Skagafjörður

Karlafótbolti á Króknum og Hvammstanga í dag

Nú fer að styttast í afturendann á keppnistímabili tuðrusparkara og í dag fara fram tveir leikir á Norðurlandi vestra. Fyrst mæta Tindastólsmenn glaðbeittum Garðbæingum á Sauðárkróksvelli í 13. umferð 3. deildarinnar og seinni part dags mætir Kormákur/Hvöt vinalegum Vatnaliljum í D-riðli 4. deildar en leikurinn fer fram á Kirkjuhvammsvelli.
Meira

Tuðrusparkarar bætast í hópa norðanliðanna

Leikmannaglugginn er galopinn í fótboltanum og norðanliðin hafa verið að leitast eftir því að styrkja sig fyrir lokaátökin framundan. Tveir leikmenn hafa gengið til liðs við karlalið Tindastóls og sömuleiðis hafa tveir kappar bæst í hópinn hjá Kormáki/Hvöt. Áður hefur verið sagt frá viðbótinni sem Stólastúlkur fengu.
Meira

Lykilmenn mfl. Tindastólskvenna í körfu skipta yfir í Þór Akureyri

Það hefur vakið athygli í sumar að lykilmenn meistaraflokks Tindastólskvenna í körfubolta hafa verið að skrifa undir hjá nágrönnum okkar í Þór Akureyri. Nú síðast í gær bárust þær fréttir að Marín Lind Ágústsdóttir hafi skrifað undir hjá Akureyrarliðinu.
Meira

Það er menning á Hólum

"Já þetta hefur bara verið gott sumar, það náttúrulega lyftir alltaf upp mannlífinu þegar það er gott veður," sagði Kristinn Hugason, forstöðumaður Söguseturs Íslenska hestsins, þegar blaðamaður Feykis heimsótti Hóla í gær.
Meira

Ríkisstjórnin ákveður aðgerðir vegna Covid í dag

Loksins þegar lífið virtist vera að færast í eðlilegt horf eftir kófþrungna mánuði og glimrandi gang í bólusetningum dúkkaði Covid-veiran upp á ný. Síðustu daga hefur talsvert verið um smit og eru þau um 150 síðustu tvo daga. Staðan er þannig þegar þessi frétt er skrifuð að 371 er í einangrun, 1043 í sóttkví og 1234 í skimunarsóttkví. Þrír eru á sjúkrahúsi. Sóttvarnarlæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnismiða með tillögum um aðgerðir og fundar ríkisstjórnin á Egilsstöðum í dag kl. 16 þar sem ákveðið verður til hvaða aðgerða verður gripið.
Meira

Opið fjós í Réttarholti á laugardaginn

Nú á laugardaginn 24. júlí næstkomandi verður fjósið í Réttaholti í Blönduhlíð opið fyrir gestum, gangandi og keyrandi. Um er að ræða nýtt hátæknifjós í algerum sérflokki sem tekið var í notkun 12 .júní 2020 en ekki hefur gefist tækifæri til að hafa fjósið opið fyrr en nú sökum aðstæðna.
Meira

Sauðá opnar í dag

Klukkan 18:00 í dag verða dyrnar í Sauðá opnaðar fyrir almenningi í fyrsta sinn. Um er ræða nýjan veitingastað í minni Sauðárgils sem Feykir fjallaði nánar um fyrr í vikunni.
Meira

Hefur þú kynnt þér Sóknaráætlun Norðurlands vestra?

Gildandi sóknaráætlun landshlutans var samþykkt haustið 2019 og gildir árin 2020-2024. Að vinnunni við gerð hennar komu vel á fimmta hundrað íbúar landshlutans bæði með þátttöku í vefkönnun sem og fundum sem haldnir voru víða um landshlutann. Í áætluninni eru settar fram megin áherslur í þróun svæðisins byggt á fjórum megin málaflokkum, atvinnuþróun og nýsköpun, menningarmálum, umhverfismálum og menntamálum og lýðfræðilegri þróun. Áætlunin er leiðarljós við úthlutanir úr Uppbyggingarsjóði landshlutans sem og við skilgreiningu áhersluverkefna.
Meira

Stefnt að úthlutun lóða í Varmahlíð með haustinu

Mikil eftirspurn hefur verið eftir lóðum í Varmahlíð og margir hafa sótt um þær lóðir sem auglýstar hafa verið nýverið. Í ljósi þess áhuga hefur verið ákveðið að hraða deiluskipulagi og hönnun lóðar eins og hægt er. Stefnt er að því að úthluta nýjum lóðum með haustinu.
Meira

Verðlaunavagn Silla kokks staddur á Sauðárkróki - Allt íslenskt

Undanfarin tvö sumur hefur veitingavagn undir heitinu Silli kokkur verið staðsettur fyrir utan bílaverkstæði Gylfa Ingimarssonar á Sauðárkróki. Um verðlaunavagn er að ræða því Silli Kokkur hefur verið valinn Götubiti ársins tvö ár í röð, í fyrra og nú í ár. Á bakvið vagninn stendur Sigvaldi Jóhannesson (Silli kokkur sjálfur) og kona hans Elsa Blöndal Sigfúsdóttir en hún er einmitt hreinræktaður Skagfirðingur, dóttir Vigdísar Blöndal Gunnarsdóttur og Sigfúsar Sigfússonar.
Meira