Skagafjörður

Stöðug fjölgun hjá GSS og félagsmenn nú 339

„Þessa dagana stendur yfir árlegt Meistaramót GSS líkt og hjá flestum golfklúbbum landsins. Þetta er skemmtilegasti og annasamasti tími sumarsins en þá stendur yfir keppni félagsmanna á öllum aldri og getustigum,“ segir Aldís Hilmarsdóttir, formaður Golfklúbbs Skagafjarðar, í samtali við Feyki. Við fengum Aldísi til að segja frá því helsta sem er að gerast í golfinu í Skagafirði og hvað sé framundan.
Meira

Mikilvægara en veiðigjöldin | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Miklar umræður hafa farið fram á Alþingi að undanförnu þar sem stjórnarandstaðan hefur vakið athygli á vægast sagt illa unnu frumvarpi ríkisstjórnarinnar um veiðigjöld sem hafa mun mjög neikvæð fjárhagsleg áhrif á sjávarútveginn og sjávarbyggðir landsins verði það að lögum. Um mjög mikilvægt mál er þannig að ræða. Hins vegar er stóra valdaframsalsmálið, eða bókun 35 við EES-samninginn, miklu mikilvægara enda þar um að ræða verðmæti sem seint verða metin til fjár.
Meira

Þórgunnur og kærastinn og fleiri Skagfirðingar á leið á Heimsmeistaramót

Núna rétt í þessu var tilkynnt landslið Íslands í hestaíþróttum. Skemmst er frá að segja að Þórgunnur Þórarinsdóttir og kærastinn hennar, Kristján Árni Birgisson, eru valin í liðið í Ungmennaflokki.
Meira

Sigríður Elva stóð sig vel á Fjórðungsmóti

Sigríður Elva Elvarsdóttir frá Syðra-Skörðugili er 12 ára hestaíþróttastelpa sem keppti með góðum árangri á Fjórðungsmóti Vesturlands sem lauk á sunnudaginn. Feykir heyrði í Sigríði eftir mótið.
Meira

Scenic Eclipse í Sauðárkrókshöfn

Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins á Sauðárkróki, mætti snemma í morgun.
Meira

Reynir Snær og GDRN í GRN á laugardaginn

Á laugardagskvöldið verður boðið upp á flotta tónleika í Gránu á Sauðárkróki en þá troða upp þau GDRN og Reynir Snær gítarséní. „Þetta prógram er mjög strípað og “lo-fi”. Það er að segja; við spilum lög Guðrúnar í minimalískum útgáfum sem við höfum útsett saman og þróað síðastliðin misseri,“ sagði Reynir Snær þegar Feykir spurði hann við hverju fólk mætti búast á tónleikunum.
Meira

Bríet leigufélag hyggst byggja parhús á Hofsósi

Þau ánægjulegu tíðindi berast að Leigufélagið Bríet hafi óskað eftir lóð á Hofsósi til að reisa þar parhús. Ekki hefur verið byggt nýtt íbúðarhúsnæði á Hofsósi síðan laust fyrir síðustu aldamót.
Meira

Lækka skal hraðann á Túngötu á Króknum

Settar hafa verið þrjár hraðahindranir á Túngötu á Króknum. Það eru ekki allir sem átta sig á því að Túngatan er ekki aðalgata og þar gildir hægri reglan.
Meira

ON fær lóð fyrir hleðslustöð við Sundlaug Sauðárkróks

Það er heldur farið að rofa til í hleðslustöðvamálum á Sauðárkróki en lengi vel var aðeins ein rafmagnsdæla við N1 á Sauðárkróki.Í vor bættist við orkustöð á lóð Kaupfélags Skagfirðinga við Ártorg og nú í byrjun mánaðar samþykkti byggðarráð Skagafjarðarað stofna lóð fyrir hleðslustöð við Sundlaug Sauðárkróks og úthluta henni til Orku náttúrunnar ehf. sem hafði með bréfi óskað eftir samvinnu við sveitarfélagið um uppbyggingu fyrir hleðsluinnviði rafbíla.
Meira

Fyrri umferð í 2. og 3. deild lokið

Fyrri umferð Íslandsmótanna í 2. og 3. deild karlafótboltans kláraðist nú um helgina. Lið Tindastól krækti í stig í Kópavogi en lið Kormáks/Hvatar svekkir sig eflaust á því að hafa tapað á heimavelli fyrir einu af botnliðum 2. deildar. Bæði lið hefðu efalaust viljað krækja í fleiri stig í fyrri umferðinni en það er nú eins og það er.
Meira