Skagafjörður

Frambjóðendur Norðvesturkjördæmis í sviðsljósinu :: Stefán Vagn Stefánsson Framsóknarflokkur

Oddvitaskipti urðu hjá Framsóknarflokknum í Norðvesturkjördæmi eftir að Ásmundur Einar Daðason ákvað að færa sig í annað Reykjavíkurkjördæmið í vor. Þar stendur nú Stefán Vagn Stefánsson í brúnni og freistast til að leiða flokkinn til sigurs í kjördæminu. Stefán hefur gegnt stöðu yfirlögregluþjóns á Norðurlandi vesta og er forseti sveitastjórnar í Sveitarfélaginu Skagafirði.
Meira

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna kosninga til Alþingis laugardaginn 25. september 2021

Greiða má atkvæði utan kjörfundar á skrifstofum embættisins sem hér segir: Blönduósi, aðalskrifstofu, Hnjúkabyggð 33, Blönduósi, virka daga, kl. 09:00 til 15:00. Sauðárkróki, sýsluskrifstofu, Suðurgötu 1, Sauðárkróki, virka daga, kl. 09:00 til 15:00.
Meira

Látum ekki kúga okkur lengur í krafti einokunar og auðs!

Þar sem atvinnulíf er einhæft ráða eigendur og stjórnendur fyrirtækjanna því hverjir fá störfin í samfélaginu og hverjir ekki og hverjir eru reknir og hverjir ekki. Þetta vita allir sem þar búa og þeir sem valdið hafa, í krafti einokunar og auðs, þurfa ekki að segja þetta upp hátt og enn síður að hóta einhverjum með berum orðum því hver treystir sér til að gagnrýna fyrirtæki, eigendur þess eða stjórnendur þegar hann veit að það getur kostað hann starfið og að það er enga aðra vinnu að hafa? Hvernig á hann þá að framfleyta sér og fjölskyldu sinni?
Meira

Frambjóðendur Norðvesturkjördæmis í sviðsljósinu :: Bjarni Jónsson Vinstrihreyfingin - grænt framboð

Bjarni Jónsson er nýr oddviti Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi en það sæti fékk hann eftir sigur í prófkjöri flokksins sl. vor. Á síðasta kjörtímabili sat hann í öðru sæti og settist inn á Alþingi sem varamaður Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur sem skipaði efsta sæti flokksins í kjördæminu.
Meira

Píratar standa með sjómönnum

Sjómenn eru samningslausir, aftur. Félög sjómanna sendu frá sér yfirlýsingu þann 16. september, með titlinum „Svik við sjómenn eru svik við þjóðina!“ Í henni eru raktar grunsemdir um að allt að tuttugu milljarða vanti inn í launauppgjör og skattheimtu ríkisins í útflutningi fiskafurða milli tengdra aðila. Þeirra útreikningar leiða af sér að um 8,3% vanti upp á verðmæti afurðanna þegar þær eru skráðar út úr landinu.
Meira

Saknar sundlauganna og gnauðsins í vindinum

Feykir þeytist heimsálfanna á millum í leit að íbúum af Norðurlandi vestra sem hafa komist í tölu brottfluttra íbúa landshlutans til lengri eða skemmri tíma. Nú tökum við hraustlegt stökk í vestur og lendum hjá Áslaugu Sóllilju Gísladóttur í Vancouver í Kanada. Hún er eitt fjögurra barna Bryndísar Kristínar Williams Þráinsdóttur og Gísla Svans Einarssonar sem búa á Suðurgötunni á Króknum.
Meira

TÖKUM Í HORNIN Á TUDDA

„Metoo - og hvað svo?“ Erlendis eru þeir barnaníðingar sem í skjóli valdastöðu sinnar hafa áratugum saman komist upp með glæpinn nú sóttir til saka og sekir fundnir. Hér á landi hafa kynferðisbrotaþolar í þúsundatali verið rændir rétti sínum til að leggja fram kæru vegna fyrningarákvæða almennnra hegningarlaga er halda hlífiskildi yfir þeim sem ódæðin frömdu fyrir árið 2007 - og gerendurnir leika lausum hala.
Meira

Drama í lokaumferðinni þegar Stólarnir féllu í 4. deild

Það fór eins og margan grunaði að það varð hlutskipti Tindastóls að falla niður í 4. deild eftir frekar afleitt og lukkulaust sumar í boltanum. Enn var þó möguleiki á því að liðið héldi sér uppi þegar flautað var til leiks í Eyjum í dag og nöturleg staðreynd að sigur hefði dugað liðinu til að halda sér uppi þar sem Vopnfirðingar kræktu aðeins í eitt stig á heimavelli gegn Víðismönnum. Lokatölur í leiknum gegn KFS í Eyjum voru hins vegar 4-3 fyrir heimamenn og versta martröð Tindastólsmanna því orðin að veruleika.
Meira

Nýr líkbíll í Skagafjörð

Í síðustu viku tóku kirkjusóknir í Skagafirði formlega við nýjum líkbíl í þjónustu sína sem félagasamtök, fyrirtæki og einstaklingar höfðu safnað fyrir en hann tekur við af 40 ára gömlum Chevrolet sendibíl. Mikil ánægja er með bílinn sem búinn er öllum þeim búnaði sem til er ætlast af slíkum bíl.
Meira

Skagafjörður og Ísland allt

Einhverra hluta vegna hafa ýmis framfaramál í Skagafirði ekki fengið umfjöllun við hæfi, nema einstaka mál sem hafa tímabundið hlotið náð fyrir augum ráðherra vegna þess að stutt er í alþingiskosningar. Reglulega hafa íbúar viðrað áhyggjur sínar vegna vegarins milli Fljóta og Siglufjarðar. Jarðskrið vegarins um Almenninga eru hættumerkin og hugsanlega er bara spurning um hvenær, fremur en hvort, stór hluti hans fellur í sjó fram. Slíkt gæti gerst fyrirvaralaust í jarðskjálfta og væru þá mannslíf í húfi auk lokunar vegtengingar við Siglufjörð. Þegar stjórnvöld taka ákvarðanir um framkvæmdir í vegakerfinu er það skylda þeirra að taka tillit til hættulegra aðstæðna eins og þarna eru og skoða samhengi hlutanna. Ný jarðgöng milli Fljóta og Siglufjarðar eru skynsamlegasta lausnin og verða að komast á dagskrá hið fyrsta.
Meira