Skagafjörður

Lið Keflavíkur gerði eina markið á Króknum

Það var hart barist í kvöld á Sauðárkróksvelli þegar lið Tindastóls tók á móti Keflvíkingum í miklum fallbaráttuslag. Stólastúlkur þurftu nauðsynlega að vinna leikinn til að koma sér úr botnsætinu og auka möguleika sína á að halda sæti sínu í Pepsi Max deildinni. Eina mark leiksins kom snemma og það voru gestirnir sem gerðu það og fóru langt með að tryggja sæti sitt í efstu deild. Lokatölur 0-1 og staða Tindastóls orðin strembin svo ekki sé meira sagt.
Meira

Enginn í einangrun á Norðurlandi vestra vegna Covid

Húnahornið segir frá því að enginn er nú í einangrun á Norðurlandi vestra vegna kórónuveirusmits en átta eru í sóttkví. Alls greindust 46 kórónuveirusmit innanlands í gær, þar af 21 utan sóttkvíar. Ekki hafa greinst færri innanlandssmit síðan 19. júlí síðastliðinn, við upphaf fjórðu bylgju.
Meira

Stórleikur í Pepsi Max deild kvenna í kvöld

Nú styttist í knattspyrnutímabilinu og fáir leikir eftir. Stólastúlkur eiga eftir að spila þrjá leiki í Pepsi Max deildinni og í kvöld er gríðarlega mikilvægur leikur á Sauðárkróksvelli þar sem ekkert annað en sigur dugar. Mótherjar Tindastóls er lið Keflavíkur sem er sem stendur í áttunda sæti deildarinnar með tveimur stigum meira en Stólastúlkur sem sitja á botninum. Leikurinn hefst kl. 18:00 og nú má enginn liggja á liði sínu – stelpurnar okkar þurfa pepp og stuðning.
Meira

Ekki á að lækka hraða frá Ósbrú

Á fundi umhverfis og samgöngunefndar Svf. Skagafjarðar þann 16. ágúst var rædd tillaga þjónustusviðs Vegagerðarinnar um lækkun hámarkshraða á Sauðárkróksbraut en málið var áður á dagskrá nefndarinnar á 181. fundi 21. júní sl. en var vísað aftur til nefndarinnar frá 412. fundi sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar 30. júní sl.
Meira

Falspóstur frá Nýprent

Það óheppilega atvik hefur átt sér stað að einhver hefur hakkað sig inn í netpóst eins starfsmanns Nýprents á Sauðárkróki og hefur líklega sent út póst á fjölda manns. Fólk er beðið um að opna ekki póst sem kemur úr netfanginu klara@nyprent.is meðan verið er að komast fyrir vandamálið.
Meira

Katrín Jakobsdóttir endurkjörin formaður VG

Katrín Jakobsdóttir, var endurkjörin formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á rafrænum landsfundi hreyfingarinnar sem fram fór um helgina. Guðmundur Ingi Guðbrandsson var jafnframt endurkjörinn varamaður og Rúnar Gíslason endurkjörinn gjaldkeri. Engin mótframboð bárust í þessi embætti. Í skeyti frá flokknum til fjölmiðla segir að öllu meiri spenna hafi verið í kosningum til ritara en tvær buðu sig fram. Sóley Björk Stefánsdóttir og Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir. Sóley Björk var kjörin.
Meira

Enn gengur hvorki né rekur hjá Stólunum

Lið Tindastóls er í slæmum málum í 3. deildinni en fyrr í dag spiluðu strákarnir gegn liði Sindra á Höfn. Líkt og í síðustu leikjum voru stigin þrjú mikilvæg báðum liðum en Stólarnir þurfa stigin nauðsynlega til að bjarga sér frá falli en Hornfirðingarnir eru að berjast um að næla sér í sæti í 2. deild að ári. Þrátt fyrir ágætan leik þá tókst Tindastólsmönnum ekki að næla í stigin. Lokatölur 2-1 fyrir heimamenn og staðan orðin verulega vond.
Meira

Samþykktir félagsfundar í Drangey- smábátafélagi Skagafjarðar haldinn 27. ágúst 2021

Drangey - smábátafélag Skagafjarðar skorar enn einu sinni á sjávarútvegsráðherra að endur-skoða heimildir til veiða með dragnót upp í fjörur víða um land. Lýsir Drangey fullum stuðningi við kröfur smábátafélagsins Kletts um tafarlausa lokun Skjálfandaflóa fyrir slíkum togveiðum. Þá krefst Drangey þess með vísan til fyrri samþykkta félagsins og sveitarstjórnar Skagafjarðar að dragnótaveiðar á Skagafirði verði takmarkaðar í samræmi við fyrra fyrirkomulag veiðanna á firðinum, þ.e. að svæðinu innan línu úr Ásnefi í vestri í Þórðarhöfða í austri verði lokað fyrir veiðum með dragnót.
Meira

Áherslur xF í samgöngum í NV-kjördæmi - Frá Sundabraut til nýrrar Breiðafjarðarferju

Hefja þarf undirbúning að jarðgangnagerð á Tröllaskaga á milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar. Sundbraut styttir mikið tímann sem tekur að aka á milli NV-hluta landsins og höfuðborgarinnar. Flokkur fólksins leggur áherslu á bættar samgöngur í kosningabaráttu sinni.
Meira

Bókin um heiðursborgarann Eyþór Stefánsson komin út

Í dag fór fram útgáfuhátíð á KK Restaurant á Sauðárkróki í tilefni af útkomu bókarinnar Eyþór Stefánsson tónskáld – Ævisaga sem Sölvi Sveinsson ritaði. Eins og áður hefur komið fram hér á Feyki þá kemur bókin út í tilefni 120 ára fæðingarafmælis Eyþórs sem einnig ber upp á 150 ára byggðarafmæli Sauðárkróks. Eyþór fæddist árið 1901 og var kjörinn heiðursborgari Sauðárkróks á sjötugasta aldursári sínu.
Meira