Appelsínugul viðvörun í dag - og ekkert ferðaveður
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
14.03.2022
kl. 08.31
Gul og appelsínugular viðvaranir eru í gildi á landinu vegna mjög djúprar lægðar sem væntanleg er inn á Grænlandshaf í dag og mun senda skil yfir landið með stormi eða roki, talsverðri rigningu og hlýnandi veðri. Búast má við mjög hvössum og varhugaverðum vindhviðum við fjöll á Ströndum og Norðurlandi vestra, staðbundið yfir 40 m/s. Víðtækar samgöngutruflanir líklegar og ekkert ferðaveður er á meðan viðvörunin er í gildi.
Meira
