Skagafjörður

Búvörulögin samkvæmt lögum að mati Hæstaréttar

Mbl.is segir frá því að Hæstirétt­ur sýknaði í dag ís­lenska ríkið af kröf­um Innn­es og sneri þannig dómi Héraðsdóms Reykja­vík­ur við í máli sem kennt hef­ur verið við bú­vöru­lög­in. Sam­kvæmt samþykktu frum­varpi til bú­vöru­laga í mars 2024 voru kjötaf­urðastöðvar undanþegn­ar sam­keppn­is­lög­um. Var lögunum breytt þar sem meirihluti þingmanna taldi einsýnt að nauðsynlegt væri að afurðastöðvum yrði gert kleift að ráðast í hagræðingu.
Meira

Varað við bikblæðingum á þjóðvegi 1

Sólin skín og það er hlýtt og notalegt á landinu. Flestir gleðjast yfir þessu og hafa verið glaðir í talsverðan tíma en það er ekki víst að ökumenn sú kátir. Lögreglan á Norðurlandi vestra vekur athygli á umtalsverðum bikblæðingum víðsvegar um umdæmið, sér í lagi í nágrenni Víðigerðis og Hvammstanga.
Meira

Íslandsmeistaratitillinn er undir í kvöld

Var einhver búinn að gleyma leiknum í kvöld? Nei, líklega ekki. Það er sól og nánast logn á Króknum enda vilja allir taka þátt í þessari veislu. Að sjálfsögðu er löngu uppselt á leikinn en þeir miðar sem í boði voru fóru í sölu kl. 19 í gærkvöldi í íþróttahúsinu og var farið að móta fyrir röð fjórum tímum fyrir opnun. Planið verður opnað þremur tímum fyrir leik eða kl. 17:00 og þar ætti engum að leiðast.
Meira

Áfram Tindastóll !!

„Krókurinn er fárveikur þegar kemur að körfubolta og við viljum ekki hafa það neitt öðruvísi,“ sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari Tindastóls eftir síðasta heimaleik í viðtali við karfan.is. Heimaleikjarétturinn gefur okkur oddaleikinn í Síkinu í kvöld og nú er það stóra spurningin hvort verður það Tindastóll eða Stjarnan sem verður Íslandsmeistari í meistaraflokki karla í körfubolta þetta árið.
Meira

Umhverfisdagar Skagafjarðar fara í framlengingu

Ákveðið hefur verið að framlengja umhverfisdaga Skagafjarðar 2025 til og með 25. maí sem er laugardagur. Íbúar eru hvattir til að hlúa að umhverfinu og er takmarkið snyrtilegra og fegurra umhverfi. Mikilvægt er að íbúar, fyrirtæki, býli og félagasamtök taki höndum saman, tíni rusl, komi bílhræjum, vélhræjum og öðrum hræjum í endurvinnslu. Snyrti til í og við lóðir sínar og lönd, og á nærliggjandi opnum svæðum. Jafnframt minnum við á að einstaklingar geta losað sig við úrgang gjaldfrjálst á móttökustöðvum sveitarfélagsins.
Meira

Malbikað í Túnahverfinu á Króknum

Sumarið er skollið á landsmönnum og sumrinu fylgja jafnan framkvæmdir sem ekki er gott að inna af hendi á öðrum árstímum. Eins og til dæmis malbikun og á vef Skagafjarðar er tilkynnt um að næstu daga verði malbikunarframkvæmdir á Túngötu á Sauðárkróki en það er gatan sem liggur í gegnum Túnahverfið.
Meira

Miðasala á LEIKINN verður í Tindastólssjoppunni í kvöld

Það er óhætt að fullyrða að það er gígantísk eftirvænting fyrir úrslitaleik Tindastóls og Stjörnunnar sem verður í Síkinu á Króknum annað kvöld en miðaeftirspurn hefur náð nýjum og óþekktum hæðum. Þetta er í fyrsta sinn sem oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn fer fram í Síkinu og spennan er áþreifanleg. Á síðu Körfuknattleiksdeildar Tindastóls á Facebook kemur fram að almenn miðasala verður í Tindastólsísjoppunni í íþróttahusinu í kvöld, þriðjudag og hefst kl. 19:00. Hver aðili getur keypt að hámarki tvo miða.
Meira

Elvar Logi og Alli 5 ára !

Elvar Logi og Alli 5 ára, er heiti viðburðar sem blaðamaður rakst á á Facebook og gæti allt eins verið boð í afmæli hjá litlum fimm ára snáðum en svo er ekki. Þetta eru þeir Alli sóknarnefndarformaður Blönduóskirkju og Elvar Logi tónlistarkennari og hestamaður með meiru sem ætla að halda saman tónleika í Blöndóskirkju klukkan 17:00 á morgun, miðvikudag 21. maí, tónleikana halda þeir með Eyþóri organista kirkjunnar.
Meira

Hversu lítill fiskur yrðum við? | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið tækju möguleikar okkar Íslendinga á að hafa áhrif á ákvarðanatöku innan þess einkum mið af íbúafjölda landsins. Þannig virkar einfaldlega kerfið innan sambandsins og hefur gert í vaxandi mæli til þessa. Þannig myndum við hafa sex þingmenn á þingi Evrópusambandsins af yfir 700 sem væri á við hálfan þingmann á Alþingi. Staðan yrði enn verri í ráðherraráðinu, valdamestu stofnun þess. Þar yrði vægi Íslands allajafna einungis á við 5% hlutdeild í alþingismanni.
Meira

Hitabylgja og heiðskýr himinn yljar landsmönnum

Það hefur verið einmunatíð upp á síðkastið og aldrei þessu vant hafa allir landsmenn geta glaðst saman því góðviðrið hefur ekki skilið neinn útundan í þetta skiptið. Hlýjast var fyrir austan en þar var slegið hitamet í maí, ábyrgur mælir sýndi 26,8 gráðu hita nú fyrir helgi og sennilega hafa aðrir mælar sýnt miklu meiri hita.
Meira