Fór huldu höfði í skjóli bænda í Skagafirði :: Á flótta í 40 ár. Öðruvísi Íslandssaga
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
13.11.2021
kl. 08.03
Út er komin bókin, Markús. Á flótta í 40 ár. Öðruvísi Íslandssaga, eftir sagnfræðinginn Jón Hjaltason. Markús þessi var Ívarsson, Eyfirðingur og nokkuð fyrir heiminn eða hvað á að segja um mann sem átti fimmtán börn með átta konum? Og til að bæta gráu ofan á svart komst hann upp á kant við lögin, sat þrjú ár í betrunarhúsi í Kaupmannahöfn og gerðist seinna flóttamaður, sá seigasti í því fagi sem Ísland hefur átt. Markús andaðist 1923 og hafði þá verið eftirlýstur síðan hann strauk úr tukthúsi á Akureyri árið 1881.
Meira