Skagafjörður

Stólastúlkur úr leik eftir rimmu við meistaralið Keflavíkur

Stólastúlkur sóttu Keflvíkinga heim í þriðja leik liðanna í átta liða úrslitum Bónus deildar kvenna í gærkvöldi. Stúlkurnar okkar voru með bakið upp að vegg, voru 2-0 undir í einvíginu og ekkert nema sigur kom til greina ætluðu þær sér lengra í úrslitakeppninni. Það vantaði ekki viljann en niðurstaðan var sú að þær mættu ofjörlum sínum í Blue-höllinni, Íslandsmeistararnir gáfu hvergi eftir og kæmi hreinlega ekki á óvart að eftir brambolt yfir tímabilið þá endi þær keflvísku á að verða meistarar enn og aftur. Lokatölur í gær voru 88-58.
Meira

Dalalíf á Hofsósi

Unglingastig GaV setur á svið Dalalíf, leikgerð eftir Ragnheiði Halldórsdóttur kennara á unglingastigi og nemendur. Leikgerðin er byggð á kvikmyndinni sígildu eftir Þráin Bertelsson. Sýningar verða á morgun miðvikudaginn 9. apríl klukkan 18:00 og fimmtudaginn 10. apríl klukkan 20:00. 
Meira

Skagfirðingabók 44 komin út

Skagfirðingabók, rit Sögufélags Skagfirðinga, er komið út enn einu sinni. Nú er það 44. bindið sem berst félögum Sögufélagsins en bókin hefur komið út frá árinu 1966 og flutt lesendum sögulegan fróðleik úr Skagafirði. Á kápu segir að nú hafi verið birtar um það bil 460 greinar eftir rúmlega 200 höfunda á meira en 8.600 blaðsíðum í bókunum 44. Að venju er bókin fjölbreytt að efni en Feykir spurði Hjalta Pálsson út í nýjustu bókina.
Meira

Viggó Jónsson hlaut Starfsbikar UMFT

Aðalfundur Aðalstjórnar Ungmennafélagsins Tindastóls fór fram mánudaginn 31. mars í Húsi Frítímans á Sauðárkróki. Þar fór fram hefðbundin dagskrá aðalfundar samkvæmt lögum félagsins. Á fundinum var veitt sérstök viðurkenning og Starfsbikarinn fyrir óeigingjarnt og öflugt sjálfboðaliðastarf. Féll sá heiður í hlut Viggós Jónssonar.
Meira

Kiwanismenn í nýju húsnæði

Nýtt húsnæði undir starfsemi Kiwanisklúbbsins Drangey í Skagafirði var tekið í notkun á dögunum en þeir félagar festu kaup á neðri hæð að Aðalgötu 14, þar sem Blómabúðin var. Félagið hefur verið húsnæðislaust í talsverðan tíma og er því stórum áfanga náð með þessum kaupum. Félagarnir í klúbbnum eru núna 22 og hafa þeir unnið hörðum höndum sl. vikur við að standsetja og gera fínt innandyra ásamt því að merkja húsið að utan. Allt þetta náðist fyrir 800 fundinn sem haldinn var þann 26. mars sl. en félagið var stofnað árið 1978. 
Meira

Ríkisstjórnin samþykkir stuðning til bænda vegna kuldatíðar síðasta sumar

Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra um að verja allt að 725 milljónum króna til stuðnings við bændur sem urðu fyrir tjóni vegna óvanalegs og erfiðs tíðarfars á landinu sumarið 2024. Í frétt á Húnahorninu segir að síðasta sumar hafi verið óvenju kalt eða það kaldasta á landsvísu síðan árið 1998 samkvæmt Veðurstofunni.
Meira

Stólastúlkur mæta Keflavík í Keflavík í kvöld

Það er hamagangur í öskjunni í körfuboltanum þessar vikurnar. Kvennalið Tindastóls mætir liði Keflavíkur suður með sjó í kvöld í þriðja leik liðanna í átta liða úrslitum Bónus deildar kvenna. Íslandsmeistarar Keflavíkur hafa verið ógnarsterkir í fyrstu tveimur leikjum liðanna og ljóst að Stólastúlkur þurfa að eiga toppleik í 40 mínútur ætli þær sér sigur í kvöld.
Meira

Hinrik Már í sumarafleysingarnar

Feykir auglýsti eftir afleysingamanni til starfa í sumar og sýndu nokkrir aðilar starfinu áhuga. Það fór svo að Hinrik Már Jónsson, ábúandi á Syðstu-Grund í Blönduhlíð, var ráðinn og hefur væntanlega störf um mánaðamótin maí/júní.
Meira

Karlakórinn Heimir söng fyrir fullri Langholtskirkju

Heimismenn hafa verið á faraldsfæti að undanförnu og héldu austur á land í marsmánuði og nú um liðna helgi héldu þeir tvenna tónleika á stórhöfuðborgarsvæðinu, þá seinni í Langholtskirkju sem rúmar um 400 manns. Það er Skagfirðingurinn Jón Þorsteinn Reynisson sem stjórnar kórnum. „Frábærir tónleikar í Langholtskirkju, hvert sæti skipað og fullt hús! Kórinn þéttur, samhentur og mjúkur í senn,“ segir Króksarinn Björn Jóhann Björnsson í færslu á Facebook.
Meira

Brynjar Pálsson | Minning

Pabbi og mamma fóru að draga sig saman sumarið 1954. Hann þá 18 ára, nýkominn heim af Vellinum og nógu auðugur, eftir á annað ár þar, til að geta keypt sér gamlan Willis-jeppa af Hermanni á Lóni með númeraplötunni K217. Það var kannski ekki gott að mamma var að stinga af í húsmæðraskóla til Silkiborgar í Danmörku og skildi hann eftir á Króknum einn vetur. Ekki löngu áður en mamma dó, fyrir tíu árum, fundum við veskið sem hún hafði farið með út en inni í því var svarthvít mynd af kærastanum. Hún brosti og sagði, með blik í auga, að vinkonur hennar hefðu haldið að hann væri kvikmyndastjarna. Hún var enn skotin í honum.
Meira