Skagafjörður

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra fundaði með lögreglunni á Norðurlandi vestra

Á dögunum fékk lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra, góða heimsókn er almannavarnadeild ríkislögreglustjóra kom til fundar með embættinu og öllum þeim aðilum og einingum sem á Norðurlandi vestra tengjast almannavörnum á einn eða annan hátt. Góð mæting var á fundinn og góður rómur að honum gerður, eftir því sem kemur fram á Facebook-síðu embættissins.
Meira

Reyna að koma í veg fyrir frekari smit hjá Lögreglunni

Mbl.is vakti athygli á því í morgun að heil vakt lögregluþjóna á Sauðárkróki hafi þurft að fara í sóttkví eftir að einn þeirra mætti til vinnu smitaður af Covid-19. Birgir Jónasson, lögreglustjóri, segir í sambandi við Feyki að verið sé að reyna að leysa málið innan þeirra vébanda og telur utanaðkomandi aðstoð ekki þurfa til.
Meira

Ragnhildur ráðin til starfa hjá Byggðastofnun

Nýverið réði Byggðastofnun Ragnhildi Friðriksdóttur til starfa sem sérfræðing á þróunarsviði stofnunarinnar. Starfið var auglýst í september og alls bárust 18 umsóknir, níu frá konum og níu frá körlum. Ragnhildur er með MSc gráðu í umhverfis- og auðlindafræði sjávar frá University of York og BSc gráðu í líffræði frá Háskóla Íslands.
Meira

Freyja kom í heimahöfn á Siglufirði um helgina

Varðskipið Freyja lagðist að bryggju á Siglufirði á laugardag eftir fimm daga siglingu frá Rotterdam. Í frétt á síðu Landhelgisgæslunnar segir að fjölmargir hafi lagt leið sína á Hafnarbryggjuna á Siglufirði til að berja skipið augum þegar það kom til hafnar í fylgd varðskipsins Týs, þyrlu Landhelgisgæslunnar og björgunarskipa Slysavarnafélagsins Landsbjargar.
Meira

Ráðherra opnaði kortavefsjá sem sýnir skurðaþekju Íslands

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, opnaði fyrir helgi nýjan upplýsingavef Landgræðslunnar um votlendi og áhrif framræslu þess á lífríki og losun gróðurhúsalofttegunda. Á vefnum er einnig að finna nýja kortavefsjá sem sýnir legu skurða á landinu og byggir hún á upplýsingum frá Landbúnaðarháskóla Íslands.
Meira

Athugasemdir við vinnulag undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa

Við undirrituð, öll kærendur vegna alþingiskosninga þann 25. september, viljum vekja athygli á því hversu mikil og ónauðsynleg leynd hvílir yfir fundum undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa. Nefndin hefur starfað í einn mánuð og haldið amk. 22 fundi. Einungis tveir af þessum fundum hafa verið opnir, hvor tveggja fundir með sérfræðingum frá lagadeildum háskólanna. Allir aðrir fundir hafa verið lokaðir og engar efnislegar upplýsingar að finna í fundargerðum. Fjölmargir hafa verið boðaðir til funda með nefndinni, þ.m.t. allir kærendurnir sextán og fjölmargir málsaðilar. Þar má helst telja meðlimi í landskjörstjórn, meðlimi yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi, starfsmenn Hótel Borgarness, fjölmarga umboðsmenn stjórnmálasamtaka auk fleira fólks.
Meira

Stjörnustúlkur sterkari á endasprettinum

Kvennalið Tindastóls fór suður í Garðabæinn í gær þar sem þær mættu liði Stjörnunnar fyrir framan 28 áhorfendur í Mathús Garðabæjar höllinni. Leikurinn var lengstum jafn og spennandi þó svo heimastúlkur hafi lengstum haft frumkvæðið. Heimastúlkurnar hófu fjórða leikhluta af krafti og þá áttu gestirnir ekkert svar. Lokatölur 84-63 eftir að þremur stigum hafði munað í hálfleik.
Meira

Rekstur Dögunar snýst í dag alfarið um vinnslu í landi

Ítarlega er fjallað um starfsemi rækju­vinnsl­un­ar Dög­un­ar á Sauðár­króki í 200 mílum á mbl.is í dag. Óskar Garðars­son, fram­kvæmda- stjóri seg­ir mikla upp­stokk­un hafa átt sér stað og fá fé­lög eft­ir sem eru helguð veiðum og vinnslu á rækju. „Rekst­ur Dög­un­ar hef­ur styrkst á und­an­förn­um árum og fé­lagið fékk meðal ann­ars viður­kenn­ingu frá Cred­it­in­fo í vik­unni, sem framúrsk­ar­andi fyr­ir­tæki í rekstri,“ segir Óskar í samtali við 200 mílur.
Meira

Tíu eru nú í einangrun á Norðurlandi vestra vegna Covid-19

Í tilkynningu frá aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra nú fyrir stundu segir að því miður sé Covid-19 komið aftur á stjá og það af nokkrum krafti. „Smit eru að greinast í flest öllum umdæmum landsins og þrátt fyrir að ekki séu smit í öllum póstnúmerum okkar hér á Norðurlandi vestra þá mega íbúar umdæmisins ekki gleyma sér á verðinum,“ segir í tilkynningunni en í meðfylgjandi töflu má sjá að smit eru í fimm póstnúmerum af 14 á Norðurlandi vestra.
Meira

Tindastólsmenn lagvissir í Ljónagryfjunni

Lið Tindastóls gerði fína ferð í Njarðvík í gær þar sem það mætti liði heimamanna í fimmtu umferð Subway-deildarinnar. Bæði lið höfðu tapað síðustu leikjum sínum eftir góða byrjun á mótinu og því mikilvægt að hrista af sér slenið og komast aftur á sigurbraut. Að venju var boðið upp á baráttu og leikgleði í Ljónagryfjunni en í gær var lið Tindastóls einfaldlega betra og uppskar góðan sigur, vörðust betur en heimamenn og skoruðu meira. Sem er mikilvægt... Lokatölur 74-83.
Meira