Skagafjörður

Meistaradeild KS í hestaíþróttum hefst í kvöld - Liðakynning

Keppni í Meistaradeild KS í hestaíþróttum hefst í kvöld á gæðingalist, sem áður kallaðist gæðingafimi, en þar eru sýndir vel þjálfaðir gæðingar á listrænan hátt, þar sem öll þjálfunarstigin eru sýnd. Hinar keppnirnar, fjórgangur fer fram 8. mars; fimmgangur 17. mars; slaktaumatölt 5. apríl; 150m og gæðingaskeið sumardaginn fyrsta 20. apríl og lokakvöldið er svo áætlað 28. apríl þegar keppt verður í tölti og flugskeiði.
Meira

Saltkjöt og dauði, túkall! :: Leiðari Feykis

Ég hef aldrei skilið þá athygli sem einstaka íslenskur matur vekur nokkra daga á ári í fjölmiðlum Íslands. Hver kannast ekki við viðtölin við fólk sem gæðir sér á skötu á Þorláksmessu og dásamar missterkan ilminn sem berst frá pottum og fiskfötum eða hreinlega af disknum sem yfirleitt er þá hlaðinn góðgætinu fyrir framan viðmælandann. Þarna er fólk að borða mat sem margir neyta oft á ári.
Meira

Guðmundur Guðmundsson hættur með landsliðið

HSÍ og Guðmundur Þ. Guðmundsson hafa komist að samkomulagi um starfslok Guðmundar sem landsliðsþjálfari karla í handbolta. Þetta var tilkynnt á heimasíðu sambandsins fyrr í dag. Samkomulagið er í sátt beggja aðila og ekki stendur til að tjá sig frekar um innihald þess, segir í tilkynningunni. Guðmundur hefur þjálfað íslenska landsliðið í samtals 14 ár og hefur sem þjálfari komið íslenska landsliðinu inn á 16 stórmót, þar af þrenna Ólympíuleika.
Meira

Ragnheiður Jóna nýr sveitarstjóri Þingeyjarsveitar

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar hefur samið við Ragnheiði Jónu Ingimarsdóttur um að taka að sér starf sveitarstjóra Þingeyjarsveitar út kjörtímabilið en hún starfaði sem sveitarstjóri Húnaþings vestra frá árinu 2019-2022.
Meira

Jökulhlaup geta haft áhrif á lífríki áa og næsta umhverfi þeirra

Undanfarna daga hafa ár víða um land verið að ryðja sig í hlýindum og vatnsviðri en kuldar í desember og janúar voru langvarandi og frost víða mikið, sérstaklega inn til dala, segir í frétt á heimasíðu Náttúrustofu Norðurlands vestra. Segir í fréttinni að á Norðurlandi vestra hafi þá allar ár verið lagðar og ísinn víða um 60-80 cm þykkur og sumstaðar jafnvel allt að 120 cm á þykkt.
Meira

Myrkur í gamla bænum á Sauðárkróki - Uppfært

Um nokkurt skeið hefur myrkrið verið alls ráðandi í gamla bænum á Sauðárkróki þegar skyggja tekur þar sem engin götulýsing er fyrir. Ástæðan er sú að verið er að vinna að uppfærslu á kerfi sem stýrir ljósastaurum í gamla bænum.
Meira

USAH sækir um að halda Landsmót UMFÍ 50+ sumarið 2024

Þrír sambandsaðilar UMFÍ sóttu um að halda Landsmót UMFÍ 50+ árið 2024, Héraðssambandið Skarphéðinn (HSK), Ungmennafélagið Þróttur Vogum og Ungmennasamband Austur-Húnvetninga (USAH). Mótið fer fram í Stykkishólmi í sumar.
Meira

118 vinningar dregnir út hjá meistaraflokki kvenna

Dregið var í happdrætti meistaraflokks kvenna í fótbolta hjá Tindastóli á konudaginn. Happdrættið var liður í fjáröflun stelpnanna en þær stefna á æfingaferð til Spánar núna á vordögum til að undirbúa sig fyrir átökin í deild þeirra bestu í sumar.
Meira

Veiruskita í kúm veldur gríðarlegu tjóni austan Tröllaskaga

Vikublaðið á Akureyri greindi frá því í síðasta blaði að tugmilljónatjón hafi orðið vegna smitandi veiruskitu sem herjað hefur á kúabú í Eyjafirði og S-Þingeyjarsýslu en alls eru um 80 kúabú í Eyjafirði og um 40 í S-Þingeyjarsýslu. Haft er eftir Sigurgeir Hreinssyni, framkvæmdastjóra Búnaðarsambands Eyjafjarðar, að veiran hagi sér með svipuðum hætti og kórónuveiran geri gagnvart mannfólki og séu dæmi þess að hún hafi borist inn á bæi í allt að þrígang yfir ákveðið tímabil.
Meira

Fjölda lóða skilað í Nestúni og því tíu lausar

Á síðasta fundi skipulagsnefndar Skagafjarðar voru alls níu, áður úthlutuðum, íbúðarlóðum í Nestúni á Sauðárkróki skilað inn. Lausar lóðir í Skagafirði eru nú aðgengilegar í Kortasjánni á heimasíðu sveitarfélagsins.
Meira