feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
18.05.2021
kl. 09.35
Sæþór Már Hinriksson hefur verið ráðinn blaðamaður á Feyki í sumarafleysingar og hóf störf í gær. Sæþór segist alltaf hafa verið opinn fyrir því að prófa nýja hluti en hann hafði aldrei prófað að vera blaðamaður og fannst því vera kominn tími á það. „Ég hef líka alltaf haft gaman af því að tala við fólk, eða að minnsta kosti gasa um ýmsa hluti og ekki skemmir fyrir að ég hef líka mikinn áhuga á fólki, allskonar fólki. Ég hef mikinn áhuga á okkar nærsamfélagi og reyni að setja mig inn í helstu hluti og málefni sem snerta það, og hef því að taka þátt í því með Feyki að vera spegill á samfélagið,“ segir hann.
Meira