Skagafjörður

Þórgunnur og Hjördís Halla Íslandsmeistarar í fimi

Systurnar Þórgunnur og Hjördís Halla Þórarinsdætur stóðu stig heldur betur vel á Íslandsmóti barna og unglinga um helgina, en hæst ber að nefna að þær sigruðu báðar fimi sínum flokkum, Hjördís í barnaflokk og Þórgunnur í Unglingaflokk.
Meira

Hrossaræktarsamband Skagfirðinga veitir verðlaun fyrir árið 2020

Hrossaræktarsamband Skagfirðinga (HSS) gat ekki haldið uppskeruhátíð með hefðbundnum hætti árið 2020 fyrir félagsmenn sína, þar sem verðlaun eru veitt fyrir hæst dæmdu kynbótahrossin, hrossaræktarbú ársins og kynbótaknapa ársins. Alltaf stóð til að halda uppskeruhátíðina þó komið væri fram á árið 2021 en vegna Covid og samkomutakmarkana, varð það úr að stjórn HSS fór á dögunum og keyrði um Skagafjörð til að koma verðlaunagripunum á sína staði.
Meira

Skoðar upplifun og líðan íbúa Skagafjarðar eftir desemberóveðrið 2019

Sem hluta af lokaverkefni Soffíu Helgu Valsdóttur í landfræði við Háskóla Íslands biðlar hún til Skagfirðinga að taka þátt í könnun um hvaða áhrif óveðrið í desember árið 2019 hafi haft á íbúa fjarðarins. Til að fá marktæka niðurstöðu þarf hún að ná til sem flestra íbúa héraðsins.
Meira

Er enska ofnotuð í íslenskri ferðaþjónustu?

Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum að undafarin ár hafa erlendum ferðamönnum fjölgað talsvert (ef við horfum framhjá Covid-tímum) og þar með fyrirtækjum sem sérhæfa sig í ferðaþjónustu. Til að sinna þessum fjölda ferðamanna þarf vinnuafl og þegar illa hefur gengið að ráða íslenska starfsmenn hefur verið leitað út fyrir landsteinanna að starfsfólki.
Meira

Fólk spennt fyrir bókinni Á Króknum 1971 - Myndband

Húsfyllir var í gær er Ágúst Guðmundsson kynnti nýútkomna bók sína Á Króknum 1971 í útgáfuteiti sem haldið var á KK restaurant á Sauðárkróki. Bókin er gefin út í tilefni 150 ára byggðarafmæli Sauðárkróks, sem er á þessu ári, en 1971 voru árin 100. Feykir mætti á staðinn og myndaði stemninguna.
Meira

Fjöldi viðburða á Skúnaskralli – barnamenningarhátíð á Norðurlandi vestra

Dagana 14.-24. október verður haldin barnamenningarhátíðin Skúnaskrall á Norðurlandi vestra. Hátíðin er áhersluverkefni sóknaráætlunar landshlutans en hún fékk jafnframt veglegan styrk úr Barnamenningarsjóði og nýtur stuðnings sveitarfélaganna á starfssvæðinu. Hátíðin er vettvangur fyrir menningu fyrir börn, menningu með börnum og menningu skapaða af börnum. Verður þetta í fyrsta skiptið sem hátíð af þessum toga verður haldin á Norðurlandi vestra. Verkefnisstjórar eru Auður Þórhallsdóttir, Ástrós Elísdóttir og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir.
Meira

Nautakjöt frá Hofsstaðaseli í verslunum Hagkaupa á ný

Mbl greinir frá því að dag að allt hefði farið á hliðina þegar kjötið kom í verslanir sl. sumar og leikurinn verði því endurtekinn í ár og boðið verður upp á úrvals nautakjöt frá Bessa í Hofsstaðaseli í verslunum Hagkaupa.
Meira

Útgáfuhóf í dag vegna útkomu Á Króknum 1971

Líkt og Feykir sagði frá í síðustu viku hefur Ágúst Guðmundsson, sögugrúskari, skrifað og gefið út bók er nefnist Á Króknum 1971 í tilefni af 150 ára afmæli byggðar á Sauðárkróki. Bókin er þegar farin í sölu og hefur margur maðurinn þegar krækt sér í eintak – jafnvel eintök – af bókinni. Útgáfuhóf verður haldið á KK restaurant, Aðalgötu 16 (gengið inn að sunnan), kl. 16 í dag og er áhugasömum boðið upp á kaffi og kleinur. Bókin verður kynnt og lesnir valdir kaflar.
Meira

Skagafjörður – góður staður til að horfa á tennis og fótbolta

Einhverjum er sennilega enn í fersku minni heimsókn HMS Northumberland sem kastaði ankerum norður af Lundey í Skagafirði um síðustu helgi. Feykir sagði frá heimsókninni á laugardag og var líkum leitt að því í gamni að Bretarnir væru sennilega komnir til að skoða lunda eða horfa á fótboltaleik Tindastóls og KFS í 3. deildinni í rjómablíðunni. Samkvæmt frétt um frétt Feykis á heimasíðu breska sjóhersins var seinni tilgátan ekki fjarri sannleikanum.
Meira

Kanna hagkvæmni þess að eiga sorpmóttökustöð

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar hefur falið sveitarstjóra að ganga til viðræðna við forsvarsmenn Flokku ehf. á Sauðárkróki um möguleg kaup sveitarfélagsins á móttökustöð fyrirtækisins að Borgarteig 12. Er það liður í hagkvæmnikönnun vegna fyrirhugaðs útboðs sorphreinsunar í Skagafirði.
Meira