Skagafjörður

Langar að halda tveimur hvolpum | Ég og gæludýrið mitt

Veronika Lilja Þórðardóttir, 6 ára, dóttir Lovísu Heiðrúnar og Þórðar Grétars sem búa á Sæmundargötunni á Króknum. Í garðinum hjá þeim má oft sjá svartan fallegan hreinræktaðan Labrador sem heitir Þoka og elskar ekkert meira en að fá að heilsa þér ef þú röltir fram hjá.
Meira

Einelti er dauðans alvara :: Leiðari Feykis

Það er alltaf sami hausverkurinn að finna hvað skuli skrifa um í leiðara og oftar en ekki snarsnýst efnið í höndum skrifara áður en skrifum er lokið. Einhverjir kunna að halda að efnið sem tekið er fyrir hverju sinni sé útpælt og djúpt kafað í málin en hér verður mikið leyndarmál dregið fram úr skúmaskoti. Oftast nær er leiðarinn það síðasta sem ritað er í blaðið og ætíð undir tímapressu þar sem dauðalínan, eða „dead line“ upp á ástkæru enskuna, er nánast undir iljum skrifara.
Meira

Svandís kallar eftir upplýsingum frá Matvælastofnun

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur kallað eftir upplýsingum frá Matvælastofnun um framkvæmd eftirlits og verkferla vegna velferðar dýra þegar grunur leikur á að umráðamenn séu ekki að uppfylla ákvæði laga, hvort sem um er að ræða almennt eftirlit eða samkvæmt ábendingum sem berast stofnuninni.
Meira

Unglingsstúlkur austan Vatna gróðursettu 120 plöntur

Nú á haustdögum fékk unglingastig Grunnskólans austan Vatna úthlutað 120 plöntum úr Yrkju – sjóði æskunnar til ræktunar landsis. Búið var að finna plöntunum stað og hlutverk á Neistasvæðinu (íþróttasvæðinu) á Hofsósi sem skjól fyrir norðvestanáttinni.
Meira

Nokkrar skemmtilegar hugmyndir til að útbúa Halloween kökur

Sá þessar sniðugu hugmyndir þar sem notaðar eru bollakökur og svo er kremið smurt ofan á.
Meira

Uppbyggingasjóður SSNV auglýsir eftir umsóknum

Enn er opið fyrir umsóknir í Uppbyggingasjóð SSNV, sem ætlaður er einstaklingum, félagasamtökum, fyrirtækjum, stofnunum eða sveitarfélögum með lögheimili á Norðurlandi vestra.
Meira

Fuglaflensa í skúmum og svartbökum – enn smithætta fyrir alifugla

Skæð fuglaflensa greinist enn í villtum fuglum hér á landi og telur Matvælastofnun því ekki óhætt að aflétta þeim varúðarráðstöfunum sem fyrirskipaðar voru í mars á þessu ári. Á heimasíðu stofnunarinnar segir að faraldurinn sé einnig viðvarandi annars staðar í Evrópu og víðar. Enn er mikilvægt að fólk tilkynni um veika og dauða fugla til MAST.
Meira

Öryrkja og aldraða að lífskjaraborðinu

Ríkisstjórnin á að tryggja aðkomu heildarsamtaka öryrkja og ellilífeyrisþega þegar kemur að viðræðum ríkisstjórnarinnar og fulltrúa vinnuveitenda og launþega til að ljúka komandi kjarasamningsviðræðum. Þannig tryggja stjórnvöld að almannatryggingarþegar, öryrkjar og ellilífeyrisþegar, fái tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri í viðræðunum ásamt því að ríkisstjórnin taki rökstudda afstöðu til þeirra sjónarmiða áður en viðræðunum lýkur.
Meira

Ungmennaflokkur karla með tvo sigra í Síkinu um helgina

Í Síkinu um helgina átti Ungmennaflokkur karla tvo leiki á móti Grindavík og var fyrri leikurinn spilaður á laugardaginn kl. 16:00 og seinni leikurinn á sunnudeginum kl. 12:00. Þarna voru tvö efstu lið Ungmennaflokks að mætast og var því von á mikilli baráttu.
Meira

Hafa áhyggjur af lélegu fjarskiptasambandi víða um Skagafjörð

Á undanförnum árum hefur verið unnið að því í gegnum verkefnið Ísland ljóstengt að koma á ljósleiðaratengingu í dreifbýli utan markaðssvæða í Skagafirði en því verkefni er nú lokið. Gsm og tetra-samband í Skagafirði er hins vegar víða stopult eða ekki til staðar, segir í fundargerð byggðarráðs Skagafjarðar. Jafnframt kemur fram að þetta eigi við nokkuð víða, t.a.m. í inndölum þar sem m.a. er stundaður landbúnaður og ferðaþjónusta, auk þess sem þau svæði laði að sér marga gesti til útivistar. Því sé enn óleyst það mikilvæga verkefni að tryggja fjarskiptasamband fyrir almenning til neyðar- og viðbragðsaðila gegnum 112.
Meira