Skagafjörður

Myndlistarsýning í Áshúsi í tilefni af útgáfu bókarinnar Sumardagur í Glaumbæ

Byggðasafn Skagfirðinga stendur fyrir listsýningu í Áshúsi í Glaumbæ þar sem sýndar verða myndirnar sem prýða bókina Sumardagur í Glaumbæ sem er einmitt að koma út þessa dagana. Sýningin verður opnuð 18. september. Myndirnar eru málaðar af franska listamanninum Jérémy Pailler sem þrívegis hefur heimsótt Ísland, tvívegis Nes listamiðstöð á Skagaströnd og einnig dvaldi hann og vann að list sinni í Kakalaskála. Að sjálfsögðu tók hann ástfóstri við landið okkar.
Meira

Samfélagsvegir – sveitalínan

Með sam­stilltu átaki tókst okk­ur Íslend­ing­um að stór­efla og bæta fjar­skipti í sveit­um lands­ins. Rann­sókn sem gerð var fyr­ir fjar­skipta­sjóð dró fram hversu mikla þýðingu það verk­efni hef­ur haft fyr­ir lífs­gæði, tekju­mögu­leika og byggðafestu í dreif­býli um land allt.
Meira

Sækir sér menntun í viðleitni sinni til að auka virði landbúnaðarframleiðslunnar

Framtíð landbúnaðar á Íslandi og afkoma bænda er sívinsælt umræðuefni og ekki síst núna í aðdraganda kosninga. Margir vilja stokka kerfið upp en fáum tekist að setja fingurinn á hina réttu leið. Bent hefur verið á að ungt fólk eigi erfitt með að hefja búrekstur eða ná viðunandi rekstrarafkomu búsins. Mikael Jens Halldórsson, frá Molastöðum í Fljótum, vill þó reyna að auka virði afurðanna og sækir nú nám í matvælagreinum í VMA.
Meira

Íbúðir í barnaskólahúsinu við Freyjugötu í sölu á næstu mánuðum

Það er mikið framkvæmt þessa dagana á Sauðárkróki og þegar blaðamaður fór á stúfana í gærmorgun var til að mynda verið að malbika á lóð gamla barnaskólahússins við Freyjugötu. Þrátt fyrir að framkvæmdum sé ekki lokið hefur byggingin tekið algjörum stakkaskiptum en gamli leikfimisalurinn var rifinn í sumarbyrjun og fyrir nokkru var sá partur hússins byggður upp að nýju. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir Friðrik Þór Ólafsson hjá byggingaverktakanum Friðriki Jónssyni ehf.
Meira

„Okkar tími í efstu deild verður lengi í minnum hafður“

Feykir sagði frá því fyrr í dag að Guðni Þór Einarsson, annar þjálfara kvennaliðs Tindastóls í fótboltanum, hefur nú sagt skilið við liðið sitt enda búinn að flytja sig um set suður á mölina. Óhætt er að fullyrða að Guðni hafi staðið sig með mikilli prýði og ávallt verið Tindastóli til sóma líkt og liðið sem hann þjálfaði. Í tilefni af þessum tímamótum sendi Feykir kappanum nokkrar spurningar.
Meira

VILT ÞÚ BÚA Í LANDI TÆKIFÆRANNA?

Vilt þú búa í landi tækifæranna - þar sem yfir 600 manns bíða áratugum saman á biðlista eftir húsnæði - en það er enginn heimskortur á byggingarefni, vinnufólki né peningum? Vilt þú búa í landi tækifæranna - þar sem fátækt eykst og fleiri þúsund manns eiga ekki fyrir mat út mánuðinn - samt er enginn skortur á matvælum í landinu?
Meira

Guðni Þór hættir með Stólastúlkur

Það er komið að tímamótum hjá kvennaliði Tindastóls í knattspyrnu því Guðni Þór Einarsson sem þjálfað hefur liðið undanfarin ár, fyrst í félagi við Jón Stefán Jónsson tímabilin 2018-2020 og nú í sumar með Óskari Smára Haraldssyni, lætur nú af störfum en hann er að flytja sig um set suður yfir heiðar. Með Guðna við stýrið hefur lið Tindastóls náð einstæðum árangri í knattspyrnusögu félagsins.
Meira

Hlutfall nemenda sem sækja skóla í meira en 30 km fjarlægð frá heimili sínu hæst á Norðurlandi vestra

Á heimasíðu SSNV er vakin athygli á nýútkominni skýrslu Byggðastofnunar, Vinnu- og skólasóknarsvæði og almenningssamgöngur, sem unnin var af Byggðastofnun fyrir samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið. Í skýrslunni er að finna áhugaverðar upplýsingar um stöðu þessara mála um land allt, ekki síst á Norðurlandi vestra.
Meira

Mikil ánægja með nýjan gangnamannaskála á Grímstunguheiði

Gangnamenn úr Vatnsdal og Þingi vígðu á dögunum nýjan gangnamannaskála á Grímstunguheiði. Hann kemur í stað þriggja eldri skála á leitarsvæði þeirra. Húnavatnshreppur fjármagnar þessar framkvæmdir. Í tilefni vígslunnar sunnudaginn 5. september klæddu menn sig upp á og nutu veislufanga í boði Birgis Ingþórssonar, gangnaforingja í Undanreið.
Meira

Plægjum jarðveg tækifæranna

Áhersla Sjálfstæðisflokksins á athafnafrelsi og einstaklingsframtak er grundvöllur þeirrar verðmætasköpunar sem öll markmið samfélagsins um kröftugt velferðarkerfi hvíla á. Þetta er sérstaða Sjálfstæðisflokksins. Ég horfi á íslenskt samfélag og þó vissulega séu hér óleyst verkefni þá er Ísland raunverulega land tækifæra. Við viljum plægja jarðveg tækifæranna með sterkara velferðarkerfi, betri innviðum og samkeppnishæfara umhverfi sem styður við verðmætasköpun.
Meira