Smökkuðu Bláan Opal í beinni
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
22.07.2020
kl. 10.55
Blár Opal er eflaust það sælgæti sem Íslendingar sakna hvað mest miðað við orðið á götunni. Viðmælendur Feykis í tbl. 28 í spurningu vikunnar voru allavega sammála um að allir vildu fá Bláan Opal er þeir voru spurðir hvaða vöru þeir vildu fá aftur sem væri hætt í framleiðslu. Þáttastjórnendur morgunþáttarins Ísland vaknar á K100 duttu heldur betur í lukkupottinn í vikunni er þeim áskotnaðist heill pakki af sælgætinu goðsagnakennda og jöppluðu á því í beinni.
Meira
