Skagafjörður

Körfuknattleiksdeild Tindastóls semur við leikmenn

Í dag, á Gránu, skrifaði körfuknattleiksdeild Tindastóls undir samninga við nokkra leikmenn. Allt eru þetta kunnugleg andlit og sagði Dagur Þór Baldvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls, að stefnan væri að vera með sama lið og var, eða svona því sem næst.
Meira

Karlakórinn Heimir á Blönduósi í kvöld

Heimismenn stefna á Blönduós í kvöld, fimmtudaginn 2. júní, og halda tónleika í Blönduóskirkju kl. 20:30. Stjórnandi er Stefán R. Gíslason og undirleikari er Valmar Väljaots.
Meira

Vel heppnaður opinn dagur Skagfirðingasveitar

Laugardaginn 28. maí hélt Björgunarsveitin Skagfirðingasveit á Sauðárkróki opinn dag fyrir bæjarbúa. Ýmislegt var um að vera í húsinu og gafst gestum meðal annars kostur á að prófa klifurvegginn, spreyta sig í kassaklifri, fara rúnt með snjóbílnum og skoða tæki sveitarinnar.
Meira

Rektorsskipti við Háskólan á Hólum

Þann 31. maí var haldin hátíðleg athöfn þegar fóru fram formleg rektorsskipti við Háskólann á Hólum. Erla Björk Örnólfsdóttir lét af störfum sem rektor og Dr. Hólmfríður Sveinsdóttir tók formlega við embættinu.
Meira

Viljayfirlýsing undirrituð um uppbygging fjölskyldugarðs á Sauðárkróki

Í síðustu viku var skrifað undir viljayfirlýsingu um uppbyggingu fjölskyldugarðs á Sauðárkróki milli Svf. Skagafjarðar og Kiwanisklúbbsins Freyju. Markmið fjölskyldugarðsins er að stuðla að ánægjulegum samverustundum barna og foreldra og um leið að efla útiveru og hreyfingu í anda heilsueflandi samfélags.
Meira

Aðalfundur UMFT

Aðalstjórn Ungmennafélagsins Tindastóls boðar til aðalfundar miðvikudaginn 15. júní kl. 20:00 í Húsi frítímans Sæmundargötu 7 á Sauðárkróki. Á dagskrá verða hefðbundin aðalfundarstörf.
Meira

Skýrslu um blóðtöku úr fylfullum hryssum skilað til matvælaráðherra

Starfshópur sem Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, skipaði í lok árs 2021 til að skoða starfsemi, regluverk, eftirlit og löggjöf í kringum blóðtöku úr fylfullum hryssum hefur skilað skýrslu sinni. Í skýrslunni er rýnt í umfang starfseminnar, eftirlit, dýravelferð, löggjöf, sjónarmið hagaðila og tillögur settar um framhaldið.
Meira

Fréttatilkynning frá Framsókn og Sjálfstæðisflokki í Skagafirði :: Meirihlutaviðræður ganga vel

Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur hafa myndað meirihluta í sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar frá árinu 2014 til 2022. Hefur samstarfið gengið vel í þau átta ár sem flokkarnir hafa starfað saman og rekstur sveitarfélagsins verið góður þrátt fyrir mestu framkvæmdaár í sögu sveitarfélagsins.
Meira

Opið bréf til nýkjörinna sveitarstjórnarfulltrúa!

Til hamingju með að ná kjöri. Nú er mikilvægt að vanda sig. Eitt af því sem kjörnir fulltrúar bera ábyrgð á er að þeirra sveitarfélag hafi samráð við fatlað fólk. Nú er lag að nýjar og endurkjörnar sveitarstjórnir gæti að lagaskyldu sinni til að koma upp notendaráðum fatlaðs fólks í hverju sveitarfélagi. Fjölmörg sveitarfélög hafa nú þegar góða reynslu af slíku fyrirkomulagi sem skilar sér í betri ákvörðunum og betri nýtingu á fjármagni, auk þess sem samfélög sem viðhafa samráð verða betri staðir til að búa á.
Meira

Norðanátt heldur áfram að eflast - nú með samstarfi við háskólana á Norðurlandi

Nýverið voru undirritaðar samstarfsyfirlýsingar milli Norðanáttar og háskólanna á Norðurlandi, Háskólans á Akureyri og á Háskólans á Hólum. Markmið samstarfsins er að skapa enn öflugra vistkerfi nýsköpunar á svæðinu. Háskólarnir eru mikivægur hlekkur í því vistkerfi og því mikill fengur af samstarfinu.
Meira