Skagafjörður

Nafarbændurnir Stefán og Sigurjóna segja mikla lífsfyllingu fylgja því að stússast við kindurnar

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti þann 30. nóvember sl. Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 ásamt umhverfismatsskýrslu en vegna þess bárust athugasemdir og umsagnir frá 102 aðilum vegna aðalskipulagsins frá umsagnaraðilum, íbúum og öðrum aðilum, langflestar þeirra í formi samhljóða bréfs frá frístundabændum á Nöfunum, og vörðuðu fyrirhugaða stækkun íþróttasvæðisins á Nöfunum þar sem ekki var gert ráð fyrir frístundabúskap í framtíðarplönum Sveitarfélagsins.
Meira

Sænsku tvíburarnir Anton og Oskar Örth til liðs við Stólana

Knattspyrnudeild Tindastóls hefur samið við sænsku tvíburana Anton og Oskar Örth um að leika með meistaraflokksliðinu í sumar. Kemur fram á heimasíðu Tindastóls að þeir séu fæddir árið 1995 og hafi æft með liðinu frá því í byrjun febrúar.
Meira

Uppbygging 2. áfanga Sundlaugar Sauðárkróks hafin

Framkvæmdir eru að hefjast við uppbyggingu annars áfanga Sundlaugar Sauðárkróks byggt verður við núverandi sundlaug og komið fyrir setlaugum og rennibrautum ásamt því að hreinsi- og laugarkerfi verður endurnýjað. Vegna framkvæmda verður laugin lokuð í dag en stefnt er að því að opna aftur á morgun laugardaginn 12. mars.
Meira

5G er komið í þéttbýli Blönduóss

„5G er komið í þéttbýli Blönduóss,“ segir í tilkynningu á heimasíðu sveitarfélagsins en þeir sem eru með nýjustu útgáfu símtækja frá Apple, Samsung og Nokia geta nú loksins tengst því kerfi. Fyrstu 5G sendar Símans fóru í loftið á dögunum en um er að ræða 30 senda frá sænska fjarskiptafyrirtækinu Ericsson og eru þeir flestir á höfuðborgarsvæðinu en einnig hafa verið settir upp sendar á Egilsstöðum, Þorlákshöfn og Blönduósi.
Meira

Stólarnir rifu tvö stig með sér úr Hellinum

Lið Tindastóls vann fjórða leik sinn í röð í kvöld og þriðja leikinn á einni viku þegar liðið sótti hellisbúana í Breiðholtinu heim. Eins og vanalega þegar lið ÍR heldu partý þá var boðið upp á baráttu og spennu. Tindastólsmenn voru án Javon Bess en náðu að negla saman þokkalegasta varnarvegg og í sókninni steig Taiwo upp og sýndi listir sínar. Lokatölur voru 71-75 og Tindastólsmenn öruggir með sæti í úrslitakeppninni.
Meira

Matgæðingur vikunnar - Beikonvafinn skötuselur og súkkulaðikaka

Matgæðingur vikunnar er Ragnar Helgason, fjármálaráðgjafi einstaklinga hjá Arion banka á Sauðárkróki. Ragnar er giftur Erlu Hrund Þórarinsdóttur, sérfræðingi í fjármálum hjá Sveitarfélaginu Skagafirði, en saman eiga þau synina Mími Orra, Rökkva Rafn og Hugin Frey. Ragnar ólst upp í Varmahlíð, bjó um tíma í Reykjavík en flutti svo á Krókinn fyrir sex árum síðan og hér vill fjölskyldan vera.
Meira

Yves Ngassaki á að skora fyrir Stólana í sumar

Í frétt á vef Tindastóls er sagt frá því að knattspyrnudeild félagsins hefur samið við franska framherjann Yves Ngassaki um að leika með Tindastólsliðinu á komandi tímabili. „Yves er stór, sterkur og fljótur framherji sem á eftir að nýtast okkar liði alveg frábærlega,“ er haft eftir Donna þjálfara.
Meira

Ólöf Lovísa ráðin atvinnuráðgjafi hjá SSNV

Á dögunum auglýsti SSNV eftir atvinnuráðgjafa með áherslu á nýsköpun og bárust alls 20 umsóknir um starfið. Á heimasíðu samtakanna kemur fram að úrvinnslu umsókna sé lokið og var Skagfirðingurinn Ólöf Lovísa Jóhannsdóttir ráðin í starfið.
Meira

Jökulárnar í Skagafirði | Álfhildur Leifsdóttir skrifar

Unnið hefur verið að áætlunum um virkjanir í Jökulsánum í Skagafirði í hartnær hálfa öld. Krafa um virkjun verður sífellt háværari, umræðan um orkuskort vex og virkjanaglöðum sveitarstjónarmönnum verður tíðrætt um glötuð tækifæri í héraði vegna orkuskorts. En þó eru ekki allir sveitarstjórnarmenn á þeim buxunum...
Meira

Skagfirðingar tilbúnir til að taka á móti flóttafólki frá Úkraínu

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar ítrekar fordæmingu á innrás Rússa í Úkraínu og brot þeirra á sjálfstæði og sjálfræði úkraínsku þjóðarinnar en byggðarráð hafði áður fordæmt innrásina harðlega. Sveitarfélagið Skagafjörður lýsti á fundi sínum í gær yfir vilja sínum til að taka á móti flóttafólki frá Úkraínu og fól sveitarstjóra að vera í sambandi við flóttamannanefnd til að koma þeim vilja á framfæri, afla frekari upplýsinga um samninga um móttöku flóttamanna og stilla saman strengi með stjórnvöldum.
Meira