Skagafjörður

Spænskur leikstjórnandi í kvennalið Tindastóls

Tindastóll hefur gengið frá samningi við spænska leikstjórnandann, Alejandra Quirante, fyrir komandi tímabil í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik. Í tilkynningu frá körfuknattleiksdeild Tindastóls segir að Alejandra komi til liðsins með reynslu úr efstu deild á Spáni og er ætlað að leiða liðið á vellinum.
Meira

Forseti Íslands heimsækir Hóla

Hólahátíðin verður helgina 16.-17. ágúst. Að þessu sinni verður Hólahátíð barnanna laugardaginn 16. ágúst og mun skátafélagið Eilífsbúar sjá um dagskrá fyrir börn og fjölskyldur í fögru umhverfi Hólastaðar. Farið verður í leiki og þrautir, gengið um í skóginum, söngstund í kirkjunni og grillað við Auðunarstofu. Á sunnudeginum verður að venju hátíðarmessa í Hóladómkirkju kl. 14, síðan veitingar efir messu og hátíðardagskrá í kirkjunni kl. 16:10.
Meira

Gamall refur gerði Stólunum grikk

Stólarnir fóru helst til þunnskipaðir austur á Höfn um helgina og léku við lið Sindra. Stólarnir voru fyrir leikinn í sjötta sæti en Hornfirðingar í níunda sæti. Staða liðanna breyttist ekki en þau gerðu 2-2 jafntefli þar sem gamall markarefur og fyrrum leikmaður Tindastóls jafnaði metin á lokakaflanum.
Meira

Gott teppi og kaffibolli best með bóklestri

Feykir plataði Maríu Rut Kristinsdóttur, þingmann Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, til að svara Bók-haldinu í miðju svokölluðu málþófi stjórnarandstöðunnar vegna veiðigjaldsins í upphafi síðustu viku. Vonandi var þetta bara skemmtilegt uppbrot á löngum degi í þinginu. María Rut fæddist árið 1989, er alin upp á Flateyri við Önundarfjörð en er búsett í Reykjavík.
Meira

Eyrarsundsbrúin tekin og étin

„Það viðurkennist hér með að ég hef aldrei lagt mikinn metnað í hlaupalífsstílinn og látið duga að spretta á eftir rollum heima, svona þegar líður að hausti, og ríf nú frekar í lóðin heldur en að láta reyna á þolið ef ég kemst upp með það. Ég vissi að ég þyrfti að skipta um gír ef ég ætlaði nú að lifa þetta af og þó ég hafi haft meira en heilt ár til undirbúnings þá vissulega færði ég mig ekki yfir í þann gír fyrr en tveimur mánuðum fyrir hlaupið – eins og konu með frestunaráráttu á hæsta stigi einni er lagið,“ segir Rebekka Hekla Halldórsdóttir en hún tók ásamt vinkonum sínum þátt í Brúarhlaupinu milli Danmerkur og Svíþjóðar nú í júní.
Meira

Það er alltaf nóg að gera hjá Löggunni á Norðurlandi vestra

Í síðasta mánuði kærði lögreglan á Norðurlandi vestra 178 ökumenn fyrir of hraðan akstur og er það tæplega 19% aukning frá því í maí þegar 150 ökumenn fengu kæru fyrir að aka of hratt í umdæminu. Sem fyrr aka flestir sem kærðir eru á 110-120 kílómetra hraða en sumri óku þó hraðar og fóru jafnvel yfir 150 kílómetra á klukkustund.
Meira

Burðarþol íslenska hestsins rannsakað

Burðargeta hesta er málefni sem er mikið rætt í hestaheiminum. Mjög margir hafa sínar skoðanir, en rannsóknir sem undirbyggja þekkingu á burðargetu hesta eru takmakaðar og nauðsyn að afla hennar á markvissan hátt. Íslenski hesturinn er vinsælt hestakyn um allan heim, hann er eftirsóttur sem reiðhestur og keppnishestur og er mikið notaður af hestaferðaþjónustu-fyrirtækjum og í reiðskólum. Þekking á því hvernig líkamsbygging hans tengist burðargetu er afar mikilvæg, bæði hvað varðar afkastagetu á gangtegundum og velferð hesta.
Meira

Höfðingi heimsóttur á Löngumýri

Blaðamaður Feykis kom á Löngumýri á dögunum í fréttaleit. Þar rakst hann á bráðmyndarlegan mann og tók hann tali. Það kemur í ljós að maðurinn heitir Harladur Jójannsson, 96 ára Grímseynngur og sex mánuðum betur.
Meira

Jöfnuður er lykilorðið | Svar framkvæmdastjóra sveitarfélaga á landsbyggðinni

Grein fjögurra bæjarstjóra á höfuðborgarsvæðinu gagnrýnir nýtt frumvarp um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga og talar um „kaldar kveðjur“ til íbúa suðvesturhornsins. Við, bæjar- og sveitastjórar á landsbyggðinni, teljum mikilvægt að minna á að tilgangur Jöfnunarsjóðs er einmitt sá að jafna aðstæður milli ólíkra sveitarfélaga – og þar stendur landsbyggðin frammi fyrir margvíslegum og flóknum áskorunum.
Meira

Orri og Veigar með U20 landsliðinu í Grikklandi

U20 ára landslið karla er farið til Grikklands þar sem það tekur þátt í A deild EuroBasket U20. Tveir Króksarar eru í liðinu, Íslandsmeistarar með liði Tindastóls vorið 2023 en spiluðu síðasta vetur með liði Þórs á Akureyri. Það eru að sjálfsögðu tvíburarnir Orri Már og Veigar Örn Svavarssynir.
Meira