Skagafjörður

Lífskjör og velsæld!

Mikilvægara er nú en nokkru sinni að hlusta á áherslur verkalýðshreyfingarinnar. Vinstri græn hafa lagt mikla áherslu að eiga gott samráð við aðila vinnumarkaðarins allt þetta kjörtímabil og Lífskjarasamningarnir voru gerðir með öflugri aðkomu stjórnvalda sem skilað hefur mörgum þjóðþrifamálum í höfn.
Meira

Katrín Jakobsdóttir á opnum fundi VG á Sauðárkróki

Opinn fundur með Katrínu Jakobsdóttir, Bjarna Jónssyni og Lilju Rafneyju Magnúsdóttur verður haldinn föstudaginn 10.09.2021 í hádeginu á Kaffi Krók á Sauðárkróki.
Meira

Flokkur fólksins kynnir framboðslista fyrir Norðvesturkjördæmi - Uppfærður listi

Eyjólfur Ármannsson skipar fyrsta sæti x-F framboðslista Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi. Eyjólfur er lögfræðingur og formaður Orkunnar okkar, sem eru samtök þeirra sem vilja standa vörð um sjálfsákvörðunarrétt Íslands í orkumálum. Eyjólfur hefur undanfarið meðal annars gætt hagsmuna landeigenda í Arnarfirði og Dýrafirði í þjóðlendumálum.
Meira

Guðni Ágústsson á opnun kosningaskrifstofu Framsóknar á Sauðárkróki

Kosningaskrifstofa Framsóknar á Sauðárkróki verður opnuð annað kvöld, föstudagskvöldið 10. september klukkan 20:30. Guðni Ágústsson fv. ráðherra og framsóknarmaður hefur boðað komu sína á opnunina og mun hann fara þar með ræðu og gamanmál eins og honum einum er lagið.
Meira

Saga Sauðárkrókshafnar sett upp við smábátahöfnina á Króknum

Í byrjun ágústmánaðar var sett upp sögusýning Sauðárkrókshafnar við smábátahöfnina á Króknum og við sama tækifæri var smá skiki hellulagður og komið fyrir borðum og bekkjum þar sem gestir og gangandi geta slakað á, horft á bátana við bryggju og kynnt sér sögu hafnarinnar í leiðinni.
Meira

Styttist í flottustu brúðulistahátíð landsins

Alþjóðleg brúðulistahátíð Hvammstangi International Puppetry Festival eða HIP Fest fer fram dagana 8.-10. október næstkomandi. Þetta er í annað sinn sem hátíðin er haldin en von er á þriðja tug erlendra listamanna frá átta löndum sem bjóða upp á fjölda sýninga og vinnusmiðja, auk fyrirlestra og kvikmyndasýninga með umræðum við listamennina á eftir.
Meira

Handverk og hönnun lögð niður vegna fjárskorts

Stjórn Handverks og hönnunar hefur ákveðið að hætta starfsemi vegna viðvarandi fjárskorts og hefur falið framkvæmdastjóra að loka starfseminni fyrir árslok 2021. Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að hundruð íslenskra handverkslistamanna hafi nýtt sér þjónustu þess og þúsundir sótt fyrirlestra, sýningar og fjölbreytta viðburði sem verkefnið hefur staðið fyrir.
Meira

Forystumenn flokkanna í NV-kjördæmi mættust í Ríkisútvarpinu

Það styttist óðfluga í Alþingiskosningar og frambjóðendur eru nú á faraldsfæti um allt land að kynna sig og stefnumál flokkanna. Í gær sendi RÚV út þátt þar sem rætt var við forystumenn allra tíu framboðanna sem sækjast eftir atkvæðum íbúa í Norðvesturkjördæmi.
Meira

Nú er tíminn til að safna birkifræi

Skógræktin og Landgræðslan óska eftir stuðningi landsmanna við að breiða út birkiskóga landsins. Í haust sem leið var safnað umtalsverðu magni af birkifræi sem var að hluta dreift haustið 2020 en í vor var afganginum dreift á valin, beitarfriðuð svæði. Söfnunarátakið í fyrra gekk afar vel og áhugi almennings var mikill. Í Skagafirði taka Skagfirðingabúð og Olís-Varmahlíð á móti fræi, á Blönduósi að Efstubraut 5 og Vallarbraut 2 á Skagaströnd.
Meira

Stéttarfélög bjóða félagsmönnum á námskeið Farskólans

Starfsemi Farskólans, miðstöðvar símenntunar á Norðurlandi vestra, er komin á skrið þetta haustið og hvert námskeiðið af öðru að hefjast. Þar á meðal má finna ýmis tengd stéttarfélögunum, HSN og sveitarfélaginu Skagafirði ásamt íslenskunámskeiðum.
Meira