Laufey Harpa skiptir yfir í lið Breiðabliks
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
21.12.2021
kl. 19.00
Stólastúlkan frábæra, Laufey Harpa Halldórsdóttir, hefur ákveðið að söðla um eftir sex ár með meistaraflokki Tindastóls í fótboltanum og skrifað undir tveggja ára samning við Breiðablik sem er eitt af sterkustu kvennaliðum landsins. Laufey Harpa á að baki 119 leiki með liði Tindastóls þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs gömul og í þeim hefur hún skorað 11 mörk en hún spilar jafnan í stöðu vinstri bakvarðar en stundum framar á vellinum.
Meira