Myndlistarsýning í Áshúsi í tilefni af útgáfu bókarinnar Sumardagur í Glaumbæ
feykir.is
Skagafjörður, Listir og menning
16.09.2021
kl. 12.47
Byggðasafn Skagfirðinga stendur fyrir listsýningu í Áshúsi í Glaumbæ þar sem sýndar verða myndirnar sem prýða bókina Sumardagur í Glaumbæ sem er einmitt að koma út þessa dagana. Sýningin verður opnuð 18. september. Myndirnar eru málaðar af franska listamanninum Jérémy Pailler sem þrívegis hefur heimsótt Ísland, tvívegis Nes listamiðstöð á Skagaströnd og einnig dvaldi hann og vann að list sinni í Kakalaskála. Að sjálfsögðu tók hann ástfóstri við landið okkar.
Meira