Skagafjörður

Breytum sjávarútveginum á laugardaginn

Allir Íslendingar eru sammála um að haga þurfi nýtingu auðlinda þannig að hún sé sjálfbær. Það á svo sannarlega við um sjávarauðlindina þar sem saman þarf að fara skynsamleg nýting fiskistofna, hámörkun á nýtingu hráefnis og góð umgengni um fiskimiðin.
Meira

Frambjóðendur Norðvesturkjördæmis í sviðsljósinu :: Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir Sjálfstæðisflokkur

Stöðu ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir gegnt síðan í janúar 2017 og dómsmálaráðherra frá mars til september 2019. Hún hlaut kjör til Alþingis fyrir Norðvesturkjördæmi 2016 og var kjörin varaformaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins 2018.
Meira

Viðgerðum á sjávarvarnagörðum á Sauðárkróki lokið

Nú er lokið framkvæmdum við sjóvarnargarða við Skarðseyri og Strandgötu á Sauðárkróki en garðarnir urðu fyrir miklum skemmdum í óveðrum seinni part ársins 2019. Framkvæmdir hófust síðastliðið haust og var fyrst ráðist í viðgerðir við Skarðseyri en þar var 450 metra kafli lagfærður og hækkaður um einn metra. Í sumar hafa viðgerðir staðið yfir við Strandveginn og lauk þeim nú um mánaðamótin.
Meira

Margrét Rún stendur í marki U17 um helgina

Magnús Örn Helgason, landsliðsþjálfari U17 kvenna í fótbolta, hefur valið Margréti Rún Stefánsdóttur í hópinn sem tekur þátt í undankeppni EM 2022. Ísland er þar í riðli með Norður Írlandi, Serbíu og Spáni og verður riðillinn leikinn í Serbíu dagana 24.-30. september.
Meira

Umhverfisverðlaun Skagafjarðar 2021 veitt í 17. sinn

Umhverfisviðurkenningar Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2021 voru veittar fimmtudaginn 16. september í Húsi frítímans og er það í 17. skipti sem það er gert. Eins og undanfarin ár var það Soroptimistaklúbbur Skagafjarðar sem stóð að verðlaunaafhendingunni ásamt formanni Umhverfis-og samgöngunefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Ingu Huld Þórðardóttur.
Meira

Frambjóðendur Norðvesturkjördæmis í sviðsljósinu :: Eyjólfur Ármannsson Flokkur fólksins

Í forystusæti Flokki fólksins í Norðvesturskjördæmis situr Eyjólfur Ármannsson, lögfræðingur LL.M. Hann er fæddur í Vestmannaeyjum, sonur Guðjóns Ármanns Eyjólfssonar, sjóliðsforingja og skólastjóra Stýrimannaskólans í Reykjavík til margra ára, og Aniku Jónu Ragnarsdóttur, húsmóður og sjúkraliða. Eyjólfur var rúmlega þriggja ára þegar fjölskyldan flutti gosnóttina frá Eyjum til Reykjavíkur, þar sem hann ólst upp.
Meira

Skagafjarðarhafnir kaupa dráttarbát

Kaup á dráttarbáti fyrir Sauðárkrókshöfn eru á lokametrunum en að sögn Dags Þórs Baldvinssonar hafnarstjóra er um að ræða Damen-bát frá árinu 2007, 20 metra langan og sjö metra breiðan með 28 tonna togkraft og tvær Caterpillar vélar sem knýja hann áfram, 1492 kw. „Með tilkomu dráttarbáts gjörbreytist allt öryggi innan hafnar og við getum þjónustað fraktskipin og fiskiskipin í flestum veðrum,“ segir Dagur Þór.
Meira

Ályktanir Drangeyjar- smábátafélags Skagafjarðar

Aðalfundur Drangeyjar- smábátafélags Skagafjarðar, var haldinn 18. september sl. Í ályktunum sem samþykktar voru má finna ákveðnar áhyggjur gagnvart fiskveiðikerfinu og fiskmarkaðsmálum í Skagafirði. Eftirfarandi eru ályktanir aðalfundarins.
Meira

Frambjóðendur Norðvesturkjördæmis í sviðsljósinu :: Stefán Vagn Stefánsson Framsóknarflokkur

Oddvitaskipti urðu hjá Framsóknarflokknum í Norðvesturkjördæmi eftir að Ásmundur Einar Daðason ákvað að færa sig í annað Reykjavíkurkjördæmið í vor. Þar stendur nú Stefán Vagn Stefánsson í brúnni og freistast til að leiða flokkinn til sigurs í kjördæminu. Stefán hefur gegnt stöðu yfirlögregluþjóns á Norðurlandi vesta og er forseti sveitastjórnar í Sveitarfélaginu Skagafirði.
Meira

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna kosninga til Alþingis laugardaginn 25. september 2021

Greiða má atkvæði utan kjörfundar á skrifstofum embættisins sem hér segir: Blönduósi, aðalskrifstofu, Hnjúkabyggð 33, Blönduósi, virka daga, kl. 09:00 til 15:00. Sauðárkróki, sýsluskrifstofu, Suðurgötu 1, Sauðárkróki, virka daga, kl. 09:00 til 15:00.
Meira