Grátlegar lokamínútur og Stólarnir komnir í frí
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
23.05.2021
kl. 00.12
Keflvíkingar sendu Tindastólsmenn í sumarfrí í dag þegar þeir unnu þriðja leikinn í einvígi liðanna og sópuðu Stólunum þar með út úr Sláturhúsinu og alla leið norður í Skagafjörð. Enn og aftur mætti segja að lið Tindastóls hafi fallið um sjálft sig; var sex stigum yfir þegar tvær og hálf mínúta var eftir en lokasóknir liðsins voru grátlegar þar sem liðið tapaði boltanum fjórum sinnum á síðustu tveimur mínútum leiksins og missti heimamenn fram úr. Tímabilið í hnotskurn – eins og einn höfðinginn orðaði það. Lokatölur 87-83 fyrir Keflavík.
Meira