Skagafjörður

Stefanía á átta hesta

Ef það er eitthvert dýr sem Skagafjörður getur státað af þá er það hesturinn en um þessar slóðir má finna fjöldann allan af flottum ræktendum sem eru að gera góða hluti með íslenska hestinn bæði í keppnum og í ræktun og sölu erlendis. Þar sem ég er nokkuð viss um að margir lesendur Feykis viti meira um hesta en ég ákvað ég að leita uppi nokkrar staðreyndir um hesta sem hugsanlega einhverjir hafa ekki hugmynd um að væri rétt.
Meira

Stólastúlkur sóttu geggjaðan sigur á Selfoss

Tap gegn liði Keflavíkur í síðasta heimaleik Stólastúlkna í botnbaráttu Pepsi Max deildarinnar var mikið kjaftshögg og ekki verðskuldað. Tapið þýddi að ekkert annað en sigur í síðustu tveimur leikjum liðsins gæfi liðinu séns á að halda sæti sínu í deild hinna bestu og ekki víst að það dugi þegar upp er staðið. Stólastúlkur kláruðu fyrri leikinn í dag með frábærum og sanngjörnum sigri á sterku liði Selfoss. Lokatölur 1-3.
Meira

Stólarnir í gjörgæslu á botni 3. deildar þrátt fyrir stig í Garðinum

Tindastóll heimsótti Víði á Nesfisk-völlinn í Garði í dag. Staða Tindastóls er því miður afar erfið í neðsta sæti 3. deildar og þrátt fyrir að eitt stig hafi bæst í stigasafnið í dag þá eru mestar líkur á því að það dugi skammt því lið Einherja á Vopnafirði virðist hafa náð vopnum sínum á ögurstundu og virðist líklegt til að skilja Stólana og ÍH eftir í botnsætum deildarinnar. Lokatölur í Garðinum voru 1-1.
Meira

Ostaplötu lasagne og sjónvarpskaka

Már Nikulás Ágústsson var matgæðingur vikunnar í tbl 11 í ár en hann er fæddur og uppalinn á Sauðárkróki og býr þar með kærustunni sinni, Evu Rós Runólfsdóttur, og strákunum þeirra tveimur, Aroni Mána (5) og Mikael Mána (3). Már vinnur hjá Tengli og er einnig í helgarnámi í rafvirkjun við FNV. Eva Rós starfar á N1 sem vaktstjóri.
Meira

Ksenja Hribljan til liðs við Stólastúlkur í körfunni

Eftir slitrótt tímabil á Covid-plöguðum körfuboltavetri þá hefst dripplið óvenju snemma þetta haustið en bæði karla- og kvennalið Tindastóls verða í eldlínunni nú eftir helgi. Bæði taka þau þátt í VÍS-bikarnum sem er þegar farinn í gang. Áður hefur Feykir greint frá því að hin bandaríska Maddie Cannon muni spila með kvennaliðinu og nú hefur Ksenja Hribljan frá Slóveníu bæst í hópinn.
Meira

Land tækifæranna – fyrir hverja?

Er Ísland land tækifæranna fyrir.. ....unga fólkið sem þarf að borga fimmfalda húsnæðisvexti miðað við jafnaldra sína í Evrópu, þau fötluðu ungmenni sem fá ekki pláss í framhaldsskóla, þá 700 nemendur sem fá ekki skólavist í Tækniskólanum í haust, þá frumkvöðla sem komast ekki að í sjávarútvegi og landbúnaði sem eru lokaðar fyrir nýliðun?
Meira

Maður lifir og lærir og allt fer í reynslubankann!

Nú styttist óðfluga í að Íslandsmótunum í knattspyrnu ljúki. Lið Tindastóls, sem hefur í sumar spilað í efstu deild í fyrsta sinn, á eftir að spila tvo leiki í Pepsi Max-deild kvenna og eru í þeirri stöðu að þær verða að vinna báða leikina til að eiga möguleika á að halda sæti sínu í deildinni. Fyrri leikur liðsins er á Selfossi nú á laugardaginn en síðasti leikurinn er sunnudaginn 12. september þegar Stjörnustúlkur mæta á Krókinn. Af þessu tilefni sendi Feykir nokkrar spurningar á Bryndísi Rut Haraldsdóttir, fyrirliða Stólastúlkna, og spurði hana m.a. út í leikinn gegn Keflavík fyrr í vikunni og sumarið í efstu deild.
Meira

Framtíð íslensks landbúnaðar

Nú þegar hyllir undir að þjóðin sé að komast út úr kófinu eftir heimsfaraldur kórónuveirunnar er tímabært að fara huga að stóru málunum. Stóru málunum sem núverandi ríkisstjórn gleymdi meðan faraldurinn stóð sem hæst.
Meira

Vel heppnaðir nýnemadagar á Hólum

Í frétt á vef Háskólans á Hólum er sagt frá því að tekið var á móti nýjum nemendum frá öllum deildum á nýnemadögum, sem voru dagana 30. ágúst til 1. september. Farið var yfir verklag í háskólanámi og gefið yfirlit um störf og samfélag skólans.
Meira

1238 tilnefnd til Heritage in Motion verðlaunanna

Sýningin 1238 – Baráttan um Ísland sem fjallar um Sturlungaöldina og opnuð var á Sauðárkróki sumarið 2019 hefur verið tilnefnd til verðlaunanna Heritage in Motion. Árlega eru framleiðendur kvikmynda, leikja, upplifana, smáforrita og heimasíðna sem byggja á menningararfleifð Evrópu verðlaunuð en markmiðið er að vekja athygli á bestu verkefnunum sem unnin eru í stafrænni miðlun evrópsks menningararfs.
Meira