Skagafjörður

Samkomuhald um Laufskálaréttarhelgi fellur niður

Í tilkynningu frá stjórn Flugu ehf., eigenda og rekstarfélags reiðhallarinnar Svaðastaða á Sauðárkróki, segir að í ljósi aðstæðna muni allt samkomuhald á hennar vegum falla niður um Laufskálaréttarhelgi. Það þýðir að ekki verður haldin sýning á föstudagskvöldi né ball á laugardagskvöldi.
Meira

Að vera í Tindastólsliðinu er að vera hluti af fjölskyldu

Í markinu hjá Stólastúlkum í sumar stendur Amber Michel, 23 ára bandarísk stúlka frá San Diego í Kaliforníuhreppi þar sem foreldrar hennar búa ásamt bróðir hennar. Hún lauk bakkalárgráðu í viðskipta markaðssetningu í vetur við háskólann í San Diego. Amber er sannkallaður herforingi fyrir aftan vörn Tindastóls, lætur vel í sér heyra og er áræðin og kraftmikil. Hún er ein af þremur bandarískum stúlkum sem styrkja lið Tindastóls, hinar eru Murielle Tiernan og Jackie Altschuld, en þær komu til landsins í maí.
Meira

Magnús Pétursson á Vindheimum skráir sögu föður síns

Út er komin bókin Lífshlaup athafnamanns, ævisaga Péturs Péturssonar, fyrrverandi alþingismanns og athafnamanns frá Mýrdal, eftir son hans, Magnús Pétursson fyrrverandi ráðuneytisstjóra. Magnús tileinkar bókina Pétri Óla bróður sínum. Þeir ólust upp hjá afa sínum og ömmu á Vindheimum í Skagafirði eftir skilnað foreldra sinna í Reykjavík.
Meira

Ekkert staðfest smit á Norðurlandi vesta

Enginn er í einangrun vegna kórónuveirunnar á Norðurlandi vestra en einn er í sóttkví, samkvæmt nýjum upplýsingum á vefnum covid.is. Síðustu tvær vikur hefur einn verið skráður í einangrun og mest voru 15 í sóttkví. Á landinu öllu eru nú 122 í einangrun og 494 í sóttkví. Flestir eru á höfuðborgarsvæðinu eða 79 í einangrun og 359 í sóttkví. Staðfest kórónuveirusmit er í öllum landshlutum nema á Norðurlandi vestra.
Meira

Fræðsludegi 2020 í Skagafirði aflýst

Til stóð að hinn árlegi fræðsludagur skólanna í Skagafirði yrði haldinn síðastliðinn mánudag, 17. ágúst, í Miðgarði í Varmahlíð. Því miður varð að aflýsa fræðsludeginum í þetta sinn vegna fjöldatakmarkana sem í gildi eru vegna Covid 19. Kom þetta fram á heimasíðu Sveitarfélags Skagafjarðar í vikunni, en von var á u.þ.b. 230 þátttakendum, starfsfólki úr leik-, grunn- og Tónlistarskóla Skagafjarðar, starfsfólki Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og starfsfólki Farskólans, miðstöðvar símenntunar á Norðurlandi vestra.
Meira

Afstæðar sóttvarnarreglur

Það er ekki tekið út með sældinni að vera í fyrirsvari fyrir aðgerðum gegn illvígri og bráðsmitandi drepsótt. Það þarf að takmarka verulega samskipti fólks og jafnvel banna samneyti ættingja, vina, vinnufélaga og vandalausra til þess að koma í veg fyrir, eins og hægt er, að fólk smitist, sjálfu sér og öðrum til tjóns.
Meira

Skrifað undir við sterkan kjarna Stólastúlkna í körfunni

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur gengið frá samningum við sterkan kjarna heimastúlkna fyrir komandi tímabil í 1. deild kvenna en að auki hefur verið samið við tvo leikmann frá Akureyri, Kristlaugu Evu Wium Elíasdóttir og Karen Lind Helgadóttur, og einn erlendan leikmann, Dominique Toussaint, og er liðið nú fullmannað fyrir komandi átök að sögn Árna Eggerts Harðarsonar þjálfara.
Meira

Vigdís Edda með fyrsta markið sitt í Pepsi Max

Eins og kunnugt er þá hafði knattspyrnukempan Vigdís Edda Friðriksdóttir vistaskipti í vetur, yfirgaf uppeldisfélagið Tindastól og skipti yfir í eitt sterkasta knattspyrnulið landsins, Breiðablik. Í gær komst hún á blað hjá Blikum þegar hún skoraði sjötta mark liðsins í 0-7 sigri á liði FH og var þetta fyrsta mark hennar í efstu deild.
Meira

Sjóvörn og sandfangari í smíðum

Framkvæmdir við gerð sjóvarnar og lenging sandfangara á Hafnarsvæðinu á Sauðárkróki hófust í morgun en um er að ræða gerð sjóvarnargarðs meðfram Þverárfjallsvegi og Skarðseyri á um 450 m kafla og lengingu sandfangara um 30 metra. Það er verktakafyrirtækið Víðimelsbræður ehf. sem sjá um verkið.
Meira

Jafntefli Tindastólsmanna á Villa Park

Tindastólsmenn brunuðu austur á Egilsstaði í gær þar sem þeir öttu kappi við lið Hugins/Hattar á Vilhjálmsvelli í rjómablíðu austfirska sumarsins. Þetta voru fyrstu leikir liðanna að lokinni COVID-pásunni og var lið Tindastóls í þriðja sæti en heimamenn voru í næstneðsta sæti. Engin breyting varð á stöðu liðanna að leik loknum því liðin skiptu stigunum á milli sín en lokatölur voru 1-1 eftir að Stólarnir jöfnuðu enn eina ferðina í uppbótartíma.
Meira