188 áhorfendur mega mæta í Síkið á sunndaginn
feykir.is
Skagafjörður
05.03.2021
kl. 13.25
KR-ingar mæta í Síkið á sunnudag þar sem hungraðir og stigaþyrstir heimamenn bíða eftir þeim. Þetta verður fyrsti leikurinn síðan í haust þar sem áhorfendur mega mæta á pallana en að sjálfsögðu gilda strangar reglur um sóttvarnir og panta þarf sæti í Síkinu með fyrirvara. Aðeins 188 áhorfendur mega mæta til leiks þar sem gæta þarf að tveggja metra reglunni sígildu en pallarnir í Síkinu er 376 fermetrar.
Meira