Skagafjörður

"Við erum öll Skagfirðingar"

Í gær, fimmtudaginn 26. ágúst, voru haldnir tveir íbúafundir um sameiningarviðræður milli Sveitarfélagsins Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Fyrri fundurinn fór fram í Menningarhúsinu Miðgarði og var ætlaður fyrir íbúa Svf. Skagafjarðar, og sá seinni fór fram í Héðinsminni ætlaður fyrir íbúa Akrahrepps.
Meira

Leynileg hjólabraut í Skógarhlíðinni

Fyrir skömmu varð vart við óvænta stígagerð í Skógarhlíðinni ofan Sauðárkrók en þar höfðu ungir og framtakssamir drengir græjað sér hjólabraut fyrir fjallahjólabrun. Nýttu þeir tilfallandi efni, sprek, greinar og jarðveg í nágrenninu og drógu timbur að, sem virðist vera pallaefni, í smíðina.
Meira

Enn gilda 200 manna fjöldatakmarkanir og eins metra nálægðartakmörk

Heilbrigðisráðherra hefur gefið út nýjar sóttvarnareglur sem taka gildi á miðnætti en fjöldatakmarkanir miðast enn við 200 manns og reglur um eins metra nálægðarmörk og grímuskyldu verða óbreyttar.
Meira

Fjórir framboðslistar Frjálslynda lýðræðisflokksins birtir

Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn, sem fengið hefur listabókstafinn O fyrir alþingiskosningarnar 25. september nk. hefur birt fjóra framboðslista; í Norðvesturkjördæmi, Norðausturkjördæmi, Suðurkjördæmi og Reykjavíkurkjördæmi norður. Framboðslistarnir í Reykjavíkurkjördæmi suður og Suðvesturkjördæmi verða birtir í næstu viku.
Meira

Haukur Skúlason hættur

Haukur Skúlason er hættur sem þjálfari meistaraflokks Tindastóls karla í fótbolta en greint var frá því í dag í hlaðvarpinu Ástríðan sem fjallar um neðri deildir Íslandsmóts karla. Atli Jónasson mun taka við Hauki út tímabilið en hann var áður aðstoðarþjálfari liðsins.
Meira

Réttir á Norðurlandi vestra haustið 2021

Nú þegar liðið er á seinni part sumars styttist óðum í haustið með tilheyrandi fjár- og stóðréttum. Bændablaðið hefur tekið saman dag- og tímasetningar á réttum landsins og hér að neðan má sjá yfirlit yfir réttir á Norðurlandi vestra.
Meira

Valur númeri stærri en Stólar

Valur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu kvenna í gær er þær lögðu Tindastól á heimavelli sínum á Hlíðarenda með sannfærandi hætti og miklu markaregni. Áður en yfir lauk höfðu Valsarar sent boltann sex sinnum í mark Stóla sem náðu þó að svara fyrir sig með einu marki úr víti í lokin.
Meira

Laugavegur í Varmahlíð

Þann 2. júlí s.l. var birt aðsend grein í Feyki frá Rúnari Birgi Gíslasyni þar sem hann skrifaði um að götuheitið Laugavegur í Varmahlíð væri rangt og Laugarvegur væri hið rétta. Skoraði Rúnar Birgir á Sveitarfélagið Skagafjörð að leiðrétta það þar sem við ætti s.s. hjá fasteignaskrá Þjóðskrár Íslands og víðar. Einnig benti hann á að á heimasíðu sveitarfélagsins mætti sjá þau spor að gatan væri ekki alltaf réttnefnd.
Meira

Helgi Hrafn í framkvæmdastjórn Pírata

Á aðalfundi Pírata sem fram fór um helgina var kosið í fjórar nefndir á vegum flokksins: framkvæmdastjórn, stefnu- og málefnanefnd, úrskurðanefnd og fjármálaráð. Niðurstöðurnar urðu eftirfarandi:
Meira

Tindastóll íslandsmeistari í 4. flokk kvenna í átta manna bolta

Stelpurnar í fjórða flokki Tindastóls kórónuðu glæsilegt tímabil þegar þær voru krýndar Íslandsmeistarar í 4. flokk kvenna í átta manna bolta eftir að þær unnu Þór á mánudaginn sl. með 2-5 sigri í leik sem fram fór á Akureyri.
Meira