Skagafjörður

Fjórtán einbýlishúsalóðir við Nestún á Sauðárkróki lausar til umsóknar

Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsti nú í vikunni lausar til umsóknar 14 einbýlishúsalóðir við götuna Nestún á Sauðárkróki, sem er ný gata efst í Túnahverfi. Fram kemur í frétt á Skagafjörður.is að umsóknarfrestur um lóðirnar er frá 16. september til og með 30. september 2021.
Meira

Telja mikilvægt að endurskoða regluverk um riðuveiki

Stjórn Búnaðarsambands Skagfirðinga hefur sent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra, bréf varðandi riðumál, þar sem skorað er á ráðherra að hraða vinnu við endurskoðun á reglum sem fjalla um kröfu niðurskurðar vegna riðu í sauðfé, bótafyrirkomulag og öllu regluverki sem að því snýr.
Meira

„Sýndum veikleika þar sem allir eru sammála um að við ætlum að bæta“ - Stólar úr leik í bikarnum

Stjarnan sló Tindastól út í Bikarkeppni VÍS í körfubolta í gærkvöldi sem fer fyrir vikið í úrlitarimmu gegn Njarðvík, sem fyrr um daginn sló ÍR út, nk. laugardag. Leikur gærkvöldsins var hörkuspennandi og réðust úrslit endanlega rétt í lokin, 86:81.
Meira

„Mér fannst þetta ofboðslega gaman“

Hvorki Guðni Þór né Óskar Smári munu verða í brúnni hjá Stólastúlkum þegar þær spretta úr spori næsta sumar í Lengjudeildinni. Feykir hafði áður sagt frá því að Guðni þjálfari væri fluttur suður og í gær tilkynnti knattspyrnudeild Tindastóls að samningur Óskars Smára yrði ekki endurnýjaður. Það verður því nýr þjálfari sem tekur við liði Stólastúlkna. Feykir sendi Óskari Smára nokkrar spurningar til að tækla og það stóð ekki á svörum á þeim bænum frekar en fyrri daginn, enda kappinn alltaf hress og jákvæður.
Meira

Verndandi gen gegn riðu hefur fundist í íslensku fé

Riða heldur áfram að hrella bændur og fyrir viku var enn eitt tilfellið staðfest á Syðra-Skörðugili í Skagafirði. Hingað til hefur niðurskurður verið eina svarið í baráttunni við þennan vágest en auk niðurskurðar smitaðrar hjarðar þarf að farga hverri kind sem látin hefur verið til annarra bæja frá sýkta bænum, líka öllum kindum frá öðrum bæjum sem hýstar hafa verið á riðubænum yfir nótt eða lengur, eins og fram kemur á heimasíðu MAST.
Meira

Í tilefni alþingiskosninga 25. september 2021 - Opið bréf til lýðveldisbarna

Þið sem fædd eruð áður og um það leyti sem lýðveldið Ísland var stofnað. Ykkur var gefið loforð: Ykkur var heitið því af foringjum allra stjórnmálaflokka, að um leið og sjálfstæðismálið yrði í höfn 17. júní 1944 skyldi þjóðin semja sér sína eigin stjórnarskrá. Loforðið var aldrei efnt af stjórnmálaflokkunum þótt rekið væri á eftir því. Það gerði til dæmis Sveinn Björnsson forseti Íslands (1944-1952) í nýársávarpi sínu árið 1949:
Meira

Fjölmörg verkefni á Norðurlandi vestra hlutu styrk úr Matvælasjóði

Nú um miðjan september veitti Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, 566,6 milljónum úr Matvælasjóði en sjóðurinn styrkti 64 verkefni að þessu sinni. Alls bárust 273 umsóknir í fjóra styrkjaflokka Matvælasjóðsins og var sótt um tæplega 3,7 milljarða króna. Í umfjöllun á vef Stjórnarráðsins kemur fram að 93% umsókna hafi talist styrkhæfar. 14% þess fjármagns sem veitt var að þessu sinni rann til verkefna á Norðurlandi vestra.
Meira

Samningur Óskars Smára ekki endurnýjaður

Knattspyrnudeild Tindastóls hefur tekið þá ákvörðun að endurnýja ekki samning við Óskar Smára Haraldsson, hinn helminginn í þjálfarateymi kvennaliðs Tindastóls, en í gær var tilkynnt að Guðni Þór Einarsson væri fluttur suður og myndi ekki þjálfa liðið áfram. Það er því ljóst að það verður nýr þjálfari í brúnni næsta sumar þegar Stólastúlkur stíga dansinn í Lengjudeildinni.
Meira

Píratísk byggðastefna

Á landinu bjuggu á síðasta fjórðungi ársins 2020 samtals 368.590 manns samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands. Þetta er álíka fjöldi og gæti búið við eina götu í stórborg erlendis. Sem fámenn þjóð ættum við að hafa fulla burði til þess að tryggja jafnræði, samheldni og stuðning hvert við annað. Það er hins vegar erfitt að koma í veg fyrir misklíð og flokkadrætti þegar ekki er hugað nægjanlega vel að þeim hópum samfélagsins sem standa höllum fæti. Lykillinn að samfélagi einingar og samstöðu liggur í að tryggja velferð og mannsæmandi kjör allra þeirra sem búa á landinu. Þetta á við um alla íbúa landsins í öllum kjördæmum þess.
Meira

Berjumst gegn fátækt á Íslandi! -Afnemum tekjuskerðingar á elli- og örorkulífeyri

Ísland er með ríkustu löndum heims. Undanfarin ár höfum við verið í 6. sæti á lista Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) yfir ríki í þessum klúbbi ríkra þjóða með mesta verga landsframleiðslu á mann (GDP). Sagt er að siðferði og gildi samfélags sé metið á grundvelli þess hvernig það kemur fram við aldraða og veikburða.
Meira