Hugrún afgreiddi Augnablik
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
08.07.2020
kl. 00.38
Tindastóll og Augnablik úr Kópavogi mættust á Króknum í kvöld í Lengjudeild kvenna. Stólastúlkur hafa farið vel af stað í deildinni og deildu toppsætinu með liði Keflavíkur fyrir leikinn og gera enn að leik loknum því Tindastóll sigraði 1-0 með marki sem Hugrún Páls gerði um miðjan fyrri hálfleik. Lið heimastúlkna skapaði sér fleiri góð færi í leiknum en andstæðingarnir og verðskulduðu því sigurinn.
Meira
