Skagafjörður

Ungt lið Stólastúlkna fékk skell gegn liði ÍBV

Stólastúlkur léku í gær þriðja leik sinn í A deild Lengjubikarsins en að þessu sinni mættu þær liði ÍBV og var leikið í Akraneshöllinni. Úrslitin voru ekki alveg þau sem vonast var eftir en Vestmanneyingar gerðu sex mörk án þess að okkar stúlkur næðu að svara fyrir sig en það skal þó tekið fram að lið Tindastóls var talsvert laskað.
Meira

Erum vongóð um fullan bata Atlasar

„Okkar börn væru ekki á lífi ef ekki væri fyrir þetta frábæra starfsfólk. Væntumþykjan þar á bæ er endalaus,“ er haft eftir Kristbjörgu Kamillu Sigtryggsdóttur í Morgunblaðinu í síðustu viku en hún og Elna Ragnarsdóttir á Skagaströnd komu ásamt eiginmönnum sínum og ungum börnum þeirra færandi hendi á vökudeild Landspítalans nokkrum dögum fyrr. Feykir forvitnaðist örlítið um málið.
Meira

Veðurspá Dalbæinga hljómar svipað og sú síðasta

Í fundargerð Veðurklúbbs Dalbæjar þann fjórða mars sl. segir að nánast hefði verið hægt að afrita síðustu fundargerð því veðurspá marsmánaðar hljómar mjög svipað og sú síðasta, þó úrkoma á Dalvík í mars verði ekki eingöngu í föstu formi heldur aðeins blautari en hún var í febrúar. „En áfram verðum við í einhverju mildasta veðrinu hérna á Dallas á meðan við erum farin að vorkenna suður, austur og vesturhlutum landsins fyrir þá veðráttu sem yfir þá gengur,“ segir í fundargerðinni.
Meira

Það var lagið strákar!

Það voru sorglega fáir stuðningsmenn Tindastóls (þó 208 samkvæmt skýrslu) sem sáu sér fært að mæta í Síkið í gær þar sem lið Stólanna og Stjörnunnar hristu fram úr erminni hina bestu skemmtun. Við skulum vona að Króksarar hafi ekki óvart verið bólusettir við körfuboltabakteríunni en kórónuveiran er í það minnsta skæð þessa dagana og líklegt að stór hluti stuðningsmanna hafi ekki átt heimangegnt og aðrir veigrað sér við að mæta í Síkið. Þeir sem mættu létu hins vegar vel í sér heyra, voru í dúndurstuði, enda sáu þeir sína menn í 40 mínútna ham sem endaði með sætum sigri, 94-88.
Meira

Þolinmæðin kemur einhverstaðar á leiðinni

Úrsúla Ósk Lindudóttir á heima á Skálá í Sléttuhlíð ásamt kærastanum sínum Arnari Bjarka og átta mánaða dóttur þeirra Heru. Þau eru með mjólkurbú, naut, hesta, kindur og eina geit og kiðlingana hennar. Arnar á labradorrakka sem heitir Simbi og Úrsúla á Ástralska tík sem heitir Apríl.
Meira

Brottfluttir Króksarar eiga og reka stærstu ferðaskrifstofu landsins sem snýr að erlendum ferðamönnum

Nýlega voru nokkrar íslenskar ferðaskrifstofur sameinaðar undir einum hatti undir nafninu Travel Connect og til varð stærsta ferðaskrifstofa landsins sem snýr að erlendum ferðamönnum. Starfsmenn eru um 200 talsins og spennandi tímar framundan. Fyrirtækið er með sterk ættartengsl við Skagafjörð, því aðaleigendur þess eru þeir Ásberg Jónsson, framkvæmdastjóri, og Davíð Harðarson, fjármálastjóri, sem Feykir ræddi við og forvitnaðist um málið.
Meira

Lambakonfekt, fylltar beikondöðlur og skyrterta

Matgæðingar í tbl 24, 2021, voru þau Guðrún Elsa Helgadóttir og Arnar Ólafur Viggósson en það voru Vigdís og Þröstur á Skagaströnd sem skoruðu á Guðrúnu og Arnar að taka við því þau eru miklir matgæðingar og höfðingjar heim að sækja. Guðrún og Arnar búa einnig á Skagaströnd og eru bæði fædd og uppalin þar. Guðrún er aðstoðarskólastjóri í Grunnskólanum og Arnar er yfirmaður íþróttamannvirkja á staðnum. Þau eiga saman tvö börn sem verða 15 og 19 á þessu ári. 
Meira

Hugsið ykkur ef allir lifðu í friði!

Sagt var frá því á Feyki fyrr í vikunni að Gleðibankinn á Skagaströnd hefði hvatt íbúa til að mæta á íþróttasvæðið í hádeginu í gær til að mynda friðarmerki úr manneskjum. Skagstrendingar lágu ekki á liði sínu og fjölmenntu á svæðið, mynduðu tákn friðar og gjörningurinn var tekinn upp á drónamyndband og nú má sjá afraksturinn.
Meira

„Mikil sóknarfæri á næstu árum,“ sagði Svandís Svavarsdóttir við setningu Búgreinaþings

Fyrsta búgreinaþing búgreinadeilda Bændasamtaka Íslands var sett við hátíðlega athöfn á Hótel Natura í Reykjavík í gær undir yfirskriftinni Samstíga landbúnaður. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra og Stefán Vagn Stefánsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis fluttu erindi og í framhaldinu héldu búgreinadeildirnar sína fundi. Trausti Hjálmarsson var kjörinn nýr formaður í morgun.
Meira

Messa í Hofsóskirkju aflýst

Því miður þarf að aflýsa æskulýðsmessu sem fyrirhugað var að hafa í Hofsóskirkju sunnudaginn 6. mars kl. 11:00. Nýr messutími verður auglýstur síðar.
Meira