Skagafjörður

Hin árlega Ábæjarmessa í dag

Hinn árlega Ábæjarmessa fer fram í dag, sunnudaginn 1. ágúst, í Ábæjarkirkju í Austurdal, klukkan 14:00.
Meira

Hannyrðir hafa fylgt mér alla ævi

"Ef ég byrja á einni peysu þá enda ég með að klára sex peysur,“ segir Ásthildur Gunnlaugsdóttir sem segir lesendum frá því hvað hún er með á prjónunum.
Meira

Vaglar í Blönduhlíð :: Torskilin bæjarnöfn

Þannig mun nafnið rjett ritað (ekki Vaglir). Því að í Ljósvetningasögu segir: „Arnórr ríðr á Vagla“ (Ljósvetningasaga, bls. 5). Og Prestssaga Guðmundar góða segir svo frá: „Þá fór Ingimundur fóstri hans á Vagla at búa“ (Sturl. I., bls. 171). Á báðum stöðum er orðið (kk.) í þolfalli, og tekur af öll tvímæli um, að nefnif. hefir verið Vaglar. Þolf. Vagli finst fyrst við árið 1452, en í öðru brjefi sama ár, er það ritað Vagla (Dipl. Ísl. V. b., bls. 89 og 91 og víðar).
Meira

Ævintýraleg loðnuvertíð á hafísárunum :: Ingi Sighvats rifjar upp mokveiði í Sauðárkrókshöfn

Loðnuveiðar hafa löngum verið stundaðar við Íslandsstrendur enda um einn helsta nytjafisk Íslendinga að ræða, samkvæmt því sem fram kemur á vef Hafrannsóknastofnunar, en með hlýnun sjávar á undanförnum árum hefur orðið breyting á dreifingu hennar. Loðna er ein af fimm uppsjávarfiskistofnum sem veiddir eru af íslenskum fiskiskipum og á WikiPedia segir að loðna sé brædd og notuð í fiskifóður og lýsisframleiðslu, en sé einnig notuð til manneldis, m.a. séu loðnuhrogn eftirsótt matvara í Japan.
Meira

Íbúafundir í lok ágúst vegna sameiningar Akrahrepps og Svf. Skagafjarðar

Stefnt er að því að halda að halda íbúafundi í Svf. Skagafirði og Akrahreppi í lok ágúst vegna mögulegrar sameiningu sveitarfélaganna tveggja.
Meira

Mangó sett í aðhald

Deguar eru lítil loðin nagdýr, ljósbrún að lit og með gula flekki. Þeir geta orðið 25-31 sm og um 170-400 grömm. Lífslíkur eru yfirleitt um sex til átta ár en geta verið allt að 13 ár. Þessir litlu loðboltar eru mikil félagsdýr og eru mjög virk á daginn og hafa góða sjón. Þeir eru gjarnir á að naga plast og verða því að vera í málmbúrum. Þeir gefa frá sér um 15 sérstök hljóð sem þeir tjá sig með.
Meira

Kaldavatnslaust á Hofsósi

Vegna bilunar þarf að loka fyrir kaldavatnið á Hofsósi um einhvern tíma í dag. Skagafjarðarveitur biðjast velvirðingar þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
Meira

Litaspjald sögunnar - rit um litaval húsa

Upplýsingaritið Litaspjald sögunnar geymir upplýsingar um litasamsetningu húsa. Í ritinu má finna fróðleik og ljósmyndir af húsum sem talin eru skarta einstaklega fallegu og smekklegu litavali. Húsin eru allt frá átjándu öld og fram á hina tuttugustu og eru staðsett víðsvegar um land.
Meira

Laus störf hjá Sveitarfélaginu Skagafirði

Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsir spennandi störf til umsókna. Um spennandi og fjölbreytt störf er að ræða.
Meira

Árbæingar rændu Stólana á köldu sumarkvöldi á Króknum

Tindastólsmenn tóku á móti liði Elliða úr Árbænum á gamla góða grasvellinum á Króknum í kvöld en um var að ræða fyrsta leikinn í 14. umferð 3. deildar. Lið Tindastóls er í fallsæti og þurfti því nauðsynlega að sækja sigur. Heimamenn höfðu talsverða yfirburði í leiknum, voru mun betra liðið og Árbæingar nánast úti á þekju í sóknarleik sínum í allt kvöld. Þeir fengu hins vegar eitt dauðafæri í leiknum og skoruðu úr því á meðan Stólarnir gátu með engu móti komið boltanum í markið. Úrslitin því ógnarsvekkjandi 0-1 tap og ljóst að Tindastólsmenn þurfa að finna sinn Lukku-Láka ekki síðar en strax.
Meira