Skagafjörður

Ungir körfuboltaleikmenn skrifa undir samning

Stjórn körfuknattleiksdeildar Tindastól heldur áfram að endurnýja samninga og gera nýja. Nú var verið að undirrita samninga við þá Örvar Freyr Harðarson og Eyþór Lár Bárðason, sem og tvíburana Orri Má og Veigar Örn Svavarssyni.
Meira

Bændum í nautgriparækt boðin þátttaka í Loftslagsvænum landbúnaði

Hluti af aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum er Loftslagsvænn landbúnaður. Markmiðið verkefnisins er að auka kolefnisbindingu og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.
Meira

Mark Watson dagurinn í Glaumbæ

Í tilefni af afmæli skoska aðalsmannsins Mark Watson sunnudaginn 18. júlí stendur Byggðasafn Skagfirðinga fyrir dagskrá í Glaumbæ. Watson var mikill Íslandsvinur og er honum margt að þakka, þar með talið rausnarleg peningagjöf til viðgerða á gamla torfbænum í Glaumbæ árið 1938 sem átti sinn þátt í að bærinn er enn varðveittur. Watson hefur jafnframt verið titlaður bjargvættur íslenska fjárhundakynsins og er afmælisdagur hans "Dagur íslenska fjárhundsins". Af því tilefni ætla íslenskir fjárhundar að heimsækja safnið. Hundarnir eru ljúfir og spakir og óhætt er að klappa þeim með leyfi eigenda.
Meira

„Pabba að kenna hversu gamaldags minn tónlistarsmekkur er“ / RANNVEIG STEFÁNS

Það virðast nánast allir í dag geta stigið á stokk og sungið, dansað og leikið eins og ekkert sé sjálfsagðara. Árshátíðir grunnskóla og skemmtanir framhaldsskóla snúast mikið um að setja upp ákaflega metnaðarfullar sýningar og oftar en ekki komast færri á svið en vilja – eitthvað annað en á síðustu öld þegar það þurfti nánast að draga flest ungmenni upp á svið, skjálfandi af sviðsskrekk. Að þessu sinni er það hún Rannveig Sigrún Stefánsdóttir sem svarar Tón-lystinni og hún er ein af þeim sem getur þetta allt og þrátt fyrir ungan aldur má segja að hún sé orðin reynslubolti.
Meira

Laura og Nadín styrkja lið Stólastúlkna

Knattspyrnudeild Tindastóls hefur samið við tvo leikmenn um að spila með Stólastúlkum út tímabilið. Um er að ræða Nadejda Colesnicenco, 25 ára landsliðskonu Moldóva, og Laura Rus en sú síðarnefnda er landsliðsmaður Rúmeníu, 33 ára og hefur verið aðalframherji Rúmena í áratug að sögn Óskars Smára Haraldssonar í þjálfarateymi Tindastóls. Hann segir að þær séu væntanlegar til landsins á morgun, báðar bólusettar, komnar með leikheimild og ættu að mæta á sína fyrstu æfingu á föstudaginn.
Meira

Fundur í Varmahlíð að ósk íbúa vegna aurskriðu

Íbúar í Varmahlíð, sem búa í námunda við aurskriðuna sem féll þann 29. júní sl., sendu sveitastjórn Svf. Skagafjarðar bréf dagsett 8. júlí 2021. Erindi bréfsins varðar íbúafund sem haldinn var í Varmahlíð þann 7. júlí sl. og óskað er eftir því að sveitastjórnin komi til fundar við íbúana á ný og veiti þeim upplýsingar um stöðuna eigi síðar en 14 dögum frá dagsetningu bréfsins.
Meira

Myndband af verminjum á Höfnum

Minjastofnun greinir frá því að í byrjun júlí fóru starfsmenn stofnunarinnar á staðinn til að kanna þær minjar sem eru að rofna í sjó. Á Youtube-síðu Minjastofnunar hefur verið birt myndband þar sem sýnt er frá vettvangnum og Guðmundur St. Sigurðarson, minjavörður Norðulands vestra og verkefnastjóri strandminja, segir frá minjastaðnum og þeirri landbrotshættu sem vofir yfir strandminjum við landið allt.
Meira

Orri og Veigar í lokahóp fyrir Norðurlandamót U-16

Tvíburarnir Orri Már og Veigar Örn, Svavarssynir, hafa verið valdir í 12 manna lokahóp U-16 landsliðs drengja fyrir Norðurlandamótið sem mun fara fram í Kisakallio í Finnlandi dagana 1.-5. ágúst. Þar mun Ísland leika gegn Finnum, Dönum, Svíum, Eistum og Norðmönnum.
Meira

Snúruflækjur kerfisins

Við skiptum landinu upp í níu löggæsluumdæmi. Til að halda skipulagi. Héraðsdómstólarnir eru reyndar átta. Ekki níu, eins og umdæmi lögreglunnar, heldur átta eins og landshlutar sveitarstjórnarstigsins. Sem tengjast þeim ekki neitt.
Meira

Næmi fyrir riðu rannsakað í arfgerðum geita

Nú nýlega fengu Landsbúnaðarháskóli Ísands (Lbhí) og Geitfjárræktarfélag Íslands styrk frá erfðanefnd lanbúndaðarins til að gera arfgerðarrannsóknir á geitum. Markmið verkefnisins er því að auka þekkingu á erfðafræðilegri stöðu geitastofnsins á arfgerðum sem tengjast næmi fyrir riðu.
Meira