Skagafjörður

Frumniðurstöður rannsóknanna kynntar um aldur og þróun elstu byggðar í nágrenni Hólastóls

Laugardaginn 7. desember var haldinn á Hólum opinn fyrirlestur á vegum Ferðamáladeildar um fornleifarannsóknir þær sem deildin hefur, ásamt UMass Boston, staðið fyrir í Hjaltadal sl. fjögur ár. Fyrirlesturinn var vel sóttur en þar voru kynntar frumniðurstöður rannsóknanna sem hafa miðað að því að kanna aldur og þróun elstu byggðar í nágrenni Hólastóls, segir á Facebooksíðu Háskólans á Hólum.
Meira

Rafmagnslaust verður á Höfðastönd, Hofsósi og Deildardal milli 15:00-15:15 í dag

Rafmagnslaust verður á Höfðaströnd, Hofsósi og Deildardal í dag,13.12.2024, frá kl. 15:00 til kl 15:10 til að koma kerfi í eðlilegan rekstur eftir bilun í nótt. Rafmagnstruflun varð út frá aðveitustöð í Brimnesi kl. 01:38 og voru allir viðskiptavinir komnir með rafmagn aftur kl. 04:51. Verið er að gera við bilunina og eru viðskiptavinir beðnir um að fara sparlega með rafmagn meðan viðgerð stendur yfir. Nánari upplýsingar veitir stjórnstöð í síma 528-9000. 
Meira

Enn til miðar á tónleikana sem eru kl. 17:00 á morgun

Það eru ennþá til nokkrir miðar á tónleikana sem er kl. 17:00 á Jólin Heima sem eru nú haldnir í fimmta sinn. Ungt og hæfileikaríkt tónlistarfólk í Skagafirði blæs til jólatónleika, viðtökurnar hafa verið frábærar og þau hafa fyllt Miðgarð síðastliðin ár. Húsið opnar kl. 16:00 fyrir tónleikana sem byrja kl. 17:00 og svo opnar húsið kl. 20:00 fyrir tónleikana sem byrja á slaginu 21:00. Fram kemur svipaður hópur af hljóðfæraleikurum og söngfólki og undanfarin ár. Tónleikarnir eru styrktir af Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra og auk þess styrkja FISK, Tengill og KS verkefnið. Almennt verð á miðum eru litlar kr. 7.990.
Meira

Opið hús í tilefni 50 ára afmælis

Í tilefni af 50 ára afmæli Lionsklúbbsins Höfða á Hofsósi verður opið hús sunnudaginn 15. desember í Höfðaborg frá klukkan 14 til 16. Boðið verður upp á vöfflur, kaffi og kakó og því um að gera að kíkja við og taka spjallið við höfðingjana í klúbbnum.
Meira

Íbúakönnun meðal búfjáreigenda um söfnun dýrahræja

Á fundi Landbúnaðar- og innviðanefndar þann 28. nóvember sl., var samþykkt að gera rafræna netkönnun meðal búfjáreigenda í Skagafirði um þá möguleika sem kynntir voru í söfnun dýrahræja og sláturúrgangs á opnum fundi í Ljósheimum. Niðurstöður könnunarinnar verða hafðar til hliðsjónar við ákvarðanatöku um hvaða leið verður valin, en ráðgert er að ákvörðun um það verði tekinn strax í upphafi nýs árs.
Meira

Rjómalagað pasta og ólífubrauð | Matgæðingar Feykis

Matgæðingar vikunnar í tbl 32 í fyrra voru Kristjana Sigríður Pálsdóttir og Óskar Ingi Magnússon. Kristjana og Óskar eiga þrjú börn; Nadíu Lind 12 ára, Rúrik Dalmann 8 ára og Bríeti Völu 2 árs. Kristjana er fædd og uppalin í Reykjavík og Óskar er úr Hegranesinu en þau eru búsett á Króknum. Kristjana vinnur í FNV en Óskar vinnur hjá Vörumiðlun á Króknum. „Við erum miklir matgæðingar og elskum að prufa eitthvað nýtt," segir Kristjana.
Meira

Dregið í VÍS-bikarnum í gær

Dregið var í 8-liða úrslitum í VÍS-bikarnum í gær og leikið verður dagana 18.-20. janúar 2025. Stólastúlkur fengu verðugan andstæðing þegar þær voru dregnar á móti Njarðvík en þær sitja í dag í 3. sæti í Bónus-deildinni með sjö sigra og þrjú töp á meðan Stólastúlkur sitja í því 5. með sex sigra og fjögur töp eftir tíu umferðir. Þessi lið mætast næst í Bónus-deildinni þann 4. janúar í Síkinu og svo í VÍS-bikarnum í IceMar-höllinni þann 18. eða 19. janúar. Þetta ættu því að verða æsispennandi leikir ef allir haldast heilir því þegar þessi lið mættust þann 15. okt. sl. sigruðu Stólastúlkur með minnsta mögulega mun, 76-77. 
Meira

11 dagar til jóla og hvaða dagur er í dag?

Það eru aðeins 11 dagar til jóla og já það er kominn föstudagur mér til mikillar gleði.... eða kannski ekki! Í dag er nefnilega föstudagurinn 13. sem á það til að koma upp einu sinni til þrisvar á ári. Talan 13 er fyrir suma óhappatala og þá sérstaklega ef þessi mánaðardagur ber upp á föstudegi. Þessi hjátrú er meðal útbreiddustu hjátrúa í heimi og kallast paraskevidekatriaphobia og er tengd óttanum við töluna þrettán eða triskaidekaphobia og setti sálfræðingurinn Donald Dossey þetta hugtak fram. Ég mæli því með að vera róleg/ur í dag og ekki fara að hendast upp í stiga (gætir dottið) eða baka (gætir brennt þig)... við skulum bara reyna að njóta samverunnar með fólkinu okkar í rólegheitum:) Getum bara verið dugleg um helgina, er það ekki annars?
Meira

Ekki léttvæg ákvörðun að bíða með uppbyggingu nýs leikskóla

Ákvörðun sveitarstjórnar Húnabyggðar um að bíða með uppbyggingu nýs leikskóla var ekki léttvæg og var hún tekin í ljósi þess að sveitarfélagið hefur ekki fjárhagslega burði til að fjármagna verkefnið, sem hefði krafist lántöku upp á 536 milljónir. Þetta kemur fram í bókun sveitarstjórnar frá fundi hennar í gær. Fræðslunefnd Húnabyggðar hafði áður lýst yfir vonbrigðum með ákvörðunina og sagt að mikil vinna hafi verið lögð í undirbúning, þarfagreiningu og útboð, segir á huni.is
Meira

Upplestur á aðventu í Heimilisiðnaðarsafninu

Laugardaginn 14. desember kl. 15:00 verður hinn hefðbundni Upplestur á aðventu í Heimilisiðnaðarsafninu.
Meira