Hafa áhyggjur af lélegu fjarskiptasambandi víða um Skagafjörð
feykir.is
Skagafjörður
24.10.2022
kl. 08.42
Á undanförnum árum hefur verið unnið að því í gegnum verkefnið Ísland ljóstengt að koma á ljósleiðaratengingu í dreifbýli utan markaðssvæða í Skagafirði en því verkefni er nú lokið. Gsm og tetra-samband í Skagafirði er hins vegar víða stopult eða ekki til staðar, segir í fundargerð byggðarráðs Skagafjarðar. Jafnframt kemur fram að þetta eigi við nokkuð víða, t.a.m. í inndölum þar sem m.a. er stundaður landbúnaður og ferðaþjónusta, auk þess sem þau svæði laði að sér marga gesti til útivistar. Því sé enn óleyst það mikilvæga verkefni að tryggja fjarskiptasamband fyrir almenning til neyðar- og viðbragðsaðila gegnum 112.
Meira