Skagafjörður

Jólasveinn, taktu í húfuna á þér – Jólalag dagsins

Krakkar mínir komið þið sæl er 33-snúninga LP-hljómplata sem gefin var út af SG - hljómplötum árið 1965. Á henni flytur Ómar Ragnarsson jólalög fyrir börnin og varð platan strax geysivinsæl. Jólasveinn, taktu í húfuna á þér, er eitt af tíu lögum plötunnar og segir frá öðruvísi ævintýrum jólasveinanna en áður hafði verið sungið um.
Meira

Dauðadekkin – Leiðari Feykis

Nú er illt í efni. Ég er kominn með drápsdekkjakvíða eftir að ég heyrði í útvarpinu sl. mánudag að það að keyra á nagladekkjum geti orsakað ótímabæran dauða fjölda manns, sérstaklega ef maður ekur um götur höfuðborgarinnar.
Meira

Ísteka riftir samningum við bændur vegna ólíðandi meðferðar hrossa

Í myndskeiði sem nýlega birtist á netinu sjást dæmi um ólíðandi meðferð hrossa hjá samstarfsbændum líftæknifyrirtækisins Ísteka. Þessi meðferð er augljóslega brot á velferðarsamningum fyrirtækisins og viðkomandi bænda. Samningum við þá hefur því verið rift.
Meira

Tveir frá UMSS fengu viðurkenningar frá FRÍ

„Á sérstökum tímum þarf sérstaka nálgun og það var raunin með uppskeruhátíð FRÍ fyrir árið 2021,“ segir á heimasíðu Frjálsíþróttasambandsins en uppgjör á árangri og val á frjálsíþróttakarli og -konu og veitingar viðurkenninga í hinum ýmsu flokkum fóru fram með óhefðbundnum hætti að þessu sinni.
Meira

Stúlkurnar hans Brynjars Karls mörðu sigur

Stólastúlkur héldu suður yfir heiðar í gær og léku við sameinað lið Aþenu/UMFK í 1. deild kvenna í körfubolta. Úr varð hörkuleikur þar sem heimastúlkur á Jaðarsbökkum reyndust sterkari þegar upp var staðið, þrátt fyrir að Ksenja ætti stórleik í liði Tindastóls í sínum síðasta leik með liðinu. Lokatölur voru 90-84 fyrir heimastúlkur.
Meira

Ksenja yfirgefur herbúðir Stólastúlkna í körfunni

Í yfirlýsingu frá stjórn körfuknattleiksdeildar Tindastóls, sem Feyki barst nú í morgun, segir að stjórnin og Ksenja Hribljan, slóvenskur leikmaður kvennaliðsins, hafi komist að samkomulagi um að Ksenja yfirgefi Tindastól vegna persónulegra aðstæðna. Stjórn þakkar Ksenju fyrir sitt framlag til liðsins og óskar henni alls hins besta í framtíðinni.
Meira

Jólaflóamarkaður á Skagaströnd

Áttu handverk, bækur, spil, dót, föt, málverk eða muni sem nýtast ekki lengur á heimilinu og leita nýrra ævintýra í jólapakkann?, er spurt í tilkynningu frá JólaFló sem NES Listamiðstöð á Skagaströnd stendur fyrir nk. laugardag 11. desember á Fjörubraut 8 milli klukkan 12 og 17.
Meira

Ekki tímabært að slaka á, segir Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra

Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að framlengja óbreytta gildandi reglugerð um samkomutakmarkanir. Almennar fjöldatakmarkanir verða því áfram 50 manns en með möguleika á hraðprófsviðburðum, áfram gilda eins metra nálægðarmörk, reglur um grímunotkun o.s.frv.
Meira

Tökum vel á móti Eijlert Björkmann

Knattspyrnudeild Tindastóls hefur ráðið Eijlert Björkman til starfa hjá félaginu. Eijlert er sænskur þjalfari með mikla reynslu og mikinnmetnað. Samkvæmt heimildum Feykis er hann ráðinn inn sem þjálfari 2. og 3. flokks karla og verður aðstoðarþjálfari með Donna í meistaraflokkum félagsins. Að auki mun hann sjá um knattspyrnuakademíuna í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og koma að frekari þjalfun. Feykir hafði samband við yfirþjálfara knattspyrnudeildarinnar, Donna Sigurðsson, og spurði hann aðeins út í Eijlert og það sem framundan er hjá Tindastólsliðunum.
Meira

Kaupmennirnir á Skagaströnd frá 1586

Út er komin bókin Kaupmennirnir á Skagaströnd frá 1586, eftir Lárus Ægi Guðmundsson þar sem rakin er saga kaupmennsku á Skagaströnd frá árinu 1586 en þá var gefið út verslunarleyfi handa Ratke Timmermann frá Hamborg.
Meira