AWE hraðallinn býður upp á spennandi tækifæri fyrir konur til að koma viðskiptahugmynd á laggirnar
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
12.01.2022
kl. 14.14
Háskóli Íslands og Bandaríska sendiráðið á Íslandi leita nú að þátttakendum fyrir nýsköpunarhraðalinn Academy for Women Entrepreneurs (AWE) sem er sérstaklega ætlaður konum og hefst nú 3. febrúar og lýkur með útskrift þann 6. maí. Bæði einstaklingar og lið geta tekið þátt í hraðlinum og frestur til að skila inn umsókn um þátttöku rennur út 17. janúar. Nýsköpunarhraðallinn er þátttakendum að kostnaðarlausu og eru verðlaun veitt í lok hraðalsins.
Meira