Skagafjörður

FISK Seafood kaupir hlut í Steinunni hf. í Ólafsvík

Gengið hefur verið frá samkomulagi um kaup FISK Seafood ehf., í gegnum dótturfélag sitt, á 60% eignarhlut í útgerðarfélaginu Steinunni hf. í Ólafsvík sem gert hefur út vertíðarbátinn Steinunni SH-167. Í fréttatilkynningu sem send var fjölmiðlum kemur fram að fimm bræður og fjölskyldur þeirra hafi rekið félagið í u.þ.b. hálfa öld.
Meira

Stólarnir fóru auðveldlega í gegnum Álftnesinga

Leikið var karlaflokki í VÍS bikarnum í gær og þá mættust lið Tindastóls og Álftaness, með Króksarann Pálma Þórsson í sínum röðum, í Síkinu. Stólarnir tóku strax völdin og voru yfir, 57-29 í hléi. Leikar voru jafnari í síðari hálfleik og fór svo að heimamenn unnu 30 stiga sigur, 100-70.
Meira

Tóti ráðinn yfirþjálfari yngri flokka knattspyrnudeildar Tindastóls

Sagt er frá því á heimasíðu Tindastóls að barna- og unglingaráð knattspyrnudeildarinnar hefur gengið frá þriggja ára samningi við Þórólf Sveinsson sem yfirþjálfara yngri flokka knattspyrnudeildar Tindastóls.
Meira

Styrkjum liðið í NV-kjördæmi!

Góðu vinir mínir í (fyrrum) Alþýðuflokknum í Norðvesturkjördæmi nú Samfylkingunni. Ég verð að játa mig sigraðan, af hálfu fyrrum félaga minna í Samfylkingunni í Norðvesturkjördæmi eftir alla þá vinnu sem unnin var, af hálfu samgöngunefndar Fjórðungssambands Vestfirðinga til fjölda ára er leit að samgöngum á landi, láði og legi, heima á Vestfjörðum.
Meira

Stólastúlkur úr leik í VÍS-bikarnum

Fyrsti leikur Tindastóls á nýju körfuboltatímabili var í kvöld en þá fóru Stólastúlkur suður í Garðabæ og spiluðu við lið Stjörnunnar í VÍS bikarnum. Ekki fóru stelpurnar okkar ferð til fjár því heimastúlkur reyndust talsvert öflugri í kvöld og endaði leikurinn 68-43.
Meira

Lokað fyrir heita vatnið á Sauðárkróki og nágrenni á miðvikudaginn

Áríðandi tilkynning til íbúa á Sauðárkróki, norðvesturhluta Hegraness og Sauðárkróksbraut að Gili. Lokað verður fyrir rennsli á heitu vatni miðvikudaginn 8. september kl. 16 vegna viðhalds í aðaldælustöð. Lokunin mun standa fram eftir kvöldi en reynt verður að hraða framkvæmdum eins og kostur er.
Meira

Árskólakrakkar léku við erlenda leikmenn Tindastóls í frímínútunum

„Við erum með smá kynningu á körfuboltanum í Skagafirði og sýna erlendu leikmennina í meistaraflokkum karla og kvenna og reyna að fá smá tengingu milli krakka og leikmanna og vera góðar fyrirmyndir fyrir þessa krakka,“ segir Friðrik Hrafn Jóhannsson, en hann, Jan Bezica, þjálfari kvennaliðsins, ásamt erlendu körfuknattleikmönnunum mættu í frímínútur í Árskóla á Sauðárkróki í morgun til að lífga upp á íþróttastarfið, skapa smá skemmtun og hafa gaman.
Meira

Derringur í Miðgarði

Skapandi sviðslistavinnustofa fyrir krakka í 4.-10. bekk verður haldið í Menningarhúsinu Miðgarði í Varmahlíð 13.-17. september og ber nafnið Derringur. Dansarar og tónlistarfólk munu leiða þátttakendur áfram í að skapa hreyfingu í gegnum leiki og skapandi myndir. Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu.
Meira

Gæði landsins; #1: Hvað er fyrir hvern og hver er fyrir hvað?

Þjóðarbúskapur. - Ísland er fyrir alla Íslendinga Við Íslendingar stærum okkur af því að reka hér norrænt velferðarsamfélag. Til að slíkur búskapur gangi upp þurfum við að reka heildstæða stefnu, öllum landsmönnum til hagsbóta. Ríkið þarf að skapa aðstæður til framleiðslu og skammta aðgang að auðlindum til að landsframleiðslan sé næg fyrir alla landsmenn til að lifa sómasamlegu lífi. Í dag er staðan þannig að allar aðstæður eru hinar bestu. Það er nóg til.
Meira

Það svíkur engan sódavatnið frá Akureyri!

Bók-haldið er einn af þeim þáttum sem prýða Feyki öðru hvoru. Fyrr í sumar bankaði Bók-haldið rafrænt upp á hjá sjónvarpsmanninum Gísla Marteini Baldurssyni en eins og alþjóð veit er Gísli Reykvíkingur og einhver mesti Tinna-spekingur landsins. Ótrúlegt, en alveg dagsatt, þá var kappinn í sveit á unglingsárum sínum í Vestur-Húnavatnssýslu, nánar tiltekið á bænum Þórukoti í Víðidal.
Meira