Skagafjörður

Aðstaða og aðgengi: Leiðin til árangurs :: Greta Clough skrifar

Matthew Syed, margfaldur breskur meistari í borðtennis og virtur íþróttafréttamaður þar í landi, veltir því fyrir sér í bók sinni Bounce: The Myth of Talent and the Power of Practice hví gatan sem hann ólst upp við í Brighton hafi alið af sér fleira afreksfólk í borðtennis en á Bretlandseyjum samanlagt.
Meira

Áttunda sætið varð hlutskipti Stólastúlkna

Lið Tindastóls kláraði leik í 1. deild kvenna í körfubolta í gærkvöldi þegar stúlkurnar mættu B-liði Fjölnis í Dalhúsi. Lið Tindastóls fór vel af stað en heimastúlkur snéru leiknum sér í vil í öðrum leikhluta og unnu að lokum ansi öruggan 14 stiga sigur. Lokatölur 78-64 og endaði lið Tindastóls því í áttunda sæti en ellefu lið tóku þátt í 1. deildinni.
Meira

Íslenskt staðfest er nýtt upprunamerki fyrir matvörur og blóm

Í upphafi vikunnar kynnti, Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, nýtt upprunamerki, Íslenskt staðfest, sem á við um vörur sem eru framleiddar og pakkað á Íslandi. Merkinu er ætlað að auðvelda neytendum að velja íslenskt, en til að mega nota merkið þurfa framleiðendur að ábyrgjast að hráefni sé íslenskt og framleiðsla hafi farið fram á Íslandi. Kjöt, egg, sjávarafurðir og mjólk skal í öllum tilfellum vera 100% íslenskt. Allt að 25% innihalds í blönduðum/unnum matvörum má vera innflutt.
Meira

Mikið fjör í Síkinu á laugardaginn

Það var mikið fjör í íþróttahúsinu á Sauðárkróki laugardaginn sl. þegar um 80 krakkar á aldrinum 6-9 ára kepptu í körfubolta þar sem áhersla var lögð á að hafa gaman því engin stig voru talin og allir stóðu uppi sem sigurvegarar.
Meira

Innrásin í Úkraínu – mannréttindi og NATO-aðild Íslands

Pútín Rússlandsforseti hefur hafið styrjöld í Evrópu gegn frjálsri og fullvalda þjóð, tilverurétti hennar og mannréttindum. Átökin ógna friði í heiminum enda er engin vissa fyrir því að þau takmarkist við Úkraínu. Innrásin er brot á alþjóðalögum sem samskipti þjóða byggjast á og samningum sem Rússar hafa undirgengist. Í Búdapest samningnum frá 1994 lofuðu Rússar og stórveldin að virða sjálfstæði og landamæri Úkraínu.
Meira

Krakkar af Norðurlandi vestra stóðu sig afar vel á MÍ um helgina

Um síðustu helgi fór fram Meistaramót Íslands 11-14 ára innanhúss í Laugardalshöll. Um 250 krakkar voru skráðir til leiks frá þrettán félögum víðsvegar af landinu og þ.á.m. margir af Norðurlandi vestra. Keppt var í sjö greinum í fjórum mismunandi aldursflokkum í bæði pilta og stúlkna flokki og fór svo að HSK/Selfoss urðu Íslandsmeistarar félagsliða á mótinu með 543,5 stig og sigruðu þau stigakeppnina í þremur aldursflokkum og hlutu alls 12 gull, 12 silfur og 12 bronsverðlaun. ÍR-ingar voru í öðru sæti með 518,5 stig og Breiðablik í því þriðja með 417 stig.
Meira

Þriðja árið í röð er Ísak Óli valinn íþróttamaður ársins hjá UMSS

Ísak Óli Traustason var útnefndur Íþróttamaður ársins á 102. ársþingi UMSS sem haldið var þann 12. mars sl. í Húsi frítímans á Sauðárkróki. Að sögn Þorvaldar Gröndal ritara sambandsins var mæting dræm enda hafi veiran verið að herja á Skagfirðing grimmt síðustu vikur og daga.
Meira

Þær sunnlensku voru sjúllaðar í Síkinu

Stólastúlkur spiluðu síðasta heimaleik sinn í 1. deild kvenna í körfunni þetta tímabilið í gær en þá kom sameinað lið Hamars og Þórs í heimsókn. Að þessu sinni reyndust gestirnir sterkari aðilinn og fór Astaja Tyghter mikinn í liði þeirra, gerði 47 stig. Eftir ágæta byrjun Stólastúlkna þá náðu gestirnir yfirhöndinni skömmu fyrir hlé og liði Tindastóls gekk illa að minnka forskotið í síðari hálfleik – eða í raun bara alls ekki. Lokatölu 69-82.
Meira

Kótelettukvöld í tilefni Mottumars

Krabbameinsfélag Skagafjarðar býður upp á sætaferð á Kótelettukvöld Krabbameinsfélags Akureyrar. Farið af stað frá Sauðárkróki og komið við í Varmahlíð. Kótelettukvöldið er haldið í tilefni af Motturmars, fimmtudaginn 17. mars. Viðburðurinn byrjar kl. 18.30 á Akureyri, húsið opnar kl. 18.
Meira

Frjálsar strandveiðar varða mannréttindi

Strandveiðikerfið í dag er miklum annmörkum háð Það heimilar aðeins veiðar í 48 daga á ári, 12 daga á mánuði frá maí til ágústs. Þá er potturinn lítill og klárast reglulega áður en strandveiðitímabilinu lýkur, með þeim afleiðingum að margir ná ekki að fullnýta veiðirétt sinn. Eitt fyrsta og brýnasta verk sjávarútvegsráðherra VG var að skerða þorskveiðiheimildir í strandveiðum um 1500 tonn, þrátt fyrir að kosningabarátta flokksins í Norðvesturkjördæmi sl. haust hefði byggst sérstaklega á hátíðlegum loforðum um eflingu strandveiða og sjávarbyggða.
Meira