Stólastúlkur með sigur í síðasta leik fyrir jól
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
20.12.2021
kl. 08.54
Á laugardaginn mættust Tindastóll og Fjölnir B í tíundu og síðustu umferð fyrri umferðar 1. deildar kvenna í körfunni. Fyrir leikinn voru Stólastúlkur í níunda sæti (af ellefu liðum í deildinni) en lið Grafarvogsstúlkurnar voru sæti neðar. Það var því mikilvægt fyrir bæði lið að næla í sigur en eftir spennandi leik, þar sem gestirnir höfðu frumkvæðið framan af, þá reyndust síðustu tvær mínútur leiksins drjúgar heimastúlkum í Síkinu sem sigruðu 85-78 og hafa nú unnið fjóra af tíu leikjum sínum.
Meira