Skagafjörður

Viðar tilbúinn í troðslu í kvöld þegar Tindastóll og Stjarnan mætast í 18. umferð Subway deildarinnar

Það verður risaleikur í Síkinu á Króknum í kvöld þegar Tindastóll og Stjarnan mætast í 18. umferð Subway deildar karla. Heimamenn allir eru klárir í leikinn, bæði liðið og stuðningsmenn líka sem boðað hafa hitting á Sauðá fyrir leik. Það er ljóst að baráttan er mikil um sæti í úrslitakeppninni en átta efstu liðin fá keppnisréttinn sem öll lið sækjast eftir. Tindastóll er nú í 7. sæti, tveimur stigum ofar en ÍR, Breiðablik og KR sem öll eru með 14 stig og öll að berjast fyrir sæti í lokakeppninni.
Meira

Mette og Skálmöld sigruðu í gæðingafimi Meistaradeildar KS

Mette Mannseth og Skálmöld frá Þúfum stóðu uppi sem sigurvegarar í gæðingafimi Meistaradeildar KS í hestaíþróttum sem fram fór á miðvikudagskvöldið, með einkunnina 8,41. Hefur þetta glæsilega par þá sigrað í þessari grein tvö ár í röð. Þúfur tekur forystuna í liðakeppninni.
Meira

„Dagurinn var mjög góður en við stefnum á hefðbundinn öskudag að ári“

Kórónuveirufaraldurinn fer nú um eins og stormsveipur en vonast er til að þjóðin myndi hjarðónæmi áður en langt um líður. Það eru því ansi margir sem verða að gjöra svo vel að dúsa heima þessa dagana; sumir finna fyrir litlum einkennum en aðrir eru ekki svo heppnir. Ljóst er að flestir vildu vera án þessa vágests. En það var öskudagur í gær og þeir sem ekki komust út úr húsi en voru heima með börnin sín þurftu að láta reyna á þær gráu til að gera það besta úr stöðunni. Það virtist hafa tekist með ágætum hjá þeim hjónum, Gesti Sigurjóns, kennara við Árskóla, og Ernu Nielsen, starfsmanni leikskólans Ársala á Króknum.
Meira

Verðum að tryggja öryggi og velferð okkar fólks, segir forstjóri MAST

Matvælastofnun hefur óskað eftir rannsókn lögreglu vegna atviks þar sem veist var að starfsmanni stofnunarinnar þegar hann var að sinna eftirliti. Á heimasíðu stofnunarinnar kemur fram að um sé að ræða þriðja tilvikið á sl. þremur árum en allt ofbeldi eða hótanir um ofbeldi í garð starfsmanna Matvælastofnunar er kært til lögreglu.
Meira

Matgæðingur vikunnar - Kjúklingasúpa og brauðbollur með fetaosti

Matgæðingur vikunnar er Halla Rut Stefánsdóttir en hún er dóttir hjónanna Margrétar Guðbrandsdóttur og Stefáns Gíslasonar. Halla ólst upp í Varmahlíð en er búsett á Hofsósi í dag en þar starfar hún sem prestur í Hofsóss- og Hólaprestakalli. Halla gefur hér með uppskrift af súpu sem hún gerir oft og finnst alltaf jafn góð.
Meira

„Brot á sjálfstæði og sjálfræði Úkraínu“

Það hefur ekki farið framhjá neinum að Rússar hófu innrás í Úkraínu fyrir viku með tilheyrandi hörmungum fyrir íbúa svæðisins. Í fundargerð byggðarráðs Svf. Skagafjarðar frá í gær segir að byggðarráð fordæmi harðlega innrás Rússa og brot þeirra á sjálfstæði og sjálfræði úkraínsku þjóðarinnar.
Meira

Undirbúningur sameininga hafinn

Akrahreppur og Svf. Skagafjörður sameinuðust sem kunnugt er í kosningum þann 19. febrúar síðastliðinn en síðan hefur lítil farið fyrir umræðu um framhaldið í væntanlegri sameiningu. Feykir hafði samband við Sigfús Inga Sigfússon, sveitarstjóra Svf. Skagafjarðar, og spurði hann hvað væri framundan. „Næstu skref eru að bæði sveitarfélög skipa 2-3 einstaklinga hvort um sig í undirbúningsstjórn. Sú stjórn hefur nokkur verkefni, m.a. að semja samþykkt um stjórn og fundarsköp hinnar nýju sveitarstjórnar sem mun gilda fyrir nýtt sveitarfélag þar til því hefur verið sett sérstök samþykkt,“ segir Sigfús Ingi.
Meira

Mesta fækkun á Norðurlandi vestra í prósentum talið

Íbúum Reykjavíkurborgar fjölgaði um 302 íbúa á tímabilinu frá 1. desember 2021 til 1. mars 2022 og íbúum Hafnarfjarðarkaupstaðar fjölgaði um 106 íbúa á sama tímabili. Íbúum Akureyrarbæjar fjölgaði á þessu tímabili um 56. og í Reykjanesbæ hefur fjölgað nokkuð hressilega á umræddu tímabili eða um 120 íbúa tímabilinu. Fækkun varð um 37 íbúa á Norðurlandi vestra.
Meira

Stríð í Evrópu :: Leiðari Feykis

Það er óhugnalegt til þess að hugsa, og jafnframt afar þungbært, að loks þegar við sjáum fyrir endann á þeim heimsfaraldri sem hefur haldið jarðarbúum í nokkurs konar heljargreipum í tvö ár með öllum þeim gríðarmiklu mannfórnum og efnahagsþrengingum sem honum fylgir, skuli heimsbyggðin svo vakna upp við þann vonda raunveruleika að stríð sé skollið á í Evrópu.
Meira

Taktu þátt í könnun um LOFTBRÚ

Verkefninu LOFTBRÚ var hleypt af stokkunum síðla árs 2020 en í gegnum það öðlast íbúar dreifbýlisins á skilgreindum svæðum 40% afslátt fyrir sex flugleggi (þrjár ferðir fram og til baka) á ári. Í frétt á vef SSNV segir að þar sem ekki hafiverið reglubundið flug til Sauðárkróks í nokkurn tíma hafa íbúar Norðurlands vestra kannski ekki verið mjög meðvitaðir um að viss hluti svæðisins, póstnúmer 540 til 570, fellur undir skilgreinda fjarlægð frá höfuðborginni, sem gefur rétt til þess að nýta sér afsláttarkjör Loftbrúarinnar.
Meira