Skagafjörður

Hugrún afgreiddi Augnablik

Tindastóll og Augnablik úr Kópavogi mættust á Króknum í kvöld í Lengjudeild kvenna. Stólastúlkur hafa farið vel af stað í deildinni og deildu toppsætinu með liði Keflavíkur fyrir leikinn og gera enn að leik loknum því Tindastóll sigraði 1-0 með marki sem Hugrún Páls gerði um miðjan fyrri hálfleik. Lið heimastúlkna skapaði sér fleiri góð færi í leiknum en andstæðingarnir og verðskulduðu því sigurinn.
Meira

Vatnspóstur vígður á Hofsósi

Glæsilegur vatnspóstur var vígður á Hofsósi síðastliðinn föstudag. Vatnspósturinn er reistur til minningar um Friðbjörn Þórhallsson frá Hofsósi og er gefinn af ekkju hans, Svanhildi Guðjónsdóttur og fjölskyldu.
Meira

13 hagkvæmar leiguíbúðir í Skagafirði

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur úthlutað ríflega 3,6 milljörðum króna í stofnframlög til byggingar og kaupa á 600 hagkvæmum leiguíbúðum víðsvegar um landið, svokallaðra almennra íbúða. Leiguíbúðirnar verða í 15 sveitarfélögum en þar af verða 13 á Norðurlandi vestra. Fjármunirnir eru hugsaðir til að styðja við framboð ódýrra leiguíbúða fyrir almenning og verða nýttir til byggingar á 438 íbúðum og kaupa á 162 íbúðum. 
Meira

Kvennamót GSS 2020

Kvennamót GSS fór fram í sólinni á Hlíðarendavelli laugardaginn 4. júlí, sautjánda árið í röð. Kylfingar glímdu við vind úr ýmsum áttum en skarðagolan var þó áberandi. Völlurinn skartaði sínu fegursta, blómum skreyttur og snyrtilegur í alla staði. Um 50 konur, víðs vegar að, mættu til leiks og heppnaðist mótið vel. Sigurvegari í ár var Dagbjört Rós Hermundóttir GSS.
Meira

Garðbæingar unnu sanngjarnan sigur

Lið Tindastóls og KFG mættust á Sauðárkróksvelli í gærkvöldi. Reiknað var með hörkuleik en þegar til kom þá voru gestirnir einfaldlega sterkari og lið Tindastóls náði í raun aldrei neinum takti í leik sinn. Stólarnir voru þó yfir í hálfleik, 1-0, en Garðbæingar gerðu þrjú mörk með góðum varnarafslætti áður en yfir lauk og héldu því suður með stigin þrjú. Lokatölur 1-3.
Meira

Íbúum Norðurlands vestra fjölgar hlutfallslega mest

Þjóðskrá Íslands hefur sent frá sér tölur um íbúafjölda svo sem venja er um hver mánaðamót. Íbúum hefur fjölgað hlutfallslega mest á Norðurlandi vestra frá 1. desember 2019 til 1. júlí 2020 eða um 1,3% en það er fjölgun um 98 íbúa. Íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði um 0,8 % eða um 1.926 íbúa. Lítilsháttar fækkun varð í tveimur landshlutum, á Vestfjörðum og á Norðurlandi eystra. Fækkunin á Vestfjörðum nam 0,5% en á Norðurlandi eystra um 0,1%.
Meira

Ágústa og Ingvar sigruðu Drangeyjarmótið

Í gær fór Drangeyjarmótið í götuhjólreiðum fram í Skagafirði en þetta var annað bikarmót ársins. Hjólreiðafélagið Drangey í Skagafirði og Hjólreiðasamband Íslands sáu um framkvæmd mótsins. Það voru Ingvar Ómars­son og Ágústa Edda Björns­dótt­ir sem urðu hlut­skörp­ust í aðalkeppninni sem er 124 kílómetra hringur í Skagafirði en líkt og í fyrra endaði leiðin á löngu klifri upp á skíðasvæði Tinda­stóls.
Meira

Team Rynkeby á ferð um Skagafjörð í dag

Team Rynkeby á Íslandi mun hjóla 850 km í kringum landið á tímabilinu 4.-11.júlí til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna, SKB. Hópurinn mun hjóla fal­leg­ar hjóla­leiðir í öllum landshlutum. Team Rynkeby er stærsta evrópska góðgerðarverkefnið þar sem þátttakendur hjóla á hverju ári 1200 km leið frá Danmörku til Parísar til styrktar langveikum börnum og fjölskyldum þeirra. Vegna Covid faraldursins hefur keppninni í ár verið frestað og ákveðið hefur verið að hjóla þess í stað innanlands.
Meira

MÍ 11-14 ára á Sauðárkróksvelli

Meistaramót Íslands 11-14 ára er haldið á Sauðárkróksvelli nú um helgina, í dag og á morgun. Um það bil 230 krakkar frá sautján félögum víðsvegar um landið eru skráðir til keppni að því er segir á vef Frjálsíþróttasambands Íslands.
Meira

Vegagerðin varar við blæðingum í slitlagi

Nú er tími mikilla ferðalaga um vegi landsins en einnig tími framkvæmda við vegakerfið og víða er nýlögð klæðning. Vegagerðin varar við því að vegna mikilla hita síðustu daga hefur orðið vart við blæðingar í slitlagi en af því getur skapast hætta.
Meira