdóttir.
Meira

Tindastóll tekur á móti Þrótti Reykjavík í kvöld

Tindastóll tekur á móti Þrótti Reykjavík í áttundu umferð Bestu deildar kvenna í kvöld klukkan 19:15. Búist er við hörkuleik enda skilja aðeins tvö stig liðin að í töflunni. Þróttur situr í fjórða sætinu með tíu stig og Tindastóll er í því sjötta með átta stig. 
Meira

Textílverk Philippe Recart á sumarsýningu Heimilisiðnaðarsafnsins

Yfirlitssýning á textílverkum Philippe Recart opnar á morgun 7. júní kl. 16:30 í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi og stendur út ágústmánuð. Sumaropnun safnsins hófst þann 1. júní og er opið alla daga frá kl. 10 til 17:00. Á Facebook-síðu Heimilisiðnaðarsafnsins segir að Philippe hafi verið einstakur handverks- og listamaður sem lagði áherslu á að viðhalda gömlum íslenskum handverkshefðum sem og að nota íslenskt hráefni og efnivið eins og kostur var.
Meira

Virði en ekki byrði

Það kom ánægjulega á óvart sú niðurstaða KPMG í verkefninu, Það er gott að eldast, að eldra fólk, það er að segja 67+, skilaðu 12 milljörðum meira til sveitarfélaganna í formi útsvars og fasteignagjalda, heldur en það sem sveitarfélögin lögðu til þjónustu við þennan aldurshóp. Þetta verkefni, Það er gott að eldast, er unnið á vegum þriggja ráðuneyta, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Landssambandi eldri borgara. Það hefur einhvern veginn verið álitið að umræddur hópur væri byrði á samfélaginu en það er nú eitthvað annað.
Meira