Skagafjörður

Hópur Breta kynnti sér norðlenska matarmenningu

Hópur Breta hefur verið á ferðalagi um Norðurland undanfarið til að kynnast matargerð, framleiðslu og öðru sem tengist mat í norðlenskri ferðaþjónustu. Samanstendur hópurinn af fagfólki í ferðaþjónustu sem tengist matarupplifun og auk framantöldu fengu þau einnig að kynnast menningu og sögu landshlutans.
Meira

Heilbrigðiskerfi í þágu þjóðar

Píratar vilja tryggja jafnt aðgengi landsmanna að allri almennri heilbrigðisþjónustu óháð búsetu og að sú þjónusta sé alfarið gjaldfrjáls. Auka þarf réttindi sjúklinga og starfsfólks og efla forvarnir, ekki hvað síst þegar kemur að geðheilbrigðismálum.
Meira

Skipað í samstarfsnefnd sameiningar sveitarfélaga í Skagafirði

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur ákveðið að skipa fimm fulltrúa og tvo til vara í samstarfsnefnd sem kanna skuli möguleika á sameiningu við sveitarfélagið Akrahrepp.
Meira

Covid smit í Grunnskólanum austan Vatna á Hofsósi

Fyrir helgi greindist Covid smit í Grunnskólanum austan Vatna á Hofsósi meðal starfsmanna og nemenda og hefur smitrakningarteymi unnið, í samstarfi við skólann, að rakningu en smitin munu tengjast öllum deildum skólans.
Meira

Gefum sjávarbyggðunum næringu í æð!

Það er kunnara en frá þurfi að segja að kvótakerfið leiðir til samþjöppunar aflaheimilda og þar með atvinnuleysis og fátæktar í þeim byggðarlögum sem missa aflaheimildir. Íbúar þorpanna, sem ávallt gátu treyst á náttúruauðlindina, eiga nú búsetu sína og barna sinna undir dyntum eins eða tveggja kvótagreifa. Þessir valdamiklu menn geta ráðstafað öllum veiðiheimildum úr þorpinu og skilið íbúa þess eftir bjargarlausa, þó nægur fiskur sé við mynni fjarðarins, þar sem þorpið stendur.
Meira

Fjölbreytt störf – Jöfn tækifæri, jöfnuður og réttlæti

Meginástæða þess að margar byggðir og ekki síst hefðundnar sjávarbyggðir eiga undir högg að sækja er að þar skortir fjölbreytt atvinnutækifæri. Ef byggðirnar eiga að hafa einhverja möguleika til að vera eftirsóknarverðir búsetukostir fyrir ungt fólk verða þær að geta boðið því fjölbreytt og áhugaverð störf. Ef þeim tekst það ekki munu þær glata þeim mikla mannauð sem býr í ungu fólki, atvinnulífið nýtur ekki starfskrafta þess og samfélagið allt fer á mis við þann kraft og sköpun sem í því býr.
Meira

Spennusigur Stóla í Síkinu

Það var hart tekist á í Síkinu á Króknum í kvöld þegar Keflvíkingar sóttu Stóla heim í VÍS bikarkeppninni í körfubolta. Eftir góðan leik gestanna í fyrri hálfleik snéru leikmenn Tindastóls taflinu við í þeim seinni og lönduðu sætum baráttusigri í höfn og unnu með 84 stigum gegn 67.
Meira

Fall staðreynd eftir tap gegn Stjörnunni

Stólastúlkur spiluðu síðasta leik sinn í efstu deild í bili í dag þegar lið Stjörnunnar úr Garðabæ kom í heimsókn á Krókinn. Ljóst var fyrir leikinn að það var nánast eins og að biðja um kraftaverk að ætlast til þess að lið Tindastóls héldi sæti sínu í efstu deild en það var þó veikur möguleiki. Stelpurnar börðust eins og ljón og gáfu allt í leikinn en gestirnir gáfu fá færi á sér og nýttu sér síðan örvæntingu heimastúlkna til að næla í sigurmark þegar lið Tindastóls var komið framar á völlinn. Lokatölur voru 1-2 fyrir Garðbæinga og því ljóst að Lengjudeildin tekur við hjá liði Tindastóls næsta sumar.
Meira

Frábær endurkoma Tindastóls gefur smá von

Það var boðið upp á góða skemmtun á Sauðárkróksvelli í gær þegar Tindastóll og Einherji mættust í botnslag 3. deildar. Stólarnir urðu hreinlega að vinna leikinn til að eiga möguleika á að forðast fall í 4. deild en stig hefði tryggt Vopnfirðingum áframhaldandi veru í deildinni. Leikurinn var æsispennandi og sveiflukenndur en endaði með kærkomnum en sjaldgæfum sigri Tindastóls. Lokatölur 4-2.
Meira

Opna fræðslumiðstöð fiskeldis í 101 RVK

Ný fræðslumiðstöð fiskeldis Lax-Inn opnaði formlega fyrir almenningi síðastliðinn föstudag en hún er staðsett að Mýrargötu 26 á Grandagarði í Reykjavík. Þar verður hægt að kynna sér starfsemi fiskeldis með beintengingu myndavéla bæði í land- og sjóeldi á landsbyggðinni ásamt ýmsu öðru fræðsluefni um þá atvinnugrein.
Meira