Áhöfnin bíður eftir niðurstöðum úr skimunum vegna Covid-19
feykir.is
Skagafjörður, Mannlíf
06.11.2021
kl. 13.45
Í gær var Málmey SK 1, einum togara Fisk Seafood, siglt í heimahöfn á Sauðárkróki eftir að upp kom grunur um að einhverjir 15 skipverja væru smitaðir af Covid-19. Var áhöfnin í heild sinni tekin í hrappróf og reyndust fjórir úr áhöfn jákvæðir. Mbl.is hafði eftir Ólafi Bjarna Haraldssyni, stýrimanni, að enginn skipverja væri mikið veikur og flestum liði ágætlega. Málmey er komin til hafnar og áhöfnin búin að fara í skimun og bíður nú eftir niðurstöðum úr þeim en reiknað er með að niðurstöður liggi fyrir í kvöld.
Meira
