Skagafjörður

Þingmaður Pírata gefur út partýspil

Þingspilið - með þingmenn í vasanum - er komið í sölu á íslensku hópfjármögnunarsíðunni Karolina Fund. Spilið fer í prentun ef 800 þúsund krónur safnast og verður sent heim að dyrum fyrir næstu jól. Það er Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, sem er höfundur spilsins.
Meira

Þjóðminjasafn Íslands safnar frásögnum um ísbirni

„Ísbjarnarsögur“ er heiti á nýrri spurningaskrá sem Þjóðminjasafn Íslands sendir út um þessar mundir. Tilgangurinn með henni er að safna minningum fólks um ísbirni með áherslu á að rannsaka ferðir þeirra til Íslands í sögulegu og samtímalegu samhengi. Spurningaskráin er hluti af þriggja ára rannsóknarverkefni sem unnið er í samstarfi íslenskra og alþjóðlegra háskóla og safna. Það er styrkt af Rannsóknasjóði Rannís 2019-2021.
Meira

Aurskriður féllu á Reykjastrandarveg

Eftir mikla úrhellis rigningu sem gekk yfir landið um helgina féllu aurskriður á veginn utan Ingveldarstaða á Reykjaströnd í Skagafirði. Vegfarendur eru beðnir um að láta ekki freistast að skoða ummerki þar sem miklar aurbleytur eru á veginum og hafa bílar setið fastir í forinni.
Meira

Nýir rekstraraðilar á Sólgörðum

Síðastliðinn föstudag opnaði sundlaugin á Sólgörðum hjá nýjum rekstraraðilum en á miðvikudeginum voru undirritaðir samningar við fyrirtækið Sótahnjúk sem mun annast alla umsjón og bera ábyrgð á starfssemi laugarinnar næstu þrjú árin.
Meira

Aðalfundur júdódeildar Tindastóls

Júdódeild Tindastóls boðar til aðalfundar miðvikudaginn 22. júlí kl. 19:00 í matsal FNV. Allir velkomnir.
Meira

Þegar orð og athafnir fara ekki saman - Lárus Ægir Guðmundsson skrifar

Þann 15. janúar 2004 skrifaði Jón E. Friðriksson þá stjórnarformaður Fisk eignarhaldsfélags ehf. undir viljayfirlýsingu vegna kaupa Fisk á Skagstrendingi hf. Fulltrúar Höfðahrepps, Adolf H. Berndsen oddviti og Magnús B. Jónsson sveitarstjóri, lýstu stuðningi við meginmarkmið yfirlýsingarinnar enda var hún jákvæð fyrir atvinnulífið á Skagaströnd. Báðir bankastjórar Landsbankans sem sá um söluna, þeir Halldór J. Kristjánsson og Sigurjón Þ. Árnason, lýstu yfir að þeir hefðu unnið að og styddu yfirlýsinguna.
Meira

Jörð skelfur á Norðurlandi

Upp úr klukkan þrjú í nótt varð stór jarðskjálfti 10 km NNV af Gjögurtá. Mældist hann 4,4 að stærð. Fjöldi eftirskjálfta hafa mælst og sá sterkasti 3,3 sem varð upp úr klukkan 7 í morgun á sömu slóðum.
Meira

Jafnt í norðanrokinu í Þorlákshöfn

Tindastólspiltar renndu í Þorlákshöfn í dag og léku við lið Ægis á Þorlákshafnarvelli í norðanroki sem hafði mikil áhrif á spilamennsku liðanna. Niðurstaðan varð sú að liðin deildu stigunum, heimamenn komust yfir í fyrri hálfleik en Tanner Sica gerði mark Stólanna í síðari hálfleik og lokatölurnar 1-1 en litlu mátti muna að Tindastólsmenn næðu sigurmarki í blálokin.
Meira

Mark Watson dagurinn á sunnudag

Mark Watson dagurinn verður haldinn hátíðlegur í Glaumbæ sunnudaginn 19. júlí. Vakin er athygli á því að vegna slæmrar veðurspár laugardaginn 18. júlí, var viðburðurinn færður aftur um einn dag, til 19. júlí. Í tilefni af afmæli skoska aðalsmannsins Mark Watson 18. júlí, stendur Byggðasafn Skagfirðinga fyrir dagskrá í Glaumbæ. Watson var mikill Íslandsvinur og er honum margt að þakka, þar með talið rausnarleg peningagjöf til viðgerða á gamla torfbænum í Glaumbæ árið 1938 sem átti sinn þátt í að bærinn er enn varðveittur.
Meira

Þrjú stig sótt á Seltjarnarnesið

Stólastúlkur spiluðu á rennblautu Seltjarnarnesinu í gær þar sem þær mættu liði Gróttu sem var fyrir leik í fjórða sæti Lengjudeildarinnar, höfðu ekki tapað leik frekar en lið Tindastóls sem var í öðru sæti. Það var því sterkt hjá liði Tindastóls að sækja sigur á Vivaldi-völlinn og koma sér enn betur fyrir í öðru af toppsætum deildarinnar. Lokatölur voru 0-2.
Meira