Skagafjörður

Ellefu í einangrun og 47 í sóttkví á Norðurlandi vestra

Enn bíðum við góðra frétta af Covid-faraldrinum en eftir að fjöldi smita rauk upp nú um miðjan júlí hafa dagleg smit verið í kringum 100 síðustu daga. Í gær greindust 122 smitaðir og staðan á landinu í dag er þannig að 852 eru í einangrun, 2243 í sóttkví og 951 í skimunarsóttkví. Átta eru á sjúkrahúsi. Nú seinni partinn birtist loks tafla frá Almannavörnum á Facebook-síðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra þar sem farið er yfir dreifingu þeirra sem eru ýmist í einangrun eða sóttkví á svæðinu.
Meira

Unglingalandsmóti og Landsmóti 50+ frestað

Það þykir ekki skemmtilegt að fresta góðum viðburðum eða greina frá því, en svona er nú staðan í dag og ættum við að vera orðin nokkuð sjóuð í því að taka hlutunum með stóískri ró. Þau tvö landsmót sem áttu að vera haldin á vegum UMFÍ í sumar, unglinga og 50+, hafa nú verið frestað.
Meira

Þegar allt annað þrýtur

Ég heiti Sigurlaug Gísladóttir og er fædd og uppalin Lýtingsstaðahreppi Skagafriði gekk í skóla á Steinsstöðum en fluttist svo austur á Hérað og bjó þar til árið 2014 er við fjölskyldan flytjum á Blönduós þar sem við búum núna.
Meira

Bólusetningar hjá barnshafandi konum á Norðurlandi

Barnshafandi konum á Norðurlandi býðst að koma í fyrri bólusetningu með Pfizer bóluefni í þessari eða næstu viku. Mælt er með að bólusetning fari fram eftir að fyrstu 12 vikum meðgöngu er lokið.
Meira

Hljóðfærið mitt - Rögnvaldur Valbergsson

Hefur hljómað á plötum með Trúbrot, Pelican og Paradí
Meira

Króksmóti Tindastóls 2021 frestað

"Mótsstjórn hefur rætt ýmsar hugmyndir um útfærslur og tilfærslur en ljóst er að þátttakendur mótsins eru ungir og óvarðir gegn þeim faraldri sem við stöndum frammi fyrir og velverð barnanna í fyrirrúmi í okkar ákvörðun."
Meira

Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi samþykktur

Á fundi kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi sem fram fór þann 25. júli, var listi flokksins fyrir komandi kosningar samþykktur.
Meira

Króksarinn Blankiflúr með plötu vikunnar á Rás2

Plata vikunnar á Rás2 að þessu sinni er Hypnopompic með listakonunni Blankiflúr en það er að sjálfsögðu hin ofurmagnaða Inga Birna Friðjónsdóttir sem stendur á bak við Blankiflúr. Platan, sem er hennar fyrsta, hefur vakið verðskuldaða athygli en Inga segir tónlistina vera tilraunakennt rafpopp. Engu að síður er engan byrjendabrag að finna og tónlistin metnaðarfull og heilsteypt.
Meira

Rok, rigning og núll stig í Eyjum

Stelpurnar okkar í Tindastóli skelltu sér til Vestmannaeyja í gær til að spila gegn ÍBV í efstu deild kvenna í knattspyrnu. Stólastelpur höfðu í leiknum á undan unnið frækinn sigur á liði Fylkis og með þeim sigri komst liðið upp úr fallsæti. Þær náðu ekki alveg að fylgja sigrinum frá seinasta leik eftir og töpuðu 2-1 gegn sterku liði ÍBV á erfiðum útivelli.
Meira

Að fá að vinna með gullborgurum við hannyrðir er eins og að vinna í lottói

Sigríður Hrönn Bjarkadóttir á Blönduósi segir lesendum frá handverki sínu í þættinum að þessu sinni. Sigríður er fædd og uppalin á Akureyri en flutti til Blönduóss 1980 ásamt eigimanni og tveimur sonum. Í dag eru synirnir orðnir fjórir og barnabörnin níu, búsett í Reykjavík, Noregi og Barcelona. Handavinna hefur alltaf verið stór þáttur í lífi Sigríðar sem segist hafa hlotið mjög góða og fjölbreytta kennslu í barnaskóla. Sigríður hefur séð um félags og tómastundarstarfið í á Blönduósi í 22 ár. „Ég tel mig hafa unnið í lottói að fá að vinna með gullborgurum á staðnum við þaðsem ég elska að gera, hannyrðir,”segir Sigríður.
Meira