Ellefu í einangrun og 47 í sóttkví á Norðurlandi vestra
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
28.07.2021
kl. 18.38
Enn bíðum við góðra frétta af Covid-faraldrinum en eftir að fjöldi smita rauk upp nú um miðjan júlí hafa dagleg smit verið í kringum 100 síðustu daga. Í gær greindust 122 smitaðir og staðan á landinu í dag er þannig að 852 eru í einangrun, 2243 í sóttkví og 951 í skimunarsóttkví. Átta eru á sjúkrahúsi. Nú seinni partinn birtist loks tafla frá Almannavörnum á Facebook-síðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra þar sem farið er yfir dreifingu þeirra sem eru ýmist í einangrun eða sóttkví á svæðinu.
Meira
