Skagafjörður

Appelsínugul viðvörun í dag - og ekkert ferðaveður

Gul og appelsínugular viðvaranir eru í gildi á landinu vegna mjög djúprar lægðar sem væntanleg er inn á Grænlandshaf í dag og mun senda skil yfir landið með stormi eða roki, talsverðri rigningu og hlýnandi veðri. Búast má við mjög hvössum og varhugaverðum vindhviðum við fjöll á Ströndum og Norðurlandi vestra, staðbundið yfir 40 m/s. Víðtækar samgöngutruflanir líklegar og ekkert ferðaveður er á meðan viðvörunin er í gildi.
Meira

Aldís María og Anna Margrét áfram með Stólastúlkum

Á Tindastóll.is segir af því að nýverið undirrituðu þær Aldís María Jóhannsdóttir og Anna Margrét Hörpudóttir samninga við knattspyrnudeild Tindastóls og verða því með Stólastúlkum í Lengjudeildinni í sumar.
Meira

Enn er beðið eftir lokaniðurstöðum lækna vegna Bess

Það má kannski segja að gengi körfuboltaliðs Tindastóls í Subway-deildinni sé beintengt við púlsinn í samfélaginu hér á Króknum. Í síðasta sigurleik gegn ÍR sat Javon Bess meiddur á bekknum og óvíst um framhaldið hjá honum og má fullyrða að þá hafi skapast svokallaður óróapúls meðal stuðningsmanna Tindastóls. Feykir sendi nokkrar spurningar á Baldur Þór Ragnarsson, þjálfara Stólanna, og spurði út í Bess og bætingu liðsins í síðustu leikjum.
Meira

Katla er afskaplega lítil, ljúf og góð

Á Ríp í Hegranesinu í Skagafirði búa systkinin Þórður Bragi og Fanndís Vala. Foreldrar þeirra eru Sigurður Heiðar Birgisson og Sigurlína Erla Magnúsdóttir og eiga þau lítinn bróður sem heitir Kristófer Elmar. Þau ætla að segja okkur frá uppáhalds hestinum sínum henni Kötlu.
Meira

Í vinnumennsku á Sjávarborg :: Kristrún Örnólfsdóttir minnist Skagafjarðar – 1. hluti

Höfundur minningabrotanna frá Sjávarborg, Kristrún Örnólfsdóttir fædd á Suðureyri við Súgandafjörð 1902 dáin 1978. Kristrún var elst 13 barna foreldra sinna. Nám aðeins í barnaskóla. Fór 16 ára að heiman sem vinnukona í sveit og bæ næstu 7 árin, m.a. vinnukona í Reykjavík frostaveturinn, spænskuveikina og fullveldisárið 1918, sem hún skrifaði minningar um.
Meira

Naglbítur í Síkinu þegar Stólastúlkur sigruðu lið Aþenu

Stólastúlkur spiluðu átjánda leik sinn í 1. deild kvenna nú undir kvöld þegar lærisveinkur Brynjars Karls í Aþenu/UMFK mætti í Síkið. Gestirnir fóru betur af stað og leiddu með níu stigum í hálfleik en lið Tindastóls gafst ekki upp og náði vopnum sínum í síðari hálfleik. Lokamínúturnar voru æsispennandi en heimastúlkur héldu út og unnu leikinn 68-66.
Meira

Bæði norðanliðin nokkuð sátt þrátt fyrir töp

Leikið var í Lengjubikarnum í knattspyrnu í dag en fyrst voru það Stólastúlkur sem mættu liði Selfoss og síðan voru það kapparnir í Kormáki Hvöt sem tókust á við lið Hauka úr Hafnarfirði. Bæði norðanliðin urðu að sætta sig við naumt tap í hörkuleikjum.
Meira

Saumaði milliverk með harðangurs- og klaustursaum í rúmföt

Jóna Halldóra Tryggvadóttir er fædd og uppalin á Hrappstöðum í Víðidal en býr á Hvammstanga og er gift Hjalta Jósefssyni og eiga þau þrjú börn, sjö barnabörn og fjögur langömmubörn.
Meira

„Þú átt vin fyrir lífstíð ef þú kemur vel fram við Finna“

Eftir mikið japl, jaml og fuður náði Feykir loks í skottið á Gunnari Þór Andréssyni frá Tungu í Gönguskörðum en hugmyndin var að fá kappann til að svara Degi í lífi brottfluttra. Þegar Gunni var loks kominn með snert af samviskubiti opnuðust flóðgáttir og frásagnir af lífinu í Oulu í Finnlandi streymdu fram. Dagurinn er því í lengra lagi að þessu sinni.
Meira

Grillaður kjúklingabringuborgari og heit eplakaka

Matgæðingur í tbl 25, 2021, var Valgerður Karlotta Sverrisdóttir en hún er fædd og uppalin á Sauðárkróki en býr í dag í Reykjavík. Þangað flutti hún árið 1996 og er gift tveggja barna móðir. Hún á þau Sverri Má, 16 ára sem byrjaði í framhaldsskóla síðasta haust, og Filippíu Huld, sem verður 21 árs í haust og er nemandi við HÍ að læra ensku. Valgerður menntaði sig sem kjólasvein en hefur unnið á lögfræðistofu í 15 ár en passar sig á að njóta lífsins.
Meira