Skagafjörður

Opin hús hjá RARIK í tilefni af 75 ára afmæli

Miðvikudaginn 15. júní verða opin hús á völdum starfsstöðvum RARIK víðsvegar um landið í tilefni af 75 ára afmæli fyrirtækisins.
Meira

Kveðja frá Mexíkó

Króksarinn Andri Már Sigurðsson, sem margir þekkja sem Joe Dubius, var að senda frá sér lagið Kveðja frá Mexíkó.
Meira

Körfuknattleiksdeild Tindastóls semur við Adomas Drungilas

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við Adomas Drungilas um að leika með Tindastól næsta tímabil. Drungilas þekkja allir en hann varð Íslandsmeistari með Þór Þorlákshöfn vorið 2021.
Meira

Golfdagurinn á norðurlandi

Þriðjudaginn 14. Júní verður haldinn golfdagurinn á norðurlandi á Hlíðarendavelli. Þetta er frábært tækifæri til að kynnast golfíþróttinni og dagskrá verður fyrir alla fjölskylduna.
Meira

Fyrstu græjurnar kölluðust Fermingargræjurnar / BINNI ELEFS

Tón-lystin hringir nú dyrabjöllu í Hagalandi í Mosfellsbænum en þar býr Brynjar Elefsen (1979) en hann segir Mosó að verða nokkurs konar aflandssveitarfélag Króksara. „Ég fæddist á Siglufirði en flutti á Krókinn sex ára. Föðurættin er sigfirsk og afsprengi síldarævintýrsins þar sem langafi flutti hingað frá Noregi. Móðurættin er skagfirsk og við köllum okkur Hjartarhyskið. Móðir mín er Bjarnfríður Hjartardóttir, dóttir Lillu og Hjartar á Hólmagrundinni,“ segir Brynjar fjallhress.
Meira

Íbúðir í gamla barnaskólanum á Króknum í sölu

Um helgina verður opið hús í gamla barnaskólanum við Freyjugötu á Sauðárkróki sem nú hefur fengið nýtt hlutverk þar sem búið er að innrétta glæsilegar íbúðir sem brátt fara á sölu. Það er Landmark fasteignamiðlun sem sér um söluna en þar eru meðal eigenda hjónin Monika Hjálmtýsdóttir og brottflutti Króksarinn Júlíus Jóhannsson. Feykir settist niður með þeim og forvitnaðist örlítið um málið.
Meira

Bann gegn guðlasti lögfest á ný

Fyrir Alþingi liggur frumvarp forsætisráðherra um breytingu á lögum jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna. Lagt er til að fjölga mismununarþáttum þannig að lögin gildi ekki eingöngu um jafna meðferð einstaklinga óháð kynþætti og þjóðernisuppruna heldur einnig um jafna meðferð óháð trú, lífsskoðun, fötlun, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu á öllum sviðum samfélagsins utan vinnumarkaðar.
Meira

Dætur og synir Norðurlands vestra - ný upplýsingaskilti

Í dag var lokið við uppsetningu á upplýsingaskilti um Guðrúnu frá Lundi, sem er hið fyrsta í röðinni "Dætur og synir Norðurlands vestra". Skiltið er staðsett í landi Lundar í Fljótum, fæðingarstaðar rithöfundarins en í dag eru einmitt 135 ár liðin frá fæðingu hennar.
Meira

Aktu varlega! Mamma og pabbi vinna hér

Vitundarátakið; Aktu varlega! – mamma og pabbi vinna hér, mun standa yfir í sumar. Af því tilefni var ritað undir viljayfirlýsingu þess efnis og kynnt til leiks eftirtektarverð skilti á morgunverðarfundi um öryggi starfsfólks við vegavinnu sem Vegagerðin stóð fyrir þriðjudaginn 7. júní 2022.
Meira

Sumarsýning Heimilisiðnaðarsafnsins opnar með pompi og prakt

Ragnheiður Björk Þórsdóttir, veflistakona er höfundur Sumarsýningar Heimilisiðnaðarsafnsins 2022. Nefnist sýningin ÞRÁÐLAG og opnaði Ragnheiður hana sunnudaginn 29. maí að viðstöddum gestum. Verkin eru flest ný og gefa góða innsýn í fjölbreyttan heim veflistarinnar. Við opnunina sungu og spiluðu hjónin Hugrún Sif Hallgrímsdóttir og Jón Ólafur Sigurjónsson (Hugrún og Jonni) nokkur lög við góðar undirtektir áheyrenda.
Meira