Skagafjörður

Íbúafundir um sameiningarviðræður í Skagafirði í dag

Íbúafundir um sameiningar viðræður sveitarfélaganna í Skagafirði verða haldnir í dag (fimmtudaginn 26. ágúst) í Miðgarði klukkan 16:30 og Héðinsminni klukkan 20:00.
Meira

Heitavatnslaust í Hlíðar- og Túnahverfi á morgun

Skagafjarðarveitur vilja vara íbúa í Hlíðarhverfis og Túnahverfis á við því að á morgun, fimmtudaginn 26. ágúst, verður lokað fyrir rennsli á heitu vatni á meðan gert er við bilun í dreifikerfi hitaveitunnar.
Meira

Kosningastefna Samfylkingarinnar kynnt

Samfylkingin kynnti í dag, þegar nákvæmlega einn mánuður er til kosninga, kosningastefnu sína fyrir alþingiskosningarnar 25. september. Þar má finna þær megináherslur sem flokkurinn setur á oddinn við stjórnarmyndun og í störfum sínum á Alþingi næstu fjögur árin. Kosningastefnan ber yfirheitið Betra líf - fyrir þig, þína fjölskyldu og komandi kynslóðir.
Meira

Rabb-a-babb 201: Gunnar Birgis

Nafn: Gunnar Birgisson. Hverra manna ertu og hvar upp alinn: Þorgerður Sævarsdóttir og Birgir Gunnarsson eru foreldrar mínir, alinn upp í Hólatúninu á Sauðárkróki. Þvílík gata! Starf / nám: Starfa sem íþróttafréttamaður hjá RÚV og knattspyrnuþjálfari hjá Breiðabliki. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Það breyttist nokkurn veginn dag frá degi. En gjarnan þegar ég og Sævar bróðir vorum að keppa í hinum ýmsu greinum í Hólatúninu átti ég það til að lýsa þar til ég hætti eða varð of tapsár, þannig ætli það hafi ekki legið beinast við að ég kæmi til með að starfa við íþróttaumfjöllun einn daginn.
Meira

Vigdís Edda í Meistaradeildinni með Blikum

Í síðustu viku fór fram undankeppni Meistaradeildar kvenna í knattspyrnu og voru fjögurra liða riðlar spilaðir víðsvegar í Evrópu. Ekki var nú lið Tindastóls að sprikla á þessum vettvangi en það gerði hins vegar lið Breiðabliks og þar er ein stúlka með Tindastóls DNA, Vigdís Edda Friðriksdóttir, sprungulaus Króksari.
Meira

Eitthvað fyrir alla í Fab Lab á Sauðárkróki í vetur

Það verður nóg um að vera í Fab Lab smiðjunni á Króknum í vetur sem staðsett er í verknámshúsnæði Fjölbrautaskóla Norðurlands Vestra. Boðið verður upp á námskeið og opna tíma þar sem hver sem er getur heimsótt smiðjuna og unnið að hugmyndum sínum.
Meira

Hátt í 15 ár að gera upp fyrsta bílinn

Samgöngusafnið í Stóragerði Skagafirði er staður þar sem margt rusl hefur orðið að fjársjóði en safnið, sem aldrei átti að verða safn, hefur nú verið starfrækt í 17 ár. Gunnar Kr. Þórðarson, stofnandi safnsins, sá að nokkuð ljóst væri að byggja þyrfti skemmu undir alla dýrgripina svo þeir yrðu ekki fyrir skemmdum, því mikill tími og peningar voru farnir í uppgerð á hinum ýmsu tækjum.
Meira

Heimur Jóns og Helgu - Málþing í Kakalaskála 28. ágúst

Laugardaginn 28. ágúst kl. 14 verður málþing í Kakalaskála um Jón Arason biskup og Helgu Sigurðardóttur fylgikonu hans.
Meira

Útgáfuhóf bókarinnar um Eyþór Stefánsson

Næstkomandi föstudag verður haldið útgáfuhóf bókarinnar Eyþór Stefánsson tónskáld Ævisaga, sem Sölvi Sveinsson hefur tekið saman en gefin út af Sögufélagi Skagfirðinga. Bókin kemur út í tilefni 120 ára fæðingarafmælis Eyþórs sem einnig ber upp á 150 ára byggðarafmæli Sauðárkróks. Eyþór fæddist árið 1901 og var kjörinn heiðursborgari Sauðárkróks árið 1971.
Meira

Fyrirlestraröðin á Selasetrinu hefst að nýju í kvöld

Selasetur Íslands á Hvammstanga mun í vetur halda áfram með fyrirlestaröð þar sem að vísindamenn úr hinum og þessum áttum koma og halda fyrirlestra. Fyrsti fyrirlesturinn eftir sumarfrí hefst í kvöld, mánudaginn 23. ágúst klukkan 20:00.
Meira