Skagafjörður

Er samráðsskyldan uppfyllt í sveitarfélaginu?

Allt frá árinu 2018 hefur verið lögbundin skylda á sveitarfélögum að starfrækja notendaráð til að tryggja samráð notenda félagsþjónustu við stefnumörkun og áætlanagerð. Árið 2019 sendi Öryrkjabandalag Íslands erindi á alla sveitarstjóra landsins þar sem brýnd var fyrir þeim skyldan til þess að koma notendaráðum á laggirnar og tryggja þannig samráð fatlaðra íbúa sveitarfélagsins og hagsmunasamtaka fatlaðs fólks.
Meira

Goðamótsskjöldurinn til Stólastúlkna

Goðamót 5. flokks kvenna fór fram í Boganum um nýliðna helgi og var þar mikið um dýrðir eins og alltaf á hinum sívinsælu Goðamótum en þetta var 68. mótið í Goðamótaröðinni sem hóf göngu sína árið 2003. Þar tefldu hressar stelpur úr Tindastól, Fram, Hvöt/Kormák, Smára og Neista í fjórum liðum en alls tóku 40 lið frá tíu félögum þátt í mótinu að þessu sinni. Mótið gekk vel fyrir sig og var spilað stanslaust í Boganum frá klukkan 15-20 á föstudegi, 9-17 á laugardegi og 9-14 á sunnudegi. Goðamótsskjöldurinn er veittur fyrir fyrirmyndar framkomu innan vallar sem utan og voru það stelpurnar í Tindastóli sem hlutu skjöldinn að þessu sinni.
Meira

Kreppa í aðsigi – Leiðari Feykis

Enn er barist í Úkraínu hvar Pútín þenur vítisvélar sínar sem aldrei fyrr. Fyrir eru hugdjarfir heimamenn sem staðráðnir eru í að verjast fram í rauðan dauðann og vonast eftir aðstoð annarra Evrópuríkja og jafnvel Bandaríkjanna. Af fréttum að dæma er lítil von um hernaðarlega íhlutun annarra ríkja í öðru formi en útvegun vopna eða hernaðartækja til varnar. Spurning hvað það dugar lengi gegn öflugum rússneskum her sem staðráðinn er í að ná yfirráðum í landinu hvað sem það kostar.
Meira

Alor tekur þátt í að efla öryggi í fjarskiptum

Neyðarlínan og nýsköpunarfyrirtækið Alor ehf. hafa gert með sér samning um þátttöku Neyðarlínunnar í þróun sjálfbærrar álrafhlöðu sem Alor vinnur að auk forpöntunar á vörunum. Neyðarlínan stefnir að því að skipta út eldri blýsýru rafgeymum fyrir umhverfisvæna álrafgeyma sem munu geyma meiri raforku og eru meðfærilegri auk þess að auka öryggi í fjarskiptum, ekki síst í Tetra fjarskiptakerfinu.
Meira

KR-ingar urðu að játa sig sigraða gegn góðu liði Tindastóls í gær – Myndband af síðustu mínútunni

Tindastóll tók á móti erkifjendunum í KR í Síkinu er liðin áttust við í tvífrestuðum leik í Subway deildinni í gær. Leikurinn var sveiflukenndur og spennandi og skiptust liðin á forystu lungann úr leiknum en í lokin náðu Stólar að skora sautján stig í röð og lögðu þar með grunninn að sætum sigri.
Meira

Lögreglustarfið - Margrét Alda Magnúsdóttir skrifar

Lögreglustarfið hefur lengi heillað mig. Starfið getur bæði verið krefjandi og gefandi og þú veist aldrei hvað bíður þín þegar þú mætir á vaktina. Verkefnin sem upp koma eru fjölbreytt. Þú getur enn fremur þurft að hafa afskipti af fólki á þeirra verstu stundum en einnig aðstoðað á góðum stundum.
Meira

Skákfélag Sauðárkróks sigraði í 4. deild Íslandsmóts Skákfélaga

Skákfélag Sauðárkróks var meðal þátttakenda í Íslandsmóti Skákfélaga sem lauk um helgina, en þá var síðari hlutinn tefldur. Eftir fyrra hlutann, sem fram fór í október, endaði Skákfélag í efsta sæti í 4. deild eftir að hafa unnið allar sínar viðureignir og segir á heimasíðu félagsins að það hafi haldið uppteknum hætti í móti helgarinnar og fengið fullt hús stiga eða 14 með 30,5 vinninga af 42 mögulegum.
Meira

Gríðarlega mikilvægur leikur í kvöld þegar KR mætir í Síkið – Pétur lofar þristum

Í kvöld fer fram afar mikilvægur leikur í Subway deildinni í körfubolta þegar Tindastóll tekur á móti KR í tví frestuðum leik en hann átti fyrst að fara fram 20. janúar en þá kom upp Covid-smit í liði Tindastóls og síðar var honum frestað vegna ófærðar. Fyrir leikinn er Tindastóll í 7. sæti en KR sæti neðar en á einn leik til góða. Leikur liðanna í fyrri umferð, sem fram fór syðra um miðjan október, var hörkuspennandi og endaði með sigri Stóla 83 stig gegn 82. Það er því ljóst að Vesturbæingar ætla ekki tómhentir heim í kvöld og vilja vinninginn í innbyrðisbaráttunni sem er mjög dýrmæt þessa dagana.
Meira

Þrjár „T137 kindur“ bætast í hópinn á Sveinsstöðum

Enn berast góðar fréttir úr herbúðum þeirra er rannsaka og leita að verndandi arfgerð gegn riðu í sauðfé því nú hafa fundist þrjár kindur til viðbótar á Sveinsstöðum í Austur-Húnavatnssýslu með arfgerðina T137 sem er talin mögulega verndandi arfgerð.
Meira

Júlía Marín, og Emma Katrín komust á pall á badmintonmóti helgarinnar

Um helgina fór Landsbankamót ÍA í badminton fram á Akranesi þar sem Skagfirðingar voru meðal 150 keppenda frá níu félögum. Tindastóll sendi tvo keppendur til leiks á mótið, systurnar Júlíu Marín, og Emmu Katrínu og komust þær báðar á verðlaunapall.
Meira