Skagafjörður

Eva Rún komin á fleygiferð eftir erfið veikindi

Fimm mánuðir eru liðnir síðan Eva Rún Dagsdóttir, lykilleikmaður Tindastóls í körfubolta, lá mikið kvalin á gjörgæsludeild eftir að hafa fengið blóðtappa. Batinn hefur, sem betur fer, verið góður en sl. mánudag spilaði hún sinn fyrsta körfuboltaleik eftir veikindin. Hún segist ekki hafa mátt spila körfubolta fyrr en eftir mánuð hið minnsta í viðbót en fékk nýlega leyfi frá lækni sínum að spila aftur sem voru miklar gleðifréttir.
Meira

„Trúin flytur fjöll“ segir Guðni Þór

Síðasta umferðin í Pepsi Max deild kvenna fer fram nú um helgina. Það er á brattann að sækja fyrir lið Tindastóls og sennilega bara allra bjartsýnustu menn og konur sem reikna fastlega með að liðið haldi sæti sínu í deildinni. En miði er möguleiki og Stólastúlkur þurfa fyrst og síðast að einbeita sér að því að sigra lið Stjörnunnar þegar liðin mætast á sunnudaginn. Feykir tók stöðuna með Guðna Þór Einarssyni í þjálfaragengi Stólanna og hann segir að leikurinn verði lagður upp svipað og gegn Selfossi um síðustu helgi.
Meira

Einn slasaðist illa í útafkeyrslu

Rétt um kl. 23:00 sl. miðvikudagskvöld fengu Brunavarnir Skagafjarðar útkall vegna bifreiðar sem ekið hafði verið útaf Sauðárkróksbraut á milli Sauðárkróks og Varmahlíðar. Eftir því sem fram kemur á Facebooksíðu Brunavarna voru þrír einstaklingar í bifreiðinni og þurfti að beita björgunarklippum til þess að ná einum þeirra út.
Meira

Enn eitt riðutilfellið í Skagafirði

Riðuveiki hefur verið staðfest á bænum Syðra-Skörðugili í Skagafirði. Um 1500 fjár eru á bænum, fullorðið fé og lömb. Þetta kemur fram á heimasíðu Matvælastofnunar.
Meira

Aukin rafleiðni í Vestari-Jökulsá

Aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra segir á Facebooksíðu lögreglunnar á svæðinu og tilkynning hafi borist frá Veðurstofu Íslands um aukna rafleiðni í Vestari-Jökulsá í Skagafirði en upptakakvíslar hennar koma undan Hofsjökli norðanverðum. Vestari-Jökulsá rennur saman við Austari-Jökulsá um átta kílómetra sunnan við mynni Norðurárdals (á móts við Silfrastaði) og mynda þær saman Héraðsvötn. Þjóðvegur 1 milli Varmahlíðar og Akureyrar liggur með Héraðsvötnum á kafla.
Meira

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, ásamt frambjóðendum Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi, á Kaffi Krók á morgun

Miðflokkurinn býður til fundar með frambjóðendum á Kaffi Krók á Sauðárkróki á morgun laugardaginn 11. september kl. 16:00. Á fundinum verða Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins og oddviti Norðausturkjördæmis, Bergþór Ólason, oddviti Norðvesturkjördæmis, Sigurður Páll Jónsson, sem skipar 2. sæti listans í Norðvesturkjördæmi ásamt Högna Elfari Gylfasyni sem skipar 5. sæti listans í Norðvesturkjördæmi.
Meira

Lítið ljós tileinkað minningu Lalla

Nú í vikunni leit nýtt lag eftir Svein Arnar Sæmundsson dagsins ljós en lagið kallast einmitt Lítið ljós og er gullfallegt. Sveinn Arnar er frá Syðstu-Grund í Akrahreppi en hefur undanfarin 19 ár starfað sem organisti á Akranesi. „Lagið er tileinkað minningu vinar míns, Lárusar Dags Pálssonar,“ segir hann aðspurður um tilurð lagsins.
Meira

Nú má allt fara laust í grænu tunnuna!

Flokka kynnir þessa dagana nýjung varðandi flokkun í Svf. Skagafirði. Breytingin felst í því að allt sem áður fór flokkað í poka í grænu tunnuna má nú fara laust í grænu tunnuna. Semsagt; engir glærir pokar lengur.
Meira

Lög, réttleysi og réttlæti

Í 1. gr. laga nr. 2016/2006, um stjórn fiskveiða, segir: „Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.“
Meira

Ljós um land allt

Þann 30. mars 2013 birtist grein í Morgunblaðinu eftir þingmenn Framsóknar sem bar nafnið „Ljós í fjós“ og var upphafið af því verkefni sem við þekkjum sem „Ísland ljóstengt“. Það verkefni er eitt stærsta byggðarverkefni sem ráðist hefur verið í á síðustu árum og felst í því að ljósleiðaravæða hinar dreifðu byggðir landsins.
Meira